Íslendingaþættir Tímans - 09.06.1979, Page 4
kona. 1929 anda&ist Baldur sonur Jdns.
Hann var sá fimmti fullorðinna, sem dó I
Arnarbæli á fáum árum.
Eftir 14 ára ábúft 1930 flytur Jón frá
Arnarbæli. Hann var nú orðinn fátækur,
fimmtugur og bilaður á heilsu. Sama vor-
ið, áður en Jón flutti frá Arnarbæli seldi
hann skepnur sínar, báta og búshluti og
flutti til Keflavikur, skuldlaus. Hann fær
sér ráðskonu og hafði gamla konu, sem
lengi haföi verið hjá honum. Börnin voru
burtflutt og sum dáin. Niels einn eftir
heima. Jón tók að sér stúlku, Ingibjörgu
Arnadóttur, mannkostarika og mikilhæfa
konu. Hún dó eftir stutta sambúð.
Eftir látlngibjargarfékk Jóneldri konu
tilsin fyrir ráðskonu, Sigriði Helgadóttur,
og var hún hjá honum meðan hann. lifði.
Hún hirti prýöilega um heimilið og hlúöi
aö honum i veikindum hans af hreinustu
snilld.
Jón kunni iila við sig I Kefla vik og flutt-
ist þaðan til Reykjavikur eftir fá ár. 27.
aprfl 1935 flutti hann i sina eigin ibúö á
Asvallagötu 57 og bjó þar til dauöadags.
Siöustu 3 ár ævinnar var heilsa hans stór-
biluð og sveif þá hugur hans oft til Breiöa-
fjarðar. Breiöif jörður, dásamlega fagur I
sól á sumrum.
Jón Lárusson var skipstjdri i 16 ár. Hanm
var með skip frá Hafnarfiröi, Bildudal og
Stykkishólmi. Hann var heppinn skip-
stjóri, missti aldrei af sér mann en
bjargaði einu sinni 5 lslendingum af báti
með bilaða vél og 3 bátum i sunnan ofsa-
roki á Grundarfirði á reki til hafs. ööru
sinni bjargaði hann 6 enskum mönnum af
skeri, sem voru af enskum togara, sem
fórst á Breiðafirði. Þeir misstu frá sér
bátinn en Jón varð þeirra var, svo þeir
lifðu.
Jón fiskaði alltaf vel nema siðasta
sumarið, enda hafði hann venjulega dug-
lega háseta. Það var algengt að hann
haföi sömu hásetana 6- 9 sumur. Jón var
framsýnn, duglegur og góður skipstjóri,
laginn stjórnari i vondum veörum, bæði á
þilskipum og opnum bátum. Hásetunum
þótti vænt um hann og treystu honum.
Þaö var hans besta skemmtun aö sigla
skipi á góöu leiði. Hann var einn af þess-
um breiöfisku sjógörpum. Hann var,
„þéttur á velli og þéttur I lund, þraut-
góður á raunastund”.
Hann var sannur tslendingur i sjón og
reynd.
Jón Lárussonvar svipmikill ogsvipgóð-
ur maður. Svipurinn bar vott um festu og
kjark, hreinskilni og heiðarleik mikillar
persónu. Manni gat dottið I hug þessi
gamla setning: „Afram bauð hann, ekki
vikja, aldrei vildi heitorð svikja.” Hann
var þægilegur I viðmóti, ávarpsgóður,
glaðsinna, háttprúður og stillilegur
„skemmtilegur en skjaldan reiður”.
Hann gat þó orðiö skapheitur, ef á hann
var ráöist.
Hann hélt alltaf fram heilsteyptum
málstað byggðum á traustum grundvelli.
Ég held að hann hafi alltaf sigrað nema
4
einusinni, en þá var hann þvingaður með
peningavaldi. Hann lagði aldrei illt til
nokkurs manns, en rétti hlut hinna minni
máttar, sem áttu erfitt á einhvern hátt.
Hann var hár vexti, hafði sivalan vöxt,
karlmannlegur kraftamaður. Hann var
sönn hetja, kjarkmikill, duglegur, orð-
heldinn og ábyggilegur. Hann vék aldrei
fyrir andstæðingi sinum. Hann hafði mik-
ið meira en meðalmannsgreind, var
framsýnn ráöhollur og traustur, ákveðinn
og hispurslaus.
Hann trúöi á Drottin sem veitti honum
styrk i lifsbaráttunni við æðisgengnar
ægisdætur, heilsuleysi og dauðsföll ást-
vina hans, eiginkvenna og barna. Hann
tók erfiðleikunum meö konunglegri ró og
stillingu.
Blessuð sé minning þessa mæta manns.
„Gleðin smækkar, hryggðin stækkar,
hróður brást um andans völl.
Skáldum fækkar, landið lækkar,
loksins sjást hér engin fjöll.”
Pétur ólafsson, Stóru-Tungu.
(Rétt er að nefna, að hér er um ýmis
atriði stuðst viö sjálfsævisögu Jóns, Ævi-
saga Breiöfirðings, sem út kom 1949).
Visur eftir Jón Lárusson frá Arnarbæli.
Einu sinni þegar Jón sigldi skipi sinu til
hafnar gerði hann þessa visu:
Sundur fletti dimmri dröfn,
drengja eftir lyndi.
Stfgur létt i ljúfa höfn
Lægja I þéttum vindi.
Jón var eitt sinn fiskimaður á skipi, sem
Hvanney hét. Skipstjórinn hét Hannes
Andrésson. Þá kvað Jón:
Fiski Hannes manna mest,
mæti hann ei skaða.
Láti Hvanney knarra best
kaldar hrannir vaöa.
Þessa visu geröi Jón til föður sins, sem
þurfti að ná skipi, sem væntanlegt var til
Stykkishólms og hét Lára.
Þú mátt friða vinda upp voð
verinn skíða þekki.
Láta skriða úr lending gnoð
Lára biður ekki.
Jón kvaö um skip sitt Austra frá
Arnarbæli.
Austri hraðar örinni
á brimsvaðil skörinni.
Lætur vaöa úr vörinni
vanur svaðilförinni.
Jón Lárusson sendi vini sinum þessa
visu.
Þó argi reiðar upp við naust
ægis greiöar dætur,
Niels Breiðfjörð hetjan hraust
Hrímnir skeiöa lætur.
Þessa visu gerði Jón um skektu sem
hann átti.
Hildur kætir hyggva lund
hrö.nn þótt syngi og kveði.
Máski viö sofnum siðasta blund
saman á einu beði.
Þessa vfeu kveður Jón um sjálfan sig.
Mig forsmáir meyja skarinn,
mjókka tekur gæfu strengur.
Seld er Hildur, Freyja farin,
fátt er nú til gamans lengur.
Vi'san er gerð til Sæmundar Halldórs-
sonar kaupmanns I Stykkishólmi.
Fiskaðu Gunnar vel, já vel,
vaxi gjalda þolið.
Gerðu loks að sverum sel
Sæmund vorn um holiö.
Þessa visu gerði Jón til kunningja slns.
Náði ég landi löngu á
loksins fjandi góður.
Allra handa unun hjá
ungri banda tróðu.
Þeir sem skrifa
minningar- eða
afmælisgreinar í
• r
Islendingaþætti,
eru eindregið
hvattir til þess
að skila
vélrituðum
handritum,
ef mögulegt er
Isiendingaþættir