Íslendingaþættir Tímans - 09.06.1979, Blaðsíða 12

Íslendingaþættir Tímans - 09.06.1979, Blaðsíða 12
Benedikt Helgason Fæddur 17. júll 1923. Dáinn 26. janúar 1979. Kveðja frá samstarfsmönnum Núna fyrir réttri viku hitti ég tvo af samstarfsmönnum mínum I búö einni hér i borginni. Þaö fyrsta sem þeir sögöu mér var að Benni væri dáinn. — En svo var Benedikt Helgason jafnan kallaöur meöal vina og samstarfsmanna. Mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Ég gleymdi sem snöggvast hvaö ég ætlaöi aö verzla þarna. Ég fór aö hugsa: Er virkilega svona stutt milli lifs og dauða. Þvi fór ég líka aö hugsa til þess er viö Benni vorum litlir strákar og aöalsamkomustaöir okk- ar Vesturbæinganna voru Fjóla og Billiardinn á Vesturgötunni, þar sem Naustiö er núna. — Umræöuefni okkar strákanna var togarar og aftur togarar. Ég man hve viö öfunduöum Benna af þvi, aö vera á aflaskipinu mikla, Júpiter. Þangaö komust ekki i skipsrúm nema þeir haröduglegustu, enda sýndi Benni þar fyrr og siöar hvaö i honum bjó. En leiö hans lá siðan á fragtskipaflotann: Brúar- foss og siöan Fjallfoss. var einstæö og eljusemi og árangur frá- bær. Ekki færri en sex ibúðir hlutu umönnun þeirra aö miklu eöa öllu leyti. Jafnhliða hinum sérstæöu umsvifum var heimilishald meö rausn og gestrisni mikilli. En I öllu stritinu geröust undur nokkur. Allt var á svipstundu fært I bönd ljóðs og laga. Söngur og gleði rikti I hverjum kima. Oröiö „lifsfylling” varð að sönnum veruleika. Þetta eru litil sannleikskorn um lifið, hin litlu korn I tima og rúmi. Ef mennirnir kunna. að lita yfir ládeyöuna, sem mörg- um hættir til að glúpna fyrir, þá birtir yfir og leiðin verður greiðari. Þannig kunni þessi burt kallaða húsmóðir aö gera heilt borðhald úr efnivið litillar nestistösku. Hún kunni lika annað, og það var að meta land og lýð eftir hnattstöðu og menningar- arfi. Ég þakka þér systir góð samfylgdina. Ég færi þér saknaðarkveðjur frá systur þinni Hólmfriöi og fjölskyldum i fjarlægu landi. Ég og min fjölskylda vottum dóttur þinni Brynhildi Ragnarsdóttur innilega samúö. Blessuð sé minning Margrétar Jósefs- dóttur. Haukur Jósefsson. Hann var jafnan lengi I skipsrúmi þang- aö sem hann réöst, þvi hann var ekki fyrir þaö aö flökta á milli skipa. Fyrir nokkrum árum varö hann starfs- maöur Reykjavikurhafnar og fór I Magna. — Nokkrum árum siöar geröist hann vatnsafgreiöslumaöur hafnarinnar. Þar starfaði hann til dauöadags. Allan þann tima sem ég man eftir Benna átti hann heima I Vesturbænum, enda þar flestir hans kunningjar, og ekki mjög langt að sækja vinnu sina. Enda sagöi Benni þaö oft aö hann hvorki vildi né ætti annars staöar heima en i Vesturbæn- um. Það sem auökenndi Benna var sam- viskusemi og aftur samviskusemi. Ég mun sakna þess aö sjá ekki vin minn brunandiá hjólinusinu um hafnarsvæðið, þvi aöBennilæröi aldrei aö aka bil. Hans ökutæki var gamla reiöhjóliö hans. 1 hópi okkar samstarfsmanna Benna við Reykjavikurhöfn stendur nú tómt rúm. Viö sjáum hvaö maöurinn má sln litils. En þó aö hann sé kominn yfir móö- una miklu, sem er þaö sem fyrir okkur öllum liggur, munum viö sárt sakna góös vinnufélaga og vinar i staö. Okkur veröur hugsaö til Mariu,eigin- konuhansog barna þeirrahjóna og send- um þeim og öörum ættingjum innilegar samúðarkveðjur. — Viö biðjum góöan Guö aö styrkja þau og sty öja um ókomna framtið. (Jtför Benedikts fór fram i gær- dag. Valtýr Guömundsson. I Benedikt Helgason var fæddur á tsa- firöi 17/7 ’23 sonur hjónanna Helga Bene- diktssonarskipstjórasem lést 12-des. 1975 og konuhans Jóninu M. Pétursdóttur ætt- aðri úr Alftafirði. Benedikt eyddi æskuárum sinum á Isa- firöi, en áriö 1938 fluttist hann ásamt for- eldrum sinum og systkinum til Reykja- vikur og haföi hann búið hér i Reykjavik alla tiö stöan. Hann byrjaöi snemma aö vinna, hans fyrstu störf voru viö fisk- vinnu. Snemma beygist krókurinn, þvi eins og hjá fööur hans hneigöist allur hugur hans til vinnu viö sjóinn. Ungur að árum réöst hann til Eimskips hf. sem háseti og siöar bátsmaöur, fyrst á Brúarfossi og siöan á Fjallfossi, viö þessi störf var hann um árabil eöa þangaö til hann réöst starfs- maöur hjá Reykjavlkurhöfnum 1962-1963, fyrst sem verkamaður I landi, siöan sem háseti á hafnsögubátnum Magna, og nú siöustu árin sem vatnsmaöur viö Reykja- vikurhöfn. Benedikt var alveg sérstök manngerö, hann var frekar dulur um sina hagi, en eitt hiö allra mesta prúömenni sem ég hefi kynnst um mina daga, regiu- semi og stundvisi var hans leiðarljós, enda haföi hann ekki vantað marga daga til vinnu um ævina. Allir vinnufélagar hans hafa rómað hann sem drenglyndan og góöan vinnufélaga i öllum þeim störf- um sem hann gekk að. Ég held aö hans kjörorö hafi verið: Þvi sem mér er trúaö fyrir skal af hendi leyst eins og tilætlaö er. 5. október 1956 gekk hann aö eiga eftir- lifandi eiginkonu sina, Mariu Pálsdóttur, fædda 20/5 ’24, dóttur Láru Agústsdóttur og Páls Jónassonar Thorberg f.v. sim- virkja, þau eignuðust 3 börn: Helga, fæddan ’56, Unni Mariu, fædda ’58 og Brynju fædda '61. Þá átti hann áöur dótt- ur, Báru, fædda '46. Fjölskyldu sinni reyndist hann mjög vel og er mikil eftir- sjá aðeiginmanni og góöum fööur. Móður sinni reyndist hann sérstaklega vel alla tiö, heimsótti hann hana reglulega og var henni stoöogstytta oghinn eftirminnilegi sonur sem móðurhjartað gleymir aldrei. Hann var elstur 7 systkina, 2 systra og 5 bræöra,ogerhann nú sá fyrsti sem fellur frá. Framhald á b'ls. 16. 12 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.