Íslendingaþættir Tímans - 09.06.1979, Blaðsíða 15

Íslendingaþættir Tímans - 09.06.1979, Blaðsíða 15
80 ára Jóhanna Hólmfríður Björnsdóttir á Ytra-Fjalli Afmæliskveöja. ÁttræBisafmæliátti Jóhanna á Fjalli 20. janúar siöastliöinn. A þeim degi vildi ég gjarnan lita inn til hennar en gat ekki vegna leti, sem þá hélt mér föstum hinum megin á landinu, og ótal skaflar á milli- leiöinni. Hún er Aöaldælingur en var Tjörnesing- ur áöur en hún flutti f dalinn. Dóttir Björns Helgasonar, sem bóndi var I Syðri-Tungu og konu hans Jóhönnu Jóhannesdóttur. 1904 fluttu þau hjón aö Ytri-Tungu og þar átti Jóhanna Björns- dóttir siöan heima þar til 1933. Hún er elst 5 systkina sem á lffi eru. ' • Tungusystkini ólust upp á góöu heimili og heldur vel stæöu. vík, Sigurlaugu ólafsdóttur, bókbindara, á Brekkustig 7. Eignuöust þau 9 börn, sem öll eru á lifi, sjö syni og tvær dætur. Þau heita Ólafur, Karl, Björgvin, Arni, Friöbjörn, Helgi, Svala, Mjöll og Sig- urður. Sigurlaug sýndi mikinn dugnaö viö uppeldi barnanna, en faöir þeirra var tíö- um sjúkur og vann ekki fuíla vinnu. Um þetta leyti snerist Friöbjörn til Aöventtrú- ar, og gengu hjónin bæöi i Aöventssöfn- uöinn og tóku skirn. Þannig ólust börnin upp i þessari góðu kirkju. Ariö 1946 vann Friöbjörn hjá breska setuliðinu. Var heilsa hans þá meö besta móti. En dag nokkurn féll stór steinn i höfuö honum. Missti hann þá alveg heilsuna, og siöan hefir hann 1 rúm 30 ár dvalist á Kleppsspitalanum. Helsta afþreying hans hefur veriö aö teikna og mála og gefa myndir sinar, sem eru orönar býsna margar. Um margra ára skeið stundaöi hann sjóböö, bæöi sumar og vetur, og telur þaö hafa lengt aldurinn. Hjónin skildu um þetta leyti, og Sigur- laug yfirgaf Aöventusöfnuöinn. Börnin fjarlægöust lika, nema Arni, sem enn er i söfnuöinum ásamt pabba slnum. Nú eru barnabörnin orðin yfir 20 og eitt barna- barnabarn. Ahugamál aðventista er aö boöa trú á bráöa endurkomu Krists, eins og allir vita. Þetta er lika aöaláhugamál Friöbjörns og Arna sonar hans. Vinur 1 frændiiöi Jóhönnu kennir margra grasa. Af vana allt aftan frá Ara fróöa vil ég nefna fáein nöfn, og til heiöurs ættfræö- innien ekki af snobbi. Annars halda menn kannski aöhúnsé meööllu ættlaus eins og sunnan-stúlkan, sem giftist noröur og Þóröur i Svartárkoti sagöi um er hann var spuröur um ætterni hennar: Af engum ættum, er Ur búð. En hvar skal byrja aö rekja þræöi ættanna? Ekki veit ég þaö og byrja þvi á afa hennar af þvi hann var bróöir ömmu minnar, Jóhannesi Guö- mundssyni frá Silalæk bónda i Saltvik og hreppstjóra i Húsavlkurhreppi. Kona hans og amma Jóhönnu á Fjalli var Jóhanna Jóhannesdóttir Kristjánssonar á Laxamýri, systir Sigurjóns sem átti stórt nafn og Laxamýri, hóp annarra jaröa og gangandi fé margt í húsum heima og stundum á 3 beitarhúsum: Litlu-Saltvik, Litlu-Núpum og Mýrarseli. Þeirra bróöir var og Kristján, ööruvisi i háttum, gam- ansamur og oröskár, lengi ferjumaöur á Núpum. Þau voru 16 systkinin en einhver dóu i æsku. Sagt var aö Kristján heföi eitt sinn likt systkinahópnum viö refinn, allra villidýra ráöslyngastan. Sigurjón er höf- uöiö á þessum ref, sagöi Kristján. Ég er skottiö. Ekki fylgir sögunni hvar hann settihin systkinin inn á mynd sina. Vegna hennar lengdu einhverjir nafn hans og kölluöu hann Tófuskott. öörum fannst betur á þvi faraaö kalla hann ferjumann, slitinn af aö ferja og fóöra fyrir ekkert mannoglest. G.Fr. Bróöir Jóhannesar frá SQalæk var Þorkell á Fjalli og systir Sigurbjörg á Sandi. Hún var móöir Sigurjóns Friöjóns- sonar og Guömundar. En Þorkelssynir voru þeir Jóhannes á Syðra-Fjalli og Indriöi á Ytra-Fjalli. Nei, hættum nú. Égsé ekki út úr augun- um fyrir stórmennum, sem standa allt i kringum þessa frænku mína af Nesinu. Og þar á meöal eru svo margar Jóhönnur og Jóhannesar aö ekkert vit hef ég á aö koma þeim niöur á réttan staö á blaöi. 1 æsku var Jóhanna 7 mánuöi á barna- skóla. Hálf þritug sótti hún um kvenna- skólavist á Blönduósi. Þegar svar kom aö vestan: ekki hægt, skólinn fullskipaöur, tókhún þaöráö aö vista sig á skólaheimil- inu og vinna þar til vors, vonglöö meö lauslegan ádrátt um aö skeö gæti aö hún fengi þar einhverja tilsögn. Or þvi varö þó ekkert sem hægt er aö kalla þvi nafni, þvi engan tima höföu kennararnir aflögu né starfestúlkurnar frá slnum skyldustörf- um. En mikiö gagn og gaman telur hún sig samt hafahaft afdvöhnni á Blönduósi. Einkum þakkar hún þaö skólastjóranum Kristjönu Pétursdóttur frá Gautlöndum, þeirri annáluöu ágætiskonu. Jóhanna var eftirsótt saumakona, sjálflærö aö mestu og hjá móöur sinni. Hún var ein af stofnendum Kvenfélags Tjörnesinga og formaöur þess um skeiö. Og kom nokkuö viö sögu ungmennafélagsins þar, sem hún telur aö hafi veriö mannbætandi. Þá var Kári á Hallbjarnarstöðum nálægt fimmtugsaldri og Karl Kristjánsson orö- inn mikill áhrifamaöur f héraöi. Um Kára hefur Karl sagt á prenti: ,,Þau voru ekki fá erindin sem hann flutti fyrir ung- mennafélag okkar. Erindi um drengskap, erindi um fúann i lifandi trjám. Erindi út af orðum Jónasar Hallgrimssonar: Systir min góö, séröuþaö sem ég sé”. Þetta eru aöeins dæmi sem hann nefnir. Bætir svo viö m.a. „Mér fannst hann geta látiö rekkjur renna og klæöi fljúga. Hann gat lýst fyrir mér hetjuverkum svo aö ég spratt ósjálfrátt upp úr sæti”. islendinqaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.