Íslendingaþættir Tímans - 07.07.1979, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 07.07.1979, Blaðsíða 1
ÍSLENDINGAÞJSTTIR Laugardagur 7. jiíli 1979 — 21. tbl. Tín/miviQ Jóhann Pétur Magnússon frá Mælifellsá f. 2. marz 1892, d. 9. mal 1979. Jóhann frá Mælifellsá andaðist í sjiíkra- húsinu á Sauðárkróki aðfaranótt miðviku- dagsins 9. mai s.l. fullra sjötiu og sjö ára að aldri. Hann var sonur hjónanna Magnúsar Jónssonar og Helgu Indriða- dóttur í Gilhaga i Lýtingsstaöahreppi I Skagafirði. Þótt þau Gilhagasystkin væru yfirleittkennd við Gilhaga, var Jóhann þó kenndur við Mælif ellsá, þar sem hann bjó i áratugi, giftur Lovísu Sveinsdóttur Gunnarssonar frá Mælifellsá — af Skiða- staðaætt. Börn þeirra Jóhanns og Lovisu urðu fjögur. Tvær dætur misstu þau en synir tveir, Gunnar og Sveinn urðu miklir athafnamenn. Gunnar er nýlega látinn eftir hetjuli'f, en hannvarilla lamaður allt frá unglingsárum. Samt varð ekki séð á athöfnum hans um dagana að lömunin drægi úr honum kjark eða þrek til stór- virkja. Sveinn býr nú að Varmalæk og stundar umsvifamikla hrossrækt og við- skipti margskonar er vinmargur og sveitarstólpi, þótt hann sé hlédrægur, hvaö opinbera umsýslan snertir. Hann er hinn bezti drengur eins og þeir bræður vorubáðir. Þá ólu þau hjónin upp Jóhann Hjálmarsson fyrrum bónda að Lauga- landi. Lovisa ekkja Jóhanns liggur nú á sjúkrahúsi. Þótt ekki þekkti ég Gilhagaheimilið, en nyti þess aðeins aö vera fæddur þar, hef ég ætið haft á tilfinningunni að þau Gil- hagasystkin hafi borið heimilisbraginn þaðan meö sér langa ævi. Jóhann var eitt dæmið um þetta. Þau Magnús og Helga áttu alls niu börn sem upp komust, en nú lifa eftir af þeim tvær systur, Monika I Laugarholti i Varmalækjarhverfi og Margrét, ekkja á Nautabúi. Synir Magnúsar að auki voru þeir Skafti og Karl, og býr Skafú nú i Kópavogi en Karl er látinn. Fer þvi að strjálast hinn stóri systkinahópur frá Gilhaga. Jóhann var maður hávaxinn og grannur og alla tið hinn mesti þrekskrokkur, enda þurftihann á þvi aö halda að þola vosbúð og misjafnt atlæti á miklum ferðalögum, sem hann stóð i vegna atvinnu sinnar, en hún varlöngum sú um miðbik ævinnar að kaupa og selja hross, einkum til afsláttar, smala þeim saman að haustinu um Austur-Húnavatnssýslu og Skagafjarðar- sýslu og reka þau siðan til Akureyrar, annast slátrun þeirra þar og sölu kjötsins. Mestur var vegur Jóhanns i' þessari at- vinnugrein á kreppuárunum, en þá fengu margir kjöttunnu upp á krit, og var aldrei neitt skrifað heldur treyst á óbrigðult minni og skilvisi fátæklinga, sem aldrei brást. Er af þessu falleg og mikil saga af viðskiptum og trúnaði á erfiðleikatimum, þegar ein kjöttunna gat ráðið nokkru um öryggiskennd heilla fjölskyldna. Jóhann varð mjög þekktur af þessum viðskiptum sinum og töldu margir að þeir stæðu I þakkarskuld viöhann. Siöan tóku kaupfé- lögin i sýslunum aö sér hrossamarkaðinn og fengu Jóhann til að sjá um hann. Fór hann á markaðina og keypti hrossin en var siðan að vetrinum á Akureyri og annaðist sölu á kjötinu og hafði bækistöð i Reykhúsinu við Norðurgötu, sem nú er orðið að útvarpsstöð. Ég rak eitt haustið hross meö Jóhanni noröur á öxnadalsheiði áleiðis til Akur- eyrar, og kynntist þá ljúflyndi hans i þess- um ferðum, og þvi hvernig honum var fagnað i hverjum stað, þar sem hross voru keypt. Þá var hann hrókur alls fagnaöar, eins og hann var jafnan hvar sem hann fór, glaöur maður af hjartans lyst ogtilgerðarlaus, oghafði tvo hesta til rekstrarins, jarpan og gráan, sem hann mat mikils og höföu vanizt svo stór- rekstrum, að ætlaði einhver skepnan að rása út úr götu, kannski fremst i fjögur hundruð hrossa hóp, var hestur Jóhanns kominn á sprettinn fram meö röðinni áður en nokkur tók eftir frávikinu i rekstrinum. Báðir þessir hestar Jóhanns voru stórir og svipmiklir, og þótt Jóhann væri ekki kallaður hestamaður i sinni sveit, var sjón að s já þá fara hamförum við rekstur- inn. Margar sögur eru frá þessum rekstrum öl Akureyrar ogaf viöskiptum i höfuðstað Norðurlands. Sögur þessar höfðu menn i munni i' tima og ótima. Jóhann lét sér vel Hka, en átti til aö leiðrétta sem von var, og vildi helzt fá að segja þessar sögur sjálfur, þótt þær sneiddu að honum nokkuð. Jóhann varð aðeins einu sinni fyrir umtalsverðu óhappi I þessum ferð- um. Það var I myrkri á leið með hrossin yfir Oxnadalsárbrúna gömlu fyrir neðan Bakkasel. Hrossin voru treg á brúna og reið Jóhann fram með upp á háa uppistöð- una aðbrúnni, en hrossin rudduhesti hans út af kantinum og ultu þeir báðir niöur fimm metra háan brattann. Viö þetta fót- brotnaði Jóhann og var ekki um annað aö gera en setja hann á hestinn og snúa við með hann til Bakkasels. Fóturinn hafði brotnaö illa við fallið og sneru tærnar út. Jóhann I Litladal fylgdi honum í myrkrinu inn hliðina, sem var sundurskorin af lækj- um og skomingum. Fór svo að Jóhann i Litladal missti hest sinn fram með nafna sinum i einum skorningnum og á fótinn og sneri honum i brotinu. „Ríðuröu á mig, mannhelviti”, sagði Jóhann. Þetta var haft i minnum um ljótustu orð, sem Jó- hann lét út úr sér um dagana. Annaö var það nú ekki. A yngri árum var Jóhann pólitiskur mjög, og raunar alla ævi og fylgdist vel með, var rökvis og meinhæðinn i pólitiskri

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.