Íslendingaþættir Tímans - 07.07.1979, Side 2

Íslendingaþættir Tímans - 07.07.1979, Side 2
umræöuogmá eflaust teljaaö starfa hans 1 þágu Framsóknarflokksins, sem hann vann óbeöinn, gæti enn i Skagafiröi og þó einkum i heimabyggö hans, Lýtingsstaöa- hreppi, þar sem margir fylgja Fram- sóknarflokknum. Annars var Magniis i Gilhaga maöur Hannesar Hafstein. Fyrir kosningar fór Jóhann mikiö um sveitina, gæti hann meö nokkru móti komiö þvi viö fyrir öörum önnum, orti kersknisvisur um pólitiska andstæöinga, sem voru nokkurs konar eitruö skeyti þess tima, samanber kveöskapSveins fráElivogum.kom á bæi og stappaöi stálinu I menn, og átti auk þess liösmenn I bræörum sinum og systrum nokkuö, sem hrifust af nýöldinni 1 islenzkum stjórnmálum upp Ur 1920. En haröastur þeirra i framgöngu fyrir Fram- sóknarflokkinn var þó Jóhann frá Mæli- fellsá. Faöir minn og hann voru ekki einungis bræöur. Þeir voru lika nánir vinir. Þeim kom ákaflega vel saman um hvaöeina, og minnist ég þess, aö margoft lágu þessir tveir menn, sinn I hvoru rúmi, ódrukknir meö öllu — enda smökkuöu þeir aldrei vin, og sögöu hvor öörum sögur, og fór meö visur, og hlógu þessi lifandi dsköp. Stundum skutu þeir hvor á annan og hlógu þá enn meira en áöur. Þessar skemmti- stundir erumér ógleumanlegar — en allar þeirra stundir saman voru skammti- stundir. Og víst er um þaö aö hin kæru samskipti þeirra stóöu alla tiö og höföu þroskazt meö þe Faöir minn oghann voru ekki einungis bræöur. Þeir voru lika nánir vinir. Þeim kom ákaflega vel saman um hvaöeina, og minnist ég þess, aö margoft lágu þessir tveir menn, sinn i hvoru rúmi, ódrukknir meö öllu — enda smökkuöu þeir aldrei vto, og sögöu hvor öörum sögur, og fóru meö visur, og hlógu þessi lifandi ósköp. Stundum skutu þeirhvor á annan og hlógu þá enn meira en áöur. Þessar skemmti- stundir eru mér ógleymanlegar — en allar þeirra stundir saman voru skemmti- stundir. Og vfet er um þaö aö hin kæru samskipti þeirra stóöu alla tlö og höföu þroskazt meö þeim löngu áöur en ég kom til sögunnar. Dæmi um viöureign þeirra er visa, sem faöir minn orti um Jóhann, sem þá bjó i Breiöageröi, og haföi fengiö sér sildartunnu á Króknum til aö gefa kindunum. Þegar Jóhann opnaöi tunnuna var bara s jór I henni. Þá kvaö Þorsteinn: Eiga þó aö bregöist beit bændur nóg af ráöum. Flytja sjóinn fram i sveit og fara aö róa bráöum. Og ég sé þá báöa fyrir mér þegar þessi kveölingur fór á mÚli þeirra. Já, þannig var Jóhann Magnússon, glaöastur manna og skemmtilegastur og einhver mesti ljúflingur sem ég hefi kynnzt. Sá þáttur skapgeröarinnar var eins konar ættareinkenni, en henni fylgdi sár viökvæmni væri einhverjum gert rangt til, eöa ætti aö beita þau sjálf, Gil- 2 hagasystkin, rangindum. Þá var skapiö svo rikt aö oftar en hitt var horfiö þegj- andi af vettvangi. 1 rauninni er saga Jóhanns frá Mæli- fellsá svo umfangsmikil, aö mig brestur tlma og rUm til aö gera henni sæmileg skil aö þessu sinni. Svo er auövitaö um margt mætt fólk, sem kvatt er i skyndingu I stuttri minningagrein. Verst þykir mér þó aö hafa ekki tök á þvi aö ganga meö honum siöasta spölinn út i Reykjavíkur- kirkjugarö í dag. Þaö haföi hann þó átt skiliö. Ég verö þvi aö láta nægja aö koma siöar aö gröf þessa snilldarmanns. Ég vil svo aö lokum votta hinum nánustu dýpstu samúöarkveöjur minar og minnar fjölskyldu nú þegar Jóhann Magnússon er kvaddur hinzta sinni. IndriöiG. Þorsteinsson. Jóhann Pétur Magnússon, fyrrum bóndi á Mæiifellsá i Skagafiröi, lést á SjUkra- húsinu á Sauöárkróki 8. mal siöastliöinn. Jóhann var fæddur 2. mars 1892 I Gilhaga I Lýtingsstaöahreppi i Skagafiröi. Hann var sonur merkishjónanna Helgu Indriöa- dóttur ljósmóöur og Magnúsar Jónssonar I Gilhaga, sem bjuggu þar frá 1883 til 1905 aö Helga drukknaöi i Svartá er hún var aö koma heim frá ljósmóöurstörfum 20. mai þaö ár. Vakti sá atburöur sveitarsorg. Magnús heitinn og börnin stóöu á hlaöinu i Gilhaga og horföu á er slysiö varö en gátu ekkert aö gert. Haföi þessi atburöur varanleg áhrif á systkinin og gleymdist aldrei. Fóstri minn sagöi mér oft frá þessu slysi þegar ég var ungur aö árum og eins þvi aö Hjálmar faöir minn og Einar bróöir hans heföu leitaö aö likinu og flutt þaö heim aö Gilhaga en þess má geta aö Helga og Hjálmar faöir minn voru syst- kinabörn. Eftir lát konu sinnar bjó Magnús áfram I Gilhaga til ársins 1911 en lét þá af búskap og var hjá börnum sinum i Gilhaga uns hann lést 22. júni 1915. Jóhann var sjötti i rööinni ellefu systkina sem ávallt hafa veriö kennd viö Gilhaga. Þau Gilhagasystkin voru mikiö fyrirmyndarfólk,þróttmikil og vel gefin. Nú eru átta þeirra horfin af sjónarsviöinu, en hin sem eftir lifa háöldruö. Jóhann ólstupp hjá foreldrum sinum og stundaöi öll algeng sveitastörf. Gilhagi er fjallajörö erfiö og þurfti mikinn mann- skap á stóru búi eins og þar var, fráfærur I seli á Gilhagadal og heyskapur upp til fjalla i grasgeirum milli grýttra rinda og I fúaflóum, þar sem binda varö votaband og flytja á hestum heim á tún I Gilhaga, nokkurra klukkutima lestargang. Nefni ég þessa horfnu þjóölifshætti hér til þess aö gefa fólki innsýn i hvaö börn ólust upp viö um og eftir aldamótin siöustu. Eins og aö likum lætur um þróttmikinn strák vandist Jóhann ungur aö árum viö smalamennsku göngur og eftirleitir og varö er árin liöu allra manna kunnug- astur á Haukagils- og Eyvindarstaöa- heiöum, en þaö er ef aö er gáö enginn smáblettur, nær allt frá Blöndu aö vestan aö vestri Jökulsá aö austan og allt suöur á Hofsjökul. Þaö var ekki einunigs aö Jó- hann væri kunnugur á þessu svæöi heldur þekkti hann flestöll örnefni á svæöinu, enda munu fáir einstaklingar hafa fariö jafnmargar feröir þar um og ég held engir núlifandi menn nema ef vera kynni fjall- kóngurinn Magnús frá Héraösdal eöa réttarstjórinn Guömundur frá Brands- stööum. Jóhann þótti allra manna duglegastur i fjallaferöum, hvort heldur var gangandi eöa á hestbaki.en hann reiö hratt og ég heföi ekki viljaö vera hestur milli fóta hans þegar honum fannst mikiö liggja viö. Göngugarpur var hann og mikill aö fátitt var, enda þrekiö mikiö og heilsan góö, kjarkurinn óbilandi. Orgeröur var hann og skapmikill. Þessir eiginleikar i fari hans og háttum uröu þess valdandi aö telja veröur hann afreksmann I öllum svaöilförum. Jóhann stundaöi nám i Hvitárbakka- skóla I einn vetur og taldi sig hafa ómetanlegt gagn af þeim vetri enda hefur hann efalitiö veriö opinn fyrir öllu námi, þó reikningur væri honum mest hugleik- inn enda yfirburöamaöur i þvi fagi, sér- staklega i hugarreikningi. Ariö 1917 giftist Jóhann eftirlifandi konu sinni Lovisu Sveinsdóttur Gunnarssonar frá Mælifellsá. Þaö var mikiö gæfuspor fyrir hann, þvi Lovisa hefur reynst honum frábær llfsförunautur. Eins og aö llkum lætur varö hún langtimum saman aö stjórna búi á Mælifellsá I löngum fjarvist- um bónda sins og vera honum skjöldur og skjól I margbreytilegu veraldarvolki. Þau byrjuöu búskap i Breiöageröi 1917 og voru þar 14 ár eöa þar til þau keyptu Mælifellsá áriö 1921 og þar bjuggu þau til ársins 1944. Árin sem þau bjuggu á Mælifellsá eru eflaust hápunkturinn I þeirra lifi. Þar eignuöust þau börnin sin og þar fékk at- hafnaþráin fyrst útrás. Þau byrjuöu aö bylta þúfunum og slétta túniö og byggja upp bæjar- og peningshús eftir þeirra tima mælikvaröa. A Mælifellsá höföu þau alltaf nokkuö stórt bú. Þó voru kýr alltaf fáar en margt fé og hross meö þvi flesta. sem þekktist á einum bæ i Skagafiröi. Þrátt fyrir stórt bú og miklar annir voru þau hjónin annáluö fyrir gestrisni og greiöasemi allt til hinstu stundar. Jóhann var snjall hagyröingur og orti mikiö og uröu sumar visur hans landsfleygar, en fátt hefur birst á prenti nema sýnishorn i Skagfirskum ljóöum 1957. Þekktastur mun Jóhann fyrir þá um- fangsmiklu hrossaverslun sem hann rak um áratugaskeiö.er hann keypti afsláttar- hross I Húnaþingi og Skagafiröi og rak til Akureyrar til slátrunar ár eftir ár. Keypti íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.