Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 07.07.1979, Qupperneq 3

Íslendingaþættir Tímans - 07.07.1979, Qupperneq 3
hann þá frá 300 og allt upp i 600 hross, slátraöi þeim á Akureyri og annaöist sjálfur bæöi sölu og dreifingu. BókhaldiB hafBi hann i kollinum, svo ekki þurfti hann aö eyBa tima viö skrifboröiö. Þetta virtist ekki koma aö sök, þvi hann haföi frábært minni. Störfin voru mörg. Um langt árabil stundaöi Jóhann jaröabótavinnu fyrir Lýtinga og eitt sumar austur i Keldu- hverfi. Þá var hann mörg ár vöröur viö Blöndu þegar sauöfjárvarnirnar voru mestar. Eftir 1950 vann hann á Kefla- vikurflugvelli fjölda ára, uns leiöin lá til Reykjavikur þar sem hann stundaöi verslunarstörf um skeiö,en hin siöari ár var hann fastur starfsmaöur hjá Slátur- félagi Suöurlands. Voriö 1971 fluttist Jó- hann svo aö Varmalæk og dvaldist þar uns hann fór á sjúkrahús fyrir fáum vik- um. öll störf sem Jóhann vann fyrir aöra vann hann af trúmennsku og dugnaöi. Vinnuglaöur var hann og vinsæll meöal starfsfélaga. Jóhann var I raun maöur einkafram- taksins og þekkja þaö allir sem honum kynntust hvaö hann var einbeittur og áræöinn i öllum athöfnum, hvort sem þaö var verslun eöa annar rekstur sem hann haföi meö höndum. En þrátt fyrir mikinn einkarekstur og umsvif þar aö lútandi var hann mikill félagshyggjumaöur, eldheitur framsóknarmaöur alla tiö og trúöi á sam- vinnuhreyfinguna til aö leysa hin marg- vfslegustu vandamál sem dreifbýliö á viö aö búa nær endalaust og ekkert einka- framtak fær viö ráöiö. Enda er þaö nú svo aö viö erum margir framsóknarmenn fyrir þaö, aö Framsóknarflokkurinn er eina stjórnmálaafliö i landinu sem hefur verndaö og variö samvinnuhreyfinguna og hefur skilning á þvi aö nyti hennar ekki viö væri landauön viöa i hinum dreiföu byggöum landsins. Þetta vissi fóstri minn vel og var trúr sinni pólitisku hugsjón til dauöadags. Jóhann vann mikiö aö félagsmálum Lýtinga, þótt hann væri sjaldan á oddin- um. Hann var þó formaöur fóöurbirgöa- félagsins um árabil og nokkur ár i hrepps- nefnd. Annars var hans félagsmálabar- átta ekki bundin við þaö,aö hann næöi ein- hverri viröingarstööu i stjórnum eöa nefndum, en hitt vita allir sem hann þekktu, hvaö drjúgur hann var aö koma þeim mönnum á framfæri og til metoröa sem hann haföi trú á til starfa I þágu heildarinnar. Ég held eftir þau kynni,sem ég haföi af félagsmálastörfum Jóhanns aö hann hafi verið sá snjallasti áróöurs- ' meistari sem Lýtingar hafa átt á siöustu áratugum og engum hef ég kynnst sem veriö hefur annar eins snillingur aö koma sinum málum fram. Sparaöi hann þá hvorki tima né fyrirhöfn enda eru til margar skrýtlur og brandarar frá hans manndómsárum sem ekki veröa skráöar hér. Jóhann var meö hærri mönnum á vöxt, allþrekinn og vörpulegur á velli allt til dauöadags. Enginn skartmaöur var hann I klæöaburöi eöa yfirleitt I sinum athöfn- um, enda oft þungt hugsandi. Ef um verslun var aö ræöa,skáldskap eöa önnur áhugamál var hugurinn bundinn svo föst- um böndum.aö hann vissi litiö hvaö fram fór i kringum hann. Gekk hann þá oft um gólf eöa hallaöi sér afturábak upp I rúm, fékk sér kaffi og drakk þaö útafliggjandi af undirskál og hirti þá litt hvaö marga bolla hann drakk,hvort þeir voru þrir eöa fimm. Hann gekk aldrei á ööru skótaui en gúmmistigvélum og notaöi þau jafnt úti og inni, en öörum þræöi gekk hann á sokkaleistum neöanlsaumuöum meö skinni á hælum, þvl konu hans fannst sokkaslitiö óbærilegt,enda voru þeir mikiö notaöir. Er hann var á Akureyri I verslunarferöum hélt hann jafnan til hjá Rut Öfeigsdóttur og Eiriki Einarssyni.en þau voru mikiö vinafólk hans. Kom þá stundum fyrir aö Rut sá hann kominn út á götu á sokkaleistunum og var hann þá jafnan aö fara i hús eöa hitta viðskiptavini eöa bregöa sér i bankann. En þrátt fyrir aö hann hegöaöi sér ekki alltaf eins og fjöldinn kom þaö honum ekki aö sök. Hann kom alltaf til dyranna eins og hann var klæddur, hver sem I hlut átti. Menn þekktu hann ekki ööruvisi og vildu hafa hann svona. Þetta var hann sjálfur og varö ekki breytt. Hann var sterkur persónuleiki meö stóra sál. Hann skar sig aö visu úr fjöldanum, en dauft væri mannlifiö ef allir væru steyptir I sama mótinu. Þau Lovisa og Jóhann áttu saman fjög- ur börn, tvær stúlkur sem iétust ungar, Gunnar, bónda og verslunarmann á Varmalæk, siöar verslunarmann i Reykjavik, dáinn 9. janúar 1979 og Svein núverandi bónda og kaupmann á Varma- læk. Fóstursonur þeirra er undirritaður og kom til þeirra 3ja ára áriö 1923 þegar faöir minn dó. A Mælifellsá var ég til árs- ins 1942 eöa i 19 ár. Ég á margar hugljúfar minningar um pabba minn (en svo kallaöi ég hann alla tið) bæöi fyrr og siöar. Þær veröa ekki skráöar hér.en vist er aö ég á honum mikiö aö þakka. Meö honum var gott aö vera meöal annars vegna þess hversu hreinskilinn hann var og hjarta- hlýr. Eitt vil ég þakka sérstaklega,en þaö eru öll þau ógrynni af visum og ljóöum sem ég læröi af pabba og hans visnavin- um. Þegar þeir komu t.d. Þorsteinn bróöir hans og Siguröur „varöstjóri” þá upphófst nokkurs konar ljóöavaka og margt af þessu læröi ég og nýt þess enn. Ég veit ekki til þess aö Jóhann ætti sér nokkurn óvildarmann, þrátt fyrir um- fangsmikil og margbreytileg störf. Þótt hann heföi ákveönar skoöanir bæöi I póli- tik og öörum málum var hann alltaf vin- sæll. AB lokum þakka ég samverustundirnar margar og góöar. Guöi og góöum vættum þakka ég heilshugar fyrir aö gefa fótlún- um feröamanni fararleyfi óbuguöum af elli kerlingu. Hinum megin landamæranna biöa vinir I varpa og fagna gesti sinum. Mömmu, sem liggur veik á Sjúkrahúsinu á Sauöár- króki, fjölskyldunum á Varmalæk og öörum vinum og vandamönnum pabba sendi ég og kona mln og synir samúöar- kveöjur. Jóhann Hjálmarsson frá Ljósalandi Snemma á öörum tug þessarar aldar hlustaöi ég á gamlan Skagfiröing skýra frá ýmsum háttum i málfari okkar ís- lendinga sem mér þóttu þá næsta kyn- legir. Hann sagði þá m.a.: „Islendingar leika sér aö þvi, aö láta gælunöfn frá æskuárum fylgja nokkrum af börnum sínum fram á háan aldur en skipta þeim þó i tvo f bkka eftir manngerö þeirra er nöfnin bera. Fyrri hópurinn og sá hinn stærri er á ýmsan hátt vangefinn og þvi löngum litt metinn. Hinir eiga vin- sældir flestra visar, flestir aö jöfnu börn gleöinnar ogherrar hennar, hugrakkir og flestum gildari þegnar, ef til þrautar var reynt, sjaldan auðmenn en standa þó löngum nær bjargálnum en húsgangi gestrisnir og hibýlaprúöir”. Skagfiröingar hafa nú nýveriö horft á eftir einum slikum yfir móðuna miklu, manni sem náöi háum aldri sem f áir vissu til aö segöi ósatt orö en lék þaö aö kaupa fjölda hrossa ár eftir ár og reka þau milli héraöa án þess aö skrifa staf um skiptin og sleppa þó svo frá þvi ævintýri aö fáum kom til hugar aö vefengja skiptin né van- treysta kaupmanninum. En þaö fylgdi aö hinir glaöari gátu gjarnan hlegiö — ekki aöeins meö honum, heldur og aö honum, þegar leitaö var hvildar eftir erfiöan dag. Og meöal vina hans hét hann löngum fram á háan aldur Jói á Mælifellsá, þótt tugir ára væru liönir siöan hann hvarf þaöan meö heimilisfestu sina. Og þótt hann hyrfi úr héraöinu um noldiurt skeiö breytti þaö sáralitlu um nafngiftina. Og þegar hann kom heim i héraöiö aftur, vor- iö 1971 og átti þá mun færri skipti viö um- hverfiö en áöur var hann enn þekktastur undir heitinu Jói á Mælifellsá. Þar bjó hann I hug okkar, þótt þaöan væri hann horfinn fyrir tugum ára. Jóhann Pétur fæddist aö Gilhaga I Skagafiröi 2. mars 1892. Foreldrar hans voru Helga Indriöadóttir ljósmóöir og Magnús Jónsson sem þá réöu þar húsum bæöi þekkt aö mannkostum, þótt trúlega hafi þau ekki veriö einnar geröar um skaphöfn. Helga drukknaöi á heimleiö úr ljósmóöurerindum 1905. Horföi Jóhann á atburöinn og fylgdi sú sjón honum til leiöarloka og stóö þar ófölskvuö og ein- stæö og þvl fastheldnari sem Jóhann átti islendingaþættir 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.