Íslendingaþættir Tímans - 07.07.1979, Page 7
^^H Margrét Þórðardóttir
6. mal varð Margrét Þóröardóttir, fyrr-
um læknisfnl i Vik IMyrdal, áttræð. Fædd
að Kömbum i Stöövarfirði 6. mai 1899,
dóttir Þórðar Arnasonar, iltgerðarmanns
og konu hans, Sigurbjargar Siguröardótt-
ur, hin fimmta I röðinni átta systkina.
Er Margrét var 10 ára, fluttist fjöl-
skyldan tii Fáskrúðsfjaröar og var þar
stundaður sjórinn sem fyrr, þvi mikils
þurfti aö afla til framfæris svo stórri fjöl-
skyldu, þó eyðslu væri stillt i hóf svo sem
kostur var. Eigi voru þar menntunarskil-
yrði utan barnaskóli, og uröu þvi nám-
fúsir unglingar þess tima að bæta sér það
upp með lestri góðra bóka og fá tlma i
skrift og reikningi og fleiri námsgreinum
hjá skólamönnum, er þá þjónustu veittu.
Þaö notaöi Margrét sér eftir fóngum, sem
kom sér harla vel siðar, er hUn varð ung
að árum hUsmóöir á stóru embættis-
manns heimili, er miklar kröfur voru
gerðar til á þeim timum.
1 jUlí 1921 kom ungur og nýUtskrifaðurl
læknir til FáskrUðsfjarðar, Guöni Hjör-
leifsson, glæsilegur mannkostamaöur af
gildum bændaættum undir Eyjaf jöllum 27
ára og ókvæntur. Aö sjálfsögöu hafa
blómarósir staðarins litiö þennan unga
menntamann hýru auga, en Margrét, hin
22 ára sjómannsdóttir var sd Utvalda og
giftust þau 23. jUli 1922.
Guðni var svo um skeiö héraðslæknir I
Vopnafjaröarhéraöi. En 15. júni var hann
skipaöur héraöslæknir I Vik i Mýrdal, þar
sem hann starfaði meöan ævin entist, eða
tii 23. júni 1936, er hans missti viö, svo
langt um aldur fram.
Engin orð fá lýst svo hörðum örlögum,
aö þurfa að sjá á bak sllkum eiginmanni
og sex barnaföður; hið elsta 13 ára, en hiö
yngsta á fyrsta ári. En hin unga kona lét
ekki bugast, en axlaöi ein þá byröi, sem
tvöhöfðu áöur borið. Er þar skemmst frá
að segja, að meö guðs hjálp og góðra
manna tókst móðurinni að halda öllum vel
gefna hópnum sinum saman og koma
þeim, hverju og einu til manns, eins og
best veröur á kosið. Þar hefur enginn
legið á liði sinu, saman hafa þau staðið i
bliöu og striöu og stutt hvert annaö meö
ráöum og dáð.
Börn þeirra Guðna og Margrétar eru
þessi: Sigurbjörg, búsett i Banda-
rikjunum, gift M. Leonard Mike, blaða-
manni og eiga þau tvö börn. Hjörleifur,
verslunarmaður, kvongaður önnu Sigrfði
Eyjólfsdóttur, og eiga þau 4 börn, Þórir
læknir i Stuttgart kvongaður þýskri konu
og eiga þau 2 börn, Dani'ei læknir við
BorgarsjUkrahúsið, kvongaður Geröi
Birnu Guömundsdóttur og eiga þau 4
börn. Sigurður bókbindari, kvæntur
GuðrUnu Axelsdóttur og eiga þau eitt
barn, og Guöni, kennari, kvæntur Magneu
Jónsdóttur og eiga þau 3 börn. Og loks eru
barna-barnabörnin orðin 4. Það er friður
og föngulegur niðjahópur.
Við þessi timamót getur þvi Margrét
horft yfir langan og ánæg julegan en sjálf-
sagt oft strangan vinnudag. Og þó aldrei
hafi hún hlift sér en unniö svo sem kraft-
arnir ieyfðu, og ekki slöur kennt börn-
unum að vinna og bjarga sér, vitandi
sannleiksgildi hins fornkveðna, að vinnan
göfgar manninn, er hún enn sem alltaf
fýrr, glæsileg kona, létt i spori og glaöleg
og hress, enda viö góöa heúsu, sem betur
fer.
Vonandi eigum við vinir hennar og
vandamenn eftir enn um langt skeið aö
heimsækja hana á hennar fallega heimili
og njóta þeirrar gestrisni, sem henni er
svo eölileg.
G.B.
KVEÐJA
frá Páli
Pálssyni og
Bergþóru
til syrgjenda á
Eskifirði
og þar i
nágrenni
veturinn 1979
Þið sem berið sorg i sinni,
þunga raun I hjarta inni.
Sjáið drottins dýröar ljós.
Hann sem lifiö gaf og tekur.
Hann i burtu skugga hrekur.
Seinna gefur sigurhrós.
NU þótt syrti I svartan álinn,
svifa mun i gleöi sálin,
þegar drottins timi er til.
Aftur hann oss ástvin gefur,
eftir þvi þú beðiö hefur.
Þitt hann skoðar hjarta þil.
Vonum, biðjum,hugrökk verum
I Herrans hendi öll viö erum.
Hann mun fyrir öllu sjá.
Dyggilega vökum vinnum,
Dygö svo við I sporum finnum,
þeirra sem oss voru hjá.
Kveöjum þá meö klökku sinni,
kærleikur i muna og minni
með oss lifi ár og siö.
Sálir þeirra sælar risa,
sá mun okkur veginn vlsa,
sem vor byggir sælu svið.
Bergþóra Pálsdóttir,
(frá Veturhúsum.)
Islendingaþættir
7