Íslendingaþættir Tímans - 21.07.1979, Qupperneq 2
Amma mín er látin og mig langar að
minnast hennar I fáum oröum.
1 minum augum var hún alltaf eins i Ut-
liti, og eins og hiin áttu allar ömmur að
vera, með siðar fléttur og klædd
Islenskum bUningi á mannamótum og
umfram allt, búa i sveit.
AmmaogafihófubUskapá Seljabrekku
1 Mosfellssveit fyrir tæpum 50 árum og
höfðu þvi bUið þar u.þ.b. 25 ár, þegar ég
fæddist en þá hefur amma verið 58
ára. Það þykir ef til vill einkennilegt að
mér hafiþótthUn veraeins þá oghUn var
siðari ár. Að sjálfsögðu eltist hUn, það
gerum við öll, en aldursmunurinn var
alltafsá samiogþess vegnaþótti mér hUn
ekkert breytast. HUn var falleg kona og
alltaf i' góðu skapi.
Amma var ákaflega barngóð, börn
löðuðust að henni, enda var barnahópur-
inn umhverfis hana stór, börnin eru 6,
barnabörnin urðu 25 og 16. barnabarna-
barniðfæddist fyrir stuttu. Auk þess voru
fósturbörnin mörg. Allir voru velkomnir
að Seljabrekku, hvort sem var i stutta
heimsókn eða til langrar dvalar. Ekkert
skorti á gestrisni, að gömlum islenskum
sið var alltaf hlaðið borð af kræsingum,
hvort sem gesti bar óvænt að garði eða -
ekki. Enginn bakaði eins góðar pönnu-
kökur, jólakökur eða flatkökur eins og
amma og oft var leitað aðstoðar hennar I
þeim efnum.
Frá þvi ég man eftir mér var mikið
sungið við mannamót á Selja-
brekku. Einsog öli hennar fjölskylda var
amma mjög söngelsk og söng oft. 1 mörg
ár var hUn i kirkjukór sveitarinnar og
kunni heil ósköp af lögum. Oft bað hUn
mig að leika fyrir sig á orgelið þegar ég
kom i heimsókn og var erfitt að neita
henni um það þótt mérfyndist, eins og svo
mörgum, sem eitthvað hafa lært til slíkra
hluta, að ég kynni ekki mikið.
Ég getekkilokið þessum orðum án þess
að geta þess, hve stórkostlegt viljaþrek
hUn sýndi fram undir siðasta dag. Þótt
alvarlegur sjúkdómur drægi hana til
dauða á stuttum tima, lét hUn aldrei bil-
bug á sér finna, hún var alltaf eins til þess
dags, er hUn lagðist á sjUkrahús fyrir
rUmum mánuðisiðan. AðhUn skyldi eiga
svona stutt eftir, hvarflaði aldrei að
nokkrum manni. Þótt við öll eigum eftir
að mæta dauðanum einhvern tima
sættum við okkur ekki við nálægð hans.
ömmu minni, Bjarnveigu, þakka ég
allar dýrmætar samverustundir og bið
Guð aö styrkja afa, sem mest hefur
misst, en mikiðá til að minnast, þvi að 19.
jUni, voru 60 ár liðin slðan hjUskapur
þeirra hófst.
Að siðustu flyt ég ástkærar kveðjur frá
systkinum minum Kristbjörgu og -
Gunnari.
Blessuð sé minning hennar.
Bjarnveig Ingvarsdóttir.
2
Ormur Grímsson
Bóndans mörg er bUmannsraunin,
bitur frost og nepjuhrið.
Oft og tiðum lítil launin
langrar vinnu ár og sið.
Þetta reynsia þin var, Ormur,
þrekið margoft reyndi á,
þegar æddi striður stormur,
stórhriðar um land og sjá.
Bóndinn veröur bUi að sinna
bæöi sumar, vor og haust.
Ekki má hans umsjá linna,
Uti þótt sé bylsins raust.
Seinna koma sumardagar,
sólskin, blíða, mildur blær,
grænkar tUnið, gróa hagar,
glampar Breiöafjarðar sær.
Oft var lesin bókin besta
biblfan og siðan kennt
börnum þaö, sem best má henta,
bænir, vers, er þeim var hent.
Hætt er vinnuhöndin lUin,
holdiö hvilist striti frá.
Sálin lifir, segir trUin,
sælu nýtur Guði hjá.
Þinir niöjar þakkir færa,
þér og lika sakna þin.
En þin lifir minning mæra
mörgum hjá, uns ævin dvin.
Kveðj a f rá a ðstandendum
S.G.J.
Nokkur kveðjuorð til tengdamóður
minnar Bjarnveigar Guðjónsdóttur i
Seljabrekku sem lést 14. jUni 1979. Ég veit
hUn fyrirgefur mér þessi fátæklegu orð
sem eru aðeins brot Ur minningum um
órofa vináttu og hlýhug tii min frá fyrstu
tið. Enda fór það svo þegar kallið kom —
og þrátt fyrir háan aldur — að það þarf
langan tima til aö átta sig á þvi og sætta
sig við, að hUn Bjarnveig sé ekki lengur á
meðal okkar og taki ekki á móti okkur I
Seljabrekku með glaöværð og hlýju eins
og það var ævinlega. Skipti þá ekki máli
hvort nokkrir tugir hefðu þegið þar góö-
gjörðir þann daginn. Þannig hefur þetta
verið i þau þrjátiu og þrjU ár, sem ég hefi
átt þvi láni að fagna að eiga samleið með
þessari einstæðu konu.
Þvi er það, þegar hugurinn reikar til
baka, að manni verður hugsað til þess
sem hUn fékk áorkað, bæði við uppeldi
barna sinna og ekki siður barna annarra,
ásamt bUskaparstörfum, að ekki sé talað
um óvandabundið fólk, er dvaldi þar I
lengri eða skemmri tima og allt fram á
siðasta ár. Var með óllkindum hvað þau
hjónin gátu tekið marga á heimili sitt
gegnum árin, og það sem meira var, aö
þeim fórst það Ur hendi á þann hátt að þaö
vareins og hlutirnir geröu sig sjálfir. Ein-
att var afgangs timi, ef svo bar undir
hvort heldur það voru gestir og gangandi
eða hUn skrapp á kvenfélagsfund eða þá
söngæfingu með kirkjukórnum, svona var
heimilið, glaðværð og léttleiki yfir öllu.
En Bjarnveig var ekki ein, þvi að hUn
átti góðan mann — þaö duldist engum —
og sist henni sjálfri. Samheldnari hjón var
ekki hægt að hugsa sér. Þau báru gagn-
kvæma virðingu hvort fyrir öðru svo eftir
var tekið. Þaö eru þungir dagar þegar
eiginkona er kvödd eftir sextiu ára sam-
bUð sem aldrei bar skugga á. En þaö er
ekki öllum gefiö að sýna þá rósemi og
karlmennsku sem Guðmundi tengdaföður
minum er einum lagiö, og honum fataðist
ekki heldur i þetta sinn. Hann stýrði Utför
konu sinnar I þeim anda sem heimilið ein-
kenndist af alla tiö. Kveöjustundin I Mos-
fellskirkju var afar fjölmenn, enda ^tti
hUn allan þann heiður skilinn sem sam-
ferðamenn og sveitungar gátu sýnt henni.
Það var táknrænt, er komiö var Ur
kirkju að athöfn lokinni, og okkur hjónum
var ósjálfrátt litiö til heiöarinnar i átt að
Seljabrekku, aðsól skein þar á afmörkuðu
svæði yfir bænum. Kannski var það til-
viljun, — ég held ekki. Með þessum orðum
kveð ég og kona min tengdamóöur og
móöur, ásamt börnum okkar og barna-
börnum, sem kveðja ömmu og lang-
ömmu, og biðjum góöan Guö að blessa
hana um alla framtið.
Ingvar Axelsson.
islendingaþættir