Íslendingaþættir Tímans - 21.07.1979, Blaðsíða 7
Helgi Hallgrímsson
f. 14. aprll 1891 —d. 23. mal 1979
1 dag fer fram frá Dómkirkjunni útför
Helga Hallgrimssonar. Hann fæddist á
Grlmsstööum á Mýrum 14. april 1891 og
lést s.l. miBvikudag 23. mai 1979. Hann
var sonur Hallgrims Nlelssonar, bónda á
Grimsstöðum á Mýrum og Sigrlðar
Helgadóttur frá Vogi á Mýrum, konu
hans. Séra Haraldur Nlelsson, prófessor,
var föðurbróðir hans og margt dugnaöar-
fólk er I ættinni.
Helgi var kennari að mennt, en var
lengst af fulltrúi á skrifstofu Reykja-
víkurhafnar. Tók hann mikinn þátt I fé-
lagsmálum og var um langt árabil þing-
forseti Bandalags starfsmanna rlkis og
bæja. Fóru honum þau störf vel úr hendi,
enda röggsamur I forsetastóli og mælsku-
maður mikill.. Hann hugsaði mikiö um
þjóðfélagsmál og hélt oft erindi um þau I
útvarpiö. Hann var mikill tækifærisræöu-
maður og hafði yndi af aö flytja kvæði,
einkum kvæði Einars Benediktssonar,
sem hann kunni flest utanbókar.
Aðal áhugamál Helga var tónlistin.
Hann hafði góða söngrödd og lék vel á
píanó og orgel, m.a. við messur Haraldar
Nielssonar I Frikirkjunni. Hvergi kunni
hann betur við sig en þar sem tónlistin var
I heiðri höfö og var þá hrókur alls
fagnaðar. Helgi fékkst viö innflutning á
píanóum alla ævi allt fram til hins siöasta
og þar undi hann sér vel. Vildi hann leggja
sinn skerf til, að tónlistin væri iðkuð á
flestum heimilum. Einkum var honum
annt um, að unglingar heföu tækifæri til
að öðlast staðfasta grundvallarþekkingu I
tónlist.
Eiginkona Helga, Ólöf Sigurjónsdótt-
ir, lést fyrir nokkrum árum. Börn
þeirra eru Hallgrlmur tónskáld, Siguröur
forstjóri Flugleiða, Gunnar lögfræöingur
Flugleiða, Halldór forstjóri Ocean Har-
vest I Boston og Astríöum sendiherrafrú I
Washington.
Vinir Helga Hallgrimssonar munum
minnast hans sem alvörumanns og gleði-
manns og umfram allt sem góðs vinar. Ég
naut vináttu Helga um 30 ára skeið. Þótt
aldursmunur væri mikill, fannst mér
alltaf, aö við værum jafnaldrar. Svo
ungur var hann I anda og jákvæður I öll-
um sinum lifsviðhorfum.
Haföu þökk fyrir samveruna, kæri
tengdafaðir.
Hans G. Andersen
Frá fyrstu starfsárum minum viö Tlm-
ann minnist ég margra utanbæjarmanna,
sem komu á skrifstofu blaösins, til að
ræða við ritstjóra og blaöamenn um
áhugamál, sem þeir báru fyrir brjósti. Af
þessum mönnum eru mér fáir eða enginn
minnisstæðari en Hallgrimur Nielsson á
Grimsstöðum á Mýrum. I málflutningi
hans fóru saman svo mikil orðsnilld og
eldmóður, ásamt skörpum skilningi, að
erfitt var að andmæla honum, ef skoðanir
fóru ekki saman. Mér fannst ég jafnan
vera eitthvað rlkari eftir aö hafa rætt viö
Hallgrim. Það var gagnlegtungum manni
að fá leiðbeiningar og fræðslu, áminningu
og viöurkenningu frá manni eins og Hall-
grlmi Nielssyni.
Ég kynntist Helga syni hans ekki fyrr
en mörgum áratugum slðar, þegar hann
var orðinn nær hálfáttræöur. Aldurinn sá
þá ekki á honum. Hann var beinn I baki og
bar sig vel, manna höfðinglegastur I sjón.
Þó var meira um vert, aö arfurinn frá
Hallgrimi föður hans, andlegt fjör og
þróttur, málsnilld og skarpleikur, hafði
ekki látið á sjá. Það gat vel átt viö hann,
sem Helgi Hjörvar kvað um frænda hans,
Bjarna Ásgeirsson.
Glöggt hefur Mýramanna kyn
markað sér hinn væna hlyn.
Tvennan áttu ættargrip,
Egilsmál og Þorsteinssvip.
Helgi Hallgrímsson veröur ógleyman-
legur þeim mönnum, sem áttu þess kost á
að kynnast honum náiö. Andleg reisn hans
naut sin vel á gleöistundum, þegar hann
var hrókur alls fagnaðar og flutti orð-
snjallar ræöur eöa stjórnaði söng af lifi og
sál. En hann naut sin ekki slöur, þegar
alvaran kvaddi dyra. Þannig mun þaö
hafa verið á siöastliönum vetri, þegar
mikill harmur var kveðinn aö fjölskyldu
hans. Þá mun það hafa verið hinn nlræði
öldungur, sem var mest til hughreyst-
ingar.
Helgi Hallgrlmsson átti þvl láni að
fagna, að eignast fimm mannvænleg börn,
sem borið hafa hróöur lslands vltt um
lönd á sviði lista, viðskipta og dipló-
matiskra samskipta, þvi að það reynir oft
ekki minna á konu sendiherrans en sendi-
herrann sjálfan. Arfurinn frá Grlmsstöö-
um hefur reynzt endingargóður.
Helgi Hallgrlmsson hélt andlegri reisn
sinni til hinztu stundar. Við Ragnheiður
þökkum vináttu hans og drengskap um
leið og við vottum vandamönnum hans
samúð okkar við fráfall hans. Gott er aö
eiga minningu um slíkan mann.
Þ.Þ.
0 Jón Sigurgeirsson
veriö leikföng hans: Til að veiða, synda,
vaða og sigla. Sem smástrákur byrjaöi
hann að tipla yfir mjóu göngutrén á Hellu-
vaösánni og fara I handsmeygum kláf-
ferjunnar yfir Laxá. Seinna iökaði hann
sömu listir við ströngustu vatnsföll lands-
ins, Jökulsá á Fjöllum og Kreppu, og veit
ég aö ýmsum var þaö eitt ærin raun að
horfa á það atferli. Um langt skeið átti
hann gúmmlbát og ferjaöi menn og
skepnur yfir þessar ár eftir þörfum.
J6n er stór vexti og karlmenni til orðs
og æðis. Hann þekkir ekki víl eða ótta, er^
áræöinn, ihugull og rasar ekki um ráö
fram.
Þessir kostir ásamt hinni miklu við-
skiptagleði við náttúruna eru höfuðkostir
hins snjaila feröamanns Jóns Sigurgeirs-
sonar. En þeir hafa kaUaö hann tU fleiri
starfa ogdáða. 1 marga áratugi, eða fram
undir síöustu ár, hefur hann verið sjálf-
kjörinn liösmaður við að bjarga mönnum
og skepnum úr háska, meiri eða minni,
ýmist gangandi, akandi eða á gúmmlbát
slnum og lagði þar við eigið lif á stundum.
Dæmin eru mýmörg og sjálfsagt flest
óskráö. Þekktastur er björgunar-
leiðangurinn á Vatnajökul eftir Geysis-
slysið. — Eitt er víst: Þegar menn fréttu
að Jón Sigurgeirsson væri lagður af stað
til þess aö bjarga þeim eða þvl, sem
bjarga þurfti, vörpuöu þeir öndinni léttar
og vissu að nú væri málinu borgið.
Jón var I mörg ár meðal forystumanna I
dýraverndunarfélagi Akureyrar og sér-
stakur verndari óskila — og Utigangs-
dýra, raunar bæöi i lifi þeirra og dauða.
Ég býst ekki við að mér hafi tekist aö
tiunda öll áhugasvið og viöfangsefni
þúsundþjalasmiösins frá Helluvaði þessi
liðnusjötiu ár, enég læt hér staðar numið.
Ég er þess fullviss, aö margir mundu
vilja minnast þessara tfmamóta við Jón
Sigurgeirsson. Fyrir mfna hönd og þeirra
þakka ég honum fyrir trausta og góða
samfylgd á fjöllum og förnum vegi
daglegs Hfs og bið hann heilan og lengi
lifa.
8. j lilf 1979
Asgeröur J ónsdóttir
íslendingaþættir
7