Íslendingaþættir Tímans - 21.07.1979, Síða 4

Íslendingaþættir Tímans - 21.07.1979, Síða 4
100 ára Jóhanna Ólafsdóttir Allir þekkja þaB hve einstök atvik verða manni stundum minnisstæö. Greinilega man ég þann dag, þegar ég kom fyrst að Breiðholti. Það eru nærrifjörutiu ár siöan og voru foreldrar minir þá nýfluttir I Kópavog. Býlið Breiðholt blasti við, í nokkurri fjarlægö þó,enda var ekki þétt- býli í Kópavogi i þá daga, og einn góöan veðurdag fórum viö mæðgurnar þangað i heimsókn þvi móðir min þekkti hjónin sem þar bjuggu þau Þorleif Jónsson og Jóhönnu Ölafsdóttur — hafði verið kaupa- kona hjá þeim vestur i Dölum mörgum árum áður. Vel var tekiB á móti okkur I Breiðholti, enda rlkti þar hin gamla góða islenzka gestrisni, ogþóttimér mikiötil þess koma þegar ég oftsinnis siðar meir kom að Breiðholti, er fyrir mig, krakkann, voru settir hrokafullir diskar af meðlæti — og pönnukökunum hennar Jóhönnu gleymi ég aldrei. Þvi er ég að rif ja þetta upp nú,aö þann 25. okt. 1978 átti Jóhanna ólafsdóttir hundrað ára afmæli. Hún fæddist að Tjaldbrekku i Hraunhreppi þann 25. okt. 1878. Foreldrar hennar voru Ólafur Eyleifsson ættaöur úr Lundarreykjadal. og kona hans, Jóhanna Steindórsdóttir, ættuð úr Laxárdal i Dölum. Tjaldbrekka var við bótn Hltardals og var i byggð frá 1840-90. Sigurður Jónsson ömmubróðir Jóhönnu settist þar að árið 1839 ásamt konu sinni, Hólmfriöi Einars- dóttur, ogkomu þau þar upp átta börnum. Svo afskekkt var býlið að 3—4 klst. lesta- ferð var til næstu bæja i Hitardal eða Daiasýslu og leiðin þar aö auki seinfarin og torsótt, enda var yfir vegleysur að fara. Jónanna ólst upp hjá foreldrum sinum til fermingaraldurs, fyrst aö Tjaldbrekku og siöar að Syrði-Skógum, en þar bjuggu þau til 1888, en fóru þá I vinnumennsku og síðar húsmennsku. Um tildrög þess, aö foreldrar Jóhönnuhættu búskap segir svo i bókinni„Bóndinn á heiðinni” eftir Guð- laug Jónsson: „A þessum árum gerði fjárkláöinn bændum þungar búsif jar vfös vegar á landinu, og bændur á ósýktum svæðum voruf sifelldum ótta um, að þessi vágestur mundi berja aö dyrum, 'er minnst varöi. Allir voru þá varnarlausir fyrir þessum ófögnuði og þekktu engin ráð tillækningar ákláðanum.Lokstóku menn það ráð ef ráð skyldi kalla, að skera fénaðinn niður, þar sem kláðinn gerði vart viösig jafnvel I heilum sveitum. Nú bar svo við, aö Ólafur á Tjaldbrekku fékk kindur tvær eða þrjár, sunnan úr Lundar- reykjadal. Þær voru heilbrigðar, að þvi er vitað var, en sögur gengu um fjárkláða I BorgarfirBi. Sveitungar ólafs töldu fé sitt ósýktaf kláöanum enóttuðust mjögað nú, meö þessum aöfluttu kindum, væri kláð- inn fluttur i sveitina. Fóru þeir nú fram á það við Ólaf, að hann skæri niður fé sitt. Var hann tregur til, sem vonlegt var, þar sem engin sáust merki þess, að aðfluttu kindurnar væru sjúkar. Þar kom þó um siðir, að hann lét undan ásókn bændanna, með þvi að þeir lofuðu honum fullum bót- um Ilifandi fé, ef hann léti að vilja þeirra. En er til kom reyndust efndirnar á þvl allar i molum, og útkoman varð sú, að Ólafur fékk ekki skaða sinn bættan, nema að litlu leyti. Þetta var þungt áfall fyrir fátækan ómagamann. En Ólafur lét samt ekki bugast að sinni. Svo kom harðinda- áriö og fjárfellirinn 1882 og hjó annað djúpt skarð I fjárstofninn. Þá gafst Ólafur upp við búskapinn á Tjaldbrekku og færði sig niöur i sveitina að Syðri-Skógum, sem fyrr segir. En aldrei gat hann samt reist við fjárhag sinn eftir þetta. Eftir fermingu var Jóhanna I vinnumennsku á ýmsum stöðum siöast I Hitardal. Þar kynntist hún Þorleifi Jónssyni, sem ólst þar upp frá þvi hann var misseris gamall hjá hjónunum Jóni Hannessyni og Þóru Magnúsdóttur. Foreldrar Þorleifs, Jón Þorsteinsson og Solveig Bjarnadóttir, fluttust.til Ameriku áriö 1886 ásamt börn- um sinum öllum, nema Þorleifi. Þau Þorleifurog Jóhanna hófu búskap i Hitardal árið 1901 en bjuggu siðan lengst af i Selárdal i Dalasýslu og Höfða I Hnappadalssýslu, unz þau fluttust til Reykjavikur árið 1934. Þar bjuggu þau fyrstað Vestra-Langholti I tvö ár en fluttu siðan að Breiðholti þar sem þau bjuggu ásamt Guðmundi syni sinum til ársins 1954, en 19. okt. það ár lézt Þorlqifur. Guð- mundur bjó I Breiöholti til 1958 en leigði siðan jörðina i tvö ár. Þá lauk aldalangri sögu Breiðholts sem bújarðar, en nú eru fjölmennustu hverfi Reykjavikur risin i landi Breiðholts. Jóhanna og Þorleifur eignuðust niu börn. Tvö misstu þau ung, en sjö komust upp, synirnir Guömundur, Þorkell, Kristján og Jón og dæturnar Sólveig, Jóhanna ogKristinEru þau öll á lifi nema Guðmundur, sem lézt 1960. Ennfremur ólu þau upp tvö fósturbörn, Þórarin Ólafs- son, bróðurson Jóhönnu og Þorgerði Hönnu Haraidsdóttur. Eftir lát Þorleifs hefur Jóhanna lengst af dvalið á heimili fósturdóttur sinnar, en siðustu fimm árin hefur hún verið hjá dóttur sinni, Kristinu. 1 desember s.l. varð hún fyrir þvl slysi að detta og mjaðmargrindarbrotna. Fór hún þá á Landspitalann og þaðan á hjúkrunar- deildina i Hátúni 10B og þar hefur hún verið siðan. Enn sem fyrr er gott að koma til Jóhönnu. Minnið er furðu gott og hún hefur frá ýmsu að segja,enda skeður margt á langri ævi. Þegar fólk er orðið svo til rúmliggjandi sjónin ekki meiri en svo að rétt sér mun dags og nætur hljóta dagarnir aö veröa langir, en Jóhanna kvartar ekki. Astúöin oghlýjan, sem umlykur mann, er enn hin sama og manni liöur vel hjá henni. Aö lokum vil ég þakka Jóhönnu fyrir gömul og góð kynni og óska þess aö henni megi liða sem bezt um ókominn tima. Nú dagur þver og nálgast nótt, til náða sem að kveður drótt, ó faðir, ljóss og alis sem er, gef öilum frið og hviid I þér. Steingrimur Thorsteinsson Jóh. Bj. Rétt við mörk Hnappadals- og Mýrar- sýslu er Hítarvatn umkringt hrikalegum fjöllum á alla vegu. Nú á dögum leggja þangað leiö sina sporglaðir náttúru- unnendur og veiðiglaöir fiskimenn ásamt nokkrum vanalegum ferðalöngum. Þeir rölta þarna um og anda að sér þessari friösælu öræfakyrrð, sem steituþjáðum 20. aldar börnum er svo kærkomin. Ef til vill rekst einhver þeirra á litla bæjarrúst mjög gróna en vel sýnilega. Hann stansar trúlega og veltir vöngum. 4 Islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.