Íslendingaþættir Tímans - 29.03.1980, Blaðsíða 4
Efemía Gísladóttir
frá Halldórsstöðum
Vaktu minn Jesú, vaktu I mér,
vaka láttu mig eins i þér,
sálin vaki, þá sofnar lif
sé hún ætíö i þinni hlff.
Þessi orö skagfirzka skáldsins, sem
hvarf af jaröneskum heimi fyrir meir en
300 árum, koma oss i hug, þegar Efemla
Gisladóttir er öll. Séra Hallgrfmur sat tíö
um á eintali sálarinnar. Hinn ósýnilegi
viðmælandi hans um llfsvandann og
dauöans óvissa tfma, léöi skáldgáfu hans
snilli spámannsins, og guðdómlegum
straumi var veitt á alfaraleiö lifsins.
Yfirskyggöur þjónn Guðs og mannanna
kom I sigildu ljóöi af fundi andans.
Drottinn Kristur vakti f sálu hans neist-
ann, sem aldrei er slökkur meö Islend-
ingum, en vakir I þjóöarvitundinni eins
og eilffur vitnisburöur um lifiö f sköpun
Guösá jöröu og himni . Visuoröin: sálin
vaki, þá sofnar lif, er oss heilagt mál viö
dáins beö. Og viö hinztu kveöju helgiletur
hjartans þessi bæn: sé hún ætið I þinni
hlif. Það veröur bjart um manninn, hvar
sem hann fer, þegar þessi orö lýsa hug-
ann. Og hann ris til andlegrar skynjunar
á þvi, aö Guö er allur heimur, eins I lágu
og háu, og'aö jaröarbarniö á þar hlut-
deild, variö af vöku andans I br jósti sér,
á leiö sinni I dauölegum heimi til hins
óræöa og eilifa. Orö postulans um anda
Guös I sálu mannsins eru hinn ófölnandi
blómsveigur trúarvissunnar um lffiö
eftir þetta lif, um ódauöleika-veruna,
sem vér vöknum til, þá sofnum vér burt
úr heimi. Þau eru skilningssvar skálds-
ins viö þeirri tilfinning, aö Kristshelgun-
in vakir I huga hans, eins og þau opin-
bera oss dýröina Drottins i leyndar
dómi hinnar eilifu skynjunar: þú átt, þú
átt aö lifa.
Þannig höldum ve’r ekki aöeins vöku
vorri I trú, en völdum þvi aö vita, aö lif
mannlegt endar skjótt, og hugsunin um
dauðans óvissa tima er oss lifandi veru
leiki um eilifö bak viö árin. Kriststrúin I
sönnun upprisu sálarinnar I afturelding
hins nýja dags, er oss þvi vakandi lifs-
hamingja, þroskandi þáltur I uppistööu
vefsins marglita og fjölþætta. Timinn
slær hann ár og siö. En, þegar hann
hættir og silfurþráöurinn, sem bindur
likama og sál er slitinn, sjáum vér I skin-
andi heiöiö yfir vöku hins eilffa fram-
halds.
Hér eru áfangaskil og skeiöi hinnar
jarönesku byrjunar á eilifö Efemíu
Glsladóttur lokiö. Skulum vér þvi horfa
4
aftur um stund og skoöa fagurgerðan
lifsvef hinnar mikilhæfu og gæfusömu
konu.
Hún var fædd á Stóru-Seylu I Glaum-
bæjarsókn hinn 4. mars 1902, annað barn
hjónanna Gisla Benediktssonar og Ingi-
bjargar Björnsdóttur, er síöar bjuggu
lengi á Halldórsstöðum á Langholti.
Stóöu aö þeim merkir ættstuölar sem hér
er vart tóm aö rekja nema aöeins I litlu
einu, og þar vikiö að séra Magnúsi I
Glaumbæ. Hann kom noröur i Skagfjörö
fyrir réttum tveimur öldum. 24 ára Skál-
holtsstúdent, sveinn Jóns biskups Teits-
sonar. Herra biskup var hinn skammlif-
asti á Hólastóli, er hann lést rúmu ári
eftir komuna noröur, en Magnús stúdent
átti hins vegar langa framtfö fyrir hönd-
um nyröra. Hann var við ýmis störf og
búskap, uns hann vígðist aö Hvammi I
Láxárdal 1786. Var hann þar prestur
siöan i 28 ár, en frá 1814 I Glaumbæ til
dauöadags 1840. Viöburðarlk saga þessa
Sunnlendings, sem átti nær 60 æviár I
Skagafirði I gleöi og sorgum, erfiðleikum
og sigrum, skal ekki rifjuö upp aö sinni,
en hins getiö, aö hann átti 13 börn, og er
þaöan kominn fjöldi fólks. Þó aö dætur
hans af siöara hjónabandi flytti raunar
ailar úr héraöinu og ófáir niöjar hans
færi vestur um haf, en aörir dreiföist um
heimalandiö smám saman, er mikill ætt-
bogi af honum kominn f Skagafiröi og þar
marga aö telja, karla og konur, mikil-
hæfa og merka og kunna af framkvæmd I
búnaöi og forgöngu í menningu. — Eitt
barna séra Magnúsar, og siöari konu
hans, Sigriöar Halldórsdóttur Vldalins á
Reynistaö, var Einar bóndi á Húsabakka
og Krossanesi. Hann kvæntist Efemfu
Gisladóttur, systur Konráös prófessors I
Kaupmannahöfn, og voru þau börn Gísla
Konráðssonar sagnaritara og skálds.
Meöal barna þeirra hjóna voru Indriöi
stjórnfræöingur og skáld og Ingibjörg
húsfreyja á Syöra-Skörðugili á Lang-
holti, kona Benedikts Kristjánssonar
bónda þar. GIsli á Halldórsstööum var
sonur þeirra. Honum er svo lýst, aö hann
væri snarmenni og harðfylginn sér allt
um fremur tæpa heilsu, og fram-
kvæmdir hans aö byggingum á Halldórs-
stööum svo miklar og vel að staöiö, aö
athygli vakti, en orö gert á ’þrifnaöi ’í
búnaöi. Ingibjörg kona hans var neiaur
eigi heilsusterk, kona tíguleg ásýndum
og mikilvirk. Þau létu jörð og bú á Hall-
dérsstööum I hendur barna sinna 1936,
þrotin aö kroftum, og lést Ingibjörg
aðeins ári siðar, en Gisli 1941.
Efemfa var farin frá Halldórsstööum,
þegar foreldrar hennar hættu búskap.
Hún giftist Felix Jósafatssyni frá
Stóru-Gröf hinn 21. júli 1929, og bjuggu
þau fyrstu árin f sambyli á Halldórsstöö-
um, en tóku Húsey f Vallhólmi á leigu frá
fardögum 1932. Þar bjuggu þau I 23 ár viö
batnandi hag og barnalán, uns þau fluttu
i nýreist hús sitt austan I Reykjarhóln-
um, er þau nefndu Sunnuhliö, stórt og
vandaö. Búskapur þeirra I Húsey var
ótrúlega gagnsamur, þegar haft er I
huga, aö jaröarafgjaldiö, einkum fyrstu
árin var svimandi hátt. Uröu þau þó I
Húsey til frambúöar og við þann staö
voru þau löngum kennd og börn þeirra.
Heimiliö var friösetur gæfusamrar fjöl-
skyldu, sem orö fór af fyrir mannrækt og
prúöa háttu á alla grein. Attu þau hjónin
þar jafnan hlut aö I viröing hvors annars
og kærleiksrikri sambúð. I nær 45 ára
hjúskap talaöi Felix aldrei höstugt orö til
konu sinnar, en kæmi þaö fyrir, aö
áhugakrafturinn bæri Efemlu hiö
minnsta af vegi hins sameiginlega hóg-
væröaranda dagllfsins, stóöu þau enn
fastar saman og brostu af innileik og
ástúö. Meö sllkum hjónum
var hollt aö vera. Þau voru ein sál og
einn maöur, fágæt aö fyrirdæmi. Var þaö
enn meir um vert, aö barnmargt var
íslendingaþættir