Íslendingaþættir Tímans - 21.06.1980, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 21.06.1980, Blaðsíða 1
ISLEIMDIIMGAÞÆTTIR Laugardagur 21. júni — 21. tbl. 1980 TIMANS Jóhann Hafstein fyrrv. forsætisráðherra Islensk stjórnmál hafa oft á tlöum veriö æöi stormasöm, þaö jafnvel svo aö svifti- vindar þeirra hafa ofreynt heilsu margra forustumanna I stjórnmálum, svo aö starfssaga þeirra varö skemmri en aldur sagöi til. Þann 15. mal s.l. lést Jóhann Hafstein fyrrverandi forsætisráöherra eftir lang- varandi veikindi. Meö honum er fallinn I valinn fyrir aldur fram einn af forustu mönnum Islenskra stjórnmála á slöustu áratugum. Jóhann Hafstein fæddist á Akureyri 19. september 1915. Foreldrar hans voru hjónin JUlIus Hafstein sýslumaöur og kona hans Þórunn Jónsdóttir Hafstein. Jóhann var stUdent frá Menntaskólanum á Akureri og cand.jur. frá Háskóla íslands 1938. Aö lögfræöiprófi loknu stundaöi hann framhaldsnám I þjóöar- rétti viö háskóla 1 London. Jóhann kvæntist 1938, eftirlifandi konu sinni, Ragnheiöi, dóttur Hauks Thors og konu hans Sofflu Hannesdóttur Hafstein. Þau eignuöust þrjá syni, sem allir eru á llfi. Þegar á skólaárum slnum hóf Jóhann afskipti af stjórnmálum og hlaut trUnaöarstörf hjá fylgismönnum Sjálfs- stæöisflokksins og skólasystkinum sfnum, sem formaöur stúdentaráös 1936-1937 og fyrsti formaöur Vöku, félags lýöræöis- sinnaöra stUdenta. Ariö 1939 geröist hann erindreki og I framhaldi af þvl fram- kvæmdastjóri Sjálfstæöisflokksins. Þessum störfum gengdi hann þar til hann varö bankastjóri íJtvegsbankans 1952. A þessum árum var Jóhann kosinn formaöur I stjórn Heimdallar og Sambands ungra sjálfstæöismanna. Segja má meö réttu, aö Jóhann hafi veriö kjörinn af flokksbræörum slnum til flestra þeirra trúnaöarstarfa, sem þeir höföu yfir aö ráöa, og hans tlmi leyföi. Ariö 1946 veröa þáttaskil I lifi Jóhanns Hafstein. Þaö ár er hann kjörinn einn af alþingismönnum fyrir Sjálfstæöisflokkinn I Reykjavik og gegndi þvl starfi til ársins 1978. A þessum sama ári var hann einnig kosinn I borgarstjórn og siöar borgarraö Reykjavlkurborgar, þar sat hann næstu þrjU kjörtimabil. Jóhann geröist fljótt áhrifamaöur I þingflokki sinum. Forseti Neöri deildar Alþingis varö hann 1959, þann 14. nóvember 1963 tekur hann sæti I rlkis- stjórn Bjarna Benediktssonar sem dóms- kirkju-og iönaöarráöherra. Sem ráöherra I þeirri rlkisstjórn beitti Jóhann sér fyrir umbótum m.a. I lönaöarmálum. Hann haföi frumkvæöi aö uppbyggingu stóriöju hér á lanði og fleiri þættum, er varöaöi atvinnumál. Þegar fráfall Bjarna Benediktssonar bar aö óvænt og snögg- lega I jUli 1970, féll þaö I hlut Jóhanns Hafstein aö taka viö forsæti þeirrar rlkis- stjórnar. Þann 10. október sama ár myndaöi hann nýja rikisstjórn, sem gegndi störfum til 14. júli 1971. Jóhann Hafstein var kjörinn varaformaöur Sjálf- stæöisflokksins zl965, þaö féll þvi I hans hlut aö taka viö formannssæti I Sjálf- stæöisflokknum 1970 eftir fráfall Bjarna Benediktssonar. Eins og fram hefur komiö I því, sem ég hef sagthér aö framan, haföi Jóhann Haf- stein notiö þess trausts, aö hann var af Sjálfstæöisflokknum kjörinn til þeirra mestu trúnaöarstarfa, sem þau höföu yfir aö ráöa vegna Sjálfstæöisflokksins og þjóöarinnar. Jóhann Hafstein haföi vegna hæfileika sinna og dugnaöar ætlö reynst þeim trúnaöi veröur, er hann naut hjá samherjum sinum, m.a. af þeim ástæöum féll forusta Sjálfstæöisflokks I hans hendur áriö 1970. Jóhann Hafstein sagöi af sér formennsku I Sjálfstæöisflokknum 1973 vegna heilsubilunar. Stjórnmál eru oft sótt og varin af mikilli hörku. Jóhann Hafstein var haröur pólitlskur andstæö- ingur, þaö þekki ég af eigin raun. Hinsvegar kynntist ég þvl einnig, aö Jóhann var drengilegur I sókn og vörn. Hann haföi til aö bera góöa samnings- hæfileika og var laginn aö setja niöur deilur milli pólitlskra andstæöinga, sem forseti Neörj deildar naut hann þessa trausts samþingmanna sinna. Ég hef öruggar sagnir af þvi frá þeim, sem tóku þátt I erfiðum millirlkjasamningum meö honum.aö lagni Jóhanns og örugg forusta vakti athygli. Enda þótt persónuleg kynni okkar Jóhanns Hafstein væru ekki mikil utan átaka I stjómmálum, voru þau þó þaö, aö ljóst var, aö viö áttum tiltölulega auövelt meö aö vinna aö lausn mála sameiginlga. Jóhann haföilétt og gott skap, þó skapstór væri, og gat veriö skemmtilegur á gleöi- stundum. Hann haföi eðli til aö greiöa úr fyrir þeim, sem á þurftu aö halda. Vinsamleg framkoma hans viö þá, sem meö honum störfuöu og viö hann höföu samskipti, sköpuöu hjá þeim traust til hans og hlýju. Jóhann Hafstein haföi I gegnum uppeldi sitt, menntun og slöar störf, mikil kynni af þjóöinni, sem áttu sinn þátt I aö skapa honum traust og frama. Þau kynni geröu honum mun auöveldara aö leysa mál flokksins og þjóöar. Llfsskoöanir skipta mönnum I óltka stjórnmálaflokka. Vegna þess dregskapar, sem ég kynntist I pólitískum átökum viö Jóhann Hafstein, minnist ég hans aö leiðarlokum meö þakklæti I huga . Ekkju Jóhanns, frú Ragnheiöi og sonum þeirra, færum viö hjónin samúöar- kveöjur. Halldór E. Sigurösson.

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.