Íslendingaþættir Tímans - 21.06.1980, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 21.06.1980, Blaðsíða 1
ÍSLENDINGAÞÆTTIR Laugardagur 21. júní — 21. tbl. 1980 TIMANS Jóhann Haf stein fyrrv. forsætisráðherra Islensk stjórnmál hafa oft á tlöum veriö æði stormasöm, þaö jafnvel svo aö svifti- vindar þeirra hafa ofreynt heilsu margra forustumanna i stjórnmálum, svo aö starfssaga þeirra varö skemmri en aldur sagöi til. Þann 15. mai s.l. lést Jóhann Hafstein fyrrverandi forsætisráðherra eftir lang- varandi veikindi. Meö honum er fallinn I valinn fyrir aldur fram einn af forustu mönnum islenskra stjrtrnmála á síöustu áratugum. Jdhann Hafstein fæddist á Akureyri 19. september 1915. Foreldrar hans voru hjónin JUlIus Hafstein syslumaour og kona hans Þórunn Jónsdóttir Hafstein. Jóhann var student frá Menntaskólanum á Akureri og cand.jur. frá Háskóla íslands 1938. Aö lögfræöipröfi loknu stundaöi hann framhaldsnám i þjóöar- rétti viö háskóla i London. Jóhann kvæntist 1938, eftirlifandi konu sinni, Ragnheiði, dóttur Hauks Thors og konu hans Soffiu Hannesdóttur Hafstein. Þau eignuöust þrjá syni, sem allir eru á lífi. Þegar á skólaárum slnum hóf Jóhann afskipti af stjórnmálum og hlaut trUnaðarstörf hjá fylgismönnum Sjálfs- stæðisf lokksins og skólasystkinum slnum, sem formaður stúdentaráðs 1936-1937 og fyrsti formaður Vöku, félags lýöræðis- sinnaðra stUdenta. Arið 1939 gerðist hann erindreki og I framhaldi af þvl fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Þessum störfum gengdi hann þar til hann varð bankastjdri Útvegsbankans 1952. A þessum árum var Jtíhann kosinn formaður I stjórn Heimdallar og Sambands ungra sjálfstæðismanna. Segja má meö réttu, aö Jóhann hafi verið kjörinn af flokksbræðrum slnum til flestra þeirra trUnaðarstarfa, sem þeir höfðu yfir að ráða, og hans tlmi leyfði. Arið 1946 veröa þáttaskil I lifi Jóhanns Hafstein. Það ár er hann kjörinn einn af alþingismönnum fyrir Sjálfstæöisflokkinn ' Reykjavlk og gegndi þvi starfi til ársins 1978. A þessum sama ári var hann einnig kosinn I borgarstjórn og siðar borgarrað Reykjavlkurborgar, þar sat hann næstu ÞrjU kjörtlmabil. Jtíhann gerðist fljótt áhrifamaöur I þingflokki slnum. Forseti Ne&ri deildar Alþingis varð hann 1959, þann 14. ntívember 1963 tekur hann sæti I rfkis- stjtírn Bjarna Benediktssonar sem dúms- kirkju-og iönaðarráöherra. Sem ráðherra I þeirri rikisstjórn beitti Jóhann sér fyrir umbtítum m.a. I fðnaðarmálum. Hann hafði frumkvæði að uppbyggingu sttíriöju hér á landi og fleiri þættum, er varðaði atvinnumál. Þegar fráfall Bjarna Benediktssonar bar að tívænt og snögg- lega I jUli 1970, féll það I hlut Jóhanns Hafstein að taka við forsæti þeirrar rlkis- stjdrnar. Þann 10. október sama ár myndaði hann nýja rlkisstjórn, sem gegndi störfum til 14. júli 1971. Júhann Hafstein var kjörjnn varaformaöur Sjáif- stæðisflokksins zl965, það féll þvi I hans hlut að taka við formannssæti I Sjálf- stæöisflokknum 1970 eftir fráfall Bjarna Benediktssonar. Éins og fram hefur komið I þvl, sem ég hef sagthér að framan, hafði Jtíhann Haf- stein notið þess trausts, aö hann var af Sjálfstæðisflokknum kjörinn til þeirra mestu trUnaöarstarfa, sem þau höfðu yfir að ráða vegna Sjálfstæðisflokksins og þjtíðarinnar. Jtíhann Hafstein hafði vegna hæfileika sinna og dugnaðar ætlð reynst þeim trUnaði veröur, er hann naut hjá samherjum slnum, m.a. af þeim ástæðum féll forusta Sjálfstæðisflokks I hans hendur árið 1970. Jtíhann Hafstein sagði af sér formennsku I Sjálfstæðisflokknum 1973 vegna heilsubilunar. Stjórnmál eru oft stítt og varin af mikilli hörku. Jóhann Hafstein var harður pólitískur andstæð- ingur, það þekki ég af eigin raun. Hinsvegar kynntist ég þvl einnig, að Jrthann var drengilegur I sókn og vörn. Hann hafði til að bera gtíða samnings- hæfileika og var laginn að setja niður . deilur milli politiskra andstæðinga, sem forseti Neðri deildar naut hann þessa trausts samþingmanna sinna. fig hef öruggar sagnir af þvi frá þeim, sem ttíku þatt f erfiðum millirikjasamningum með honum.að lagni Júhanns og örugg forusta vakti athygli. Enda þtítt perstínuleg kynni okkar Jtíhanns Hafstein væru ekki mikil utan átaka istjdrnmdlum, voru þauþtí þaö, að ljtíst var, að við áttum tiltölulega auðvelt með að vinna að lausn mála sameiginlga. Jtíhann hafði létt og gott skap, þtí skapstúr væri, og gat verið skemmtilegur á gleði- stundum. Hann hafði eðli til að greiða Ur fyrir þeim, sem á þurftu að halda. Vinsamleg framkoma hans við þá, sem með honum störfuðu og við hann höföu samskipti, sköpuðu hjá þeim traust til hans og hlyju. Jóhann Hafstein hafði I gegnum uppeldi sitt, menntun og slðar störf, mikil kynni af þjoðinni, sem áttu sinn þátt I að skapa honum traust og frama. Þau kynni gerðu honum mun auðveldara að leysa mál flokksins og þjtíðar. Llfsskoðanir skipta mönnum I tíllka stjtírnmálaflokka. Vegna þess dregskapar, sem ég kynntist I pólitlskum átökum við Jrthann Hafstein, minnist ég hans að leiðarlokum með pakklæti I huga. Ekkju Jóhanns, frú Ragnheiði og sonuni þeirra, færum viö hjönin samUðar- kveðjur. Halldór E. Sigurðsson.

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.