Íslendingaþættir Tímans - 21.06.1980, Blaðsíða 6

Íslendingaþættir Tímans - 21.06.1980, Blaðsíða 6
Þór ður Bjarnason bóndi i Meiri-Tungn Fæddur 12. mai 1909 Dáinn 1. jdni 1980 Farinn er tilfeBra sinna Þóröur Bjarna- son bóndi i Meiri-Tungu, þriöji maöur karlleggs, sem kom þangaö fyrir 133 ár- um, en sjötti karlleggs, sem kom i Holtin fyrir 262 vetrum, meö Filippusi Gunnars- syni, presti I Kálfholti. Allir voru þeir langfeögar meö sama marki brenndir: Greindir, gætnir og þol- góöir merkismenn. Virtir vel i sveit sinni og heiöurskarlar. Þóröur var — þvi miöur —, endir slns karlleggs, þótt ættin haldi áfram aö lifa meö bróöursonum hans og þeirra niöjum. Þvf sýnist, um leiö og hann er kvaddur, fara vel á, aö lita yfir feril þessara mætu feöra hans. 1. Filippus prestur Gunnarsson (1693- 1779) var sonur Gunnars Filippussonar, sem bjó I Bolholti á Rangárvöllum fyrir og eftir aldamót 1700. A þorra 1711 átti hann annaö stærsta sauöfjárbú i Rangár- þingi: 364 kindur, aö mestu á útigangi. Hann átti þá einnig 13 hross tamin, 8 kýr og 3 naut, auk tryppa og kálfa. Fellivetur 1715 hefur eflaust stórskert bústofn hans. Ari siöar hvarf hann úr Lögréttu og llk- lega Ur Rangárþingi. Kannski flutti hann suöur í Hafnir, og þar bjó sonur hans siö- ar. En 1733 er Gunnar skráöur bóndi i Kálfholti. Séra Filippus kom aö Kálfholti 1718 og var þar prestur til 1760. Virtist þá hafa horfiö frá prestskap vegna sjóndepru. Flutti þá aö Hárlaugsstööum og bjó þar nokkur ár. Hann þótti litill latinu-maöur, en listaskrifari var hann og liklega smiö- ur. Hann bjó fyrst mörg ár i barnlausu hjónabandi. Atti svo Vilborgu Þóröardótt- ur Skálholtsráösmanns i Háfi, Þóröarson- ar, og meö henni 4 börn. Rannveig dóttir hans tvigift bjó I Selvogi fyrst, en siöar I Hafnarfiröi, meö Bjarna kaupmanni Sívertsen, siöari bónda sinum. Synir prests þrlr uröu merkisbændur: Gunnar smiöur á Sandhólaferju, Stefán á Bjalla og viöar á Landi, bjó rúm 40 ár. „Fróöur skýr og skikkanlegur” og eignaöist þar*“ marga afkomendur. Ennþá búa þrlr afkomendur hans I Landsveit: Hlööver á Hellum, Arnþór á Bjalla og Brynjólfur á Lækjarbotnum. Jón hét þriöji bróöirinn og bjó á Brekkum i Holtum, lengi hrepp- stjóri Holtamanna og lögréttumaöur um 12 ára bil. Frá syni hans og fjórum dætr- um eru ættir komnar. Niöjar hans eru enn á Bjargi, Efri-Hömrum, Marteinstungu 6 og margir I Helluþorpi. Dætur hans voru: Styrgeröur á Bjólu, Elin i Litlu-Tungu, Vilborg i Rifshalakoti og Guörún kona séra Páls Jónssonar skálda. Þorsteinn sonur Jóns bjó á Arbæ en siöast þrjú ár á Brekkum og dó fyrir aldur fram. 2. Gunnar Fiiippusson (1738-1805) bjó fy rst 22 ár I Sauöholti, siöan 12 ár á Sand- hólaferju og andaöist þar 67 ára gamall. Hann er viöa kallaöur „smiöur” og hefur þvi liklega veriö læröur, utan eöa innan- lands. Hann var efnabóndi. Auk góös bús átti hann Sandhólaferju, 30 hundruö aö fornu mati bg bjó einn á henni. Hann átti Þórunni Ingimundardóttur prests i Gaul- verjabæ Gunnarssonar. Þau voru bræöra- börn. Fjórir synir þeirra eiga niöja: Ingi- mundur prestur á Olafsvöllum, Glimu- Bjarni á Sandhólaferju, Guömundur I Rifsahalakoti og Jón I Hamrahól. Niöjar Gunnars voru um eitt skeiö kallaöir: Ferjuætt. 3. Bjarni Gunnarsson (1779-1866) Hann bjó á „Ferju” 40 vetur og mun hafa verið góöur bóndi. Var smávaxinn, en eld- snarpur glimukappi og kallaður Glimu- Bjarni. Hann átti Valdisi Jónsdóttur I Sauöholti Gislasonar, og mat hana mikils. Atta af niu börnum þeirra giftust og bjuggu I Holtum. Sex þeirra systkina eiga afkomendur: Jón bóndi I Moldartungu, Gunnar bóndi á Sandhólaferju, Guörún kona Filippusar Jónssonar á „Ferju”, Bjarni bóndi I Háfshjáleigu, Filippus á Efri-Hömrum og Vigfús á Hárlaugsstöð- um. Þórunn kona séra Jóns Brynjólfsson- ar fæddi eigi börn. En Katrin kona Vigfús- ar i Asi átti dætur, sem dóu barnlausar. 4. Jón Bjarnason (1811-1877). Hann bjó fyrst tvö ár á Sandhólaferju, en þvi næst 30 ár I Moldartungu. Hann bjó lengst af snotru meðalbúi, sem mundi aö visu þykja smátt bú núna. Var hófsemdar- og eljumaöur og sagöur ljúfmenni. Var margar vertiöir formaöur á skipi Sigurö- ar prests i Hraungeröi. Fyrir nlsku prests var þaö svo illa búiö, aö eigi fengust há- setar á þaö, aörir en strákar og hálfgaml- ir karlar, sem áttu ekki betri kosta völ. Þrátt fyrir þaö farnaðist Jóni vel og þótti fiska furöanlega. Um hann var kveöin þessi formannsvisa. Jón frá — tungu Moldar — má mastralunginn reyna. Hafs á bungu heldur sá hýr meö unga sveina. Jón bjó mörg ár með bústýru og beið brúðar sinnar, sem var honum 21 ári yngri. Hún hét Salvör Þorsteinsdóttir bónda á Arnkötlustööum, Runólfssonar. Dætur þeirra Valdis og Salvör dóu á tvitugsaldri. En synir þeirra Þorsteinn og Bjarni uröu háaldraöir. Þeir voru tólf og fjórtán ára, er faöir þeirra dó. Bjuggu fyrst mörg ár meö móöur sinni, en aö henni látinni félagsbúi uns báðir voru kvæntir. Þorsteinn (1863-1953) var 60 vet- ur talinn fyrir búi i Moldartungu. Hann átti Þórunni Þóröardóttur I Hala Guö- mundssonar, ljósmóður og mikla gæöa- konu. Þau áttu þrjú börn og tvö dóttur- börn. Þorsteinn var glaðvær greindar- maöur og lengi organisti I fjórum kirkjum Holtasveitar. 5. Bjarni Jónsson (1865-1959) Var skráð- ur bóndi I Meiri-Tungu 1912-’59. En bjó þar raunar meö bróöur slnum frá 1884. Hann fékk breytt nafni jaröarinnar úr Moldar- i Meiri-Tungu. Bjarni var gáfaöur eljumaöur og hinn besti drengur, sem óvirti aldrei heiöur sinn. Hann baröist lengi I fátækt viö, aö borga stórskuld, sem hann ábyrgöist fyrir Gest á Hæli, ásamt niu mönnum öörum, er allir skárust einhvern veginn undan ábyrgö sinni. Hann borgaöi einn fyrir þá alla. Ungur vann Bjarni sumarlangt viö lagningu Holtavegar. Hann var siöar lengi verkstjóri viö vegagerö og viöhald I Rangárþingi, og fór það vel úr hendi, eins og allt annaö, sem hann vann. Hann starf- aöi nokkur ár viö verslun Kaupféiagsins Heklu á Eyrarbakka. En 1912 hóf hann sjálfstæöan búskap og var siöan til æfi' loka talinn fyrir búi I Meiri-Tungu- Snemma komst hann i sveitarstjórn og var oddviti marga áratugi, þar til sjón- depra bannaði honum skriftir. Bjarni kvæntist frænku sinni: Þórdisi dóttur Þórðar i Hala, hálfsystur konu Þorsteins bróöur slns, vel geröri góöri konu. Sambúö þeirra var meö ágætuni, þrátt fyrir 20 ára aldursmun. Fjögur börn þeirra komust upp og til aldurs. Þrjú þau elstu voru kyrr heima hjá foreldrum sín- um, ógift og barnlaus. Yngri bróðirinn Valtýr læknir, kvæntist og gat nokkur börn. Hann missti heilsu fyrir löngu og er öryrki siöan. 6. Þdröur Bjarnason (1909-’80) Þórður liktist fljótt fööur sinum: Var verklaginn. greindur, gætinn og traustur maöur. Frá ungum aldri lét hann sér annt um afkomu foreldra sinna og vann þeim allt gagn. sem hann gat. Tvitugur keypti hann vöru; þifreiö — fyrstur sveitunga sinna —. UpP frá þvi stundaöi hann lengi akstur aö öör- um þræöi I vegavinnu og ýmsum flutning' um fyrir margan mann. Hann var mikm greiöamaöur I þágu sveitunga sinna Aldrei hlekktist honum á svo ég vissi. öHu var vel borgiö i höndum hans. Fimmtugur var hann fyrst skráöur bóndi viö fráfall fööur sins, en hafði löngu íslendingaþaettif'

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.