Íslendingaþættir Tímans - 18.10.1980, Qupperneq 1
ÍSLENDINGAÞÆTTIR
Laugardagur 18. okt. - 33. tbl. 1980 TÍMANS
Margrét Jónasdóttir
Laust fyrir aldamótin siðustu eða þann
9. september 1899 fæddist hér uppi i Þing-
holtunum litil stúlka dóttir hins þekkta
tónskálds Jónasar Helgasonar og Ingirið-
ar Einarsdóttur i Skálholtskoti, en móðir-
in var dóttir þeirra hjóna Einars stein-
höggvara Ingimundarsonar og Sigriðar
Jónsdóttur. Hér átti upptök sin löng og
gifturik ævi Margrétar Jónasdóttur.
Hjá þeim seinhöggvarahjónum ólst
einnig upp stúlkan Sigriður Einarsdóttir,
er siðar varð móðir min. Hún átti raunar
að vera þarna aöeins stuttan tíma en neit-
aði með öllu að hverfa af þessu heimili
þegar á átti að herða.
Á þær mæðgur Sigriði og Ingiriði leit
móðir min sem væru þær mæður hennar.
Hér voru það ekki ættartengslin heldur
mannkostirnir sem sköpuðu ástrikið.
1 litla steinbænum bjó áð visu fátækt
fólk að veraldargæðum en þeim mun rik-
ara af hjartahlýju, sem flestum mun
reynast traustara veganesti en fjármunir.
Miklir kærleikar urðu með þessum
tveim stúlkum Margréti og Sigriði sem
aidrei féll skuggi á meðan báðar lifðu og
þróast hefur áfram með ættum beggja.
Þó nú aö íoreldrar minir ættu heima i
Vestmannaeyjum var ætið mikið og náið
samband við fólkið i Skálholtskoti eða
hvar sem þær mæðgur Margrét og Ingi-
rlður siðar áttu heima.
Vmsar af minum hugljúfustu endur-
minningum eru bundnar Skáiholtskoti.
Meðal margs annars stendur mér lifandi
fyrir hugskotssjónum morgunn einn 1918
eða 19. Ég vaknaði uppi á iofti i gamla
steinbænum við það að ómar frá klukkum
Dómkirkjunnar bárust inn um opinn
8'uggann, en i sama mund kom Ingiriður
~~ Inga amma — eins og við kölluðum
hana, inn með kaffi og dýrindis kökur, er
báru með sér einhvern undursamlegan
bni, sem ég aldrei siðan hefi fundið nema
ef vera kynni á einum sérstökum staö i
Danmörku. Þessi kona, móðir Margrétar,
var einhver albesta manneskja sem ég
hefi fyrir hitt á lifsleiöinni og öllum sem
kýnntust þótti vænt um.
Eftir að ég fæddist var ákveðið að ég
yrði skirö i höfuðið á Sigriði i Skálholts-
koti en Margréti sem þá var unglings-
stúlka fannst að litla barnið mætti lika
heita i höfuðið á sér og var það látið eftir
henni.
Ung giftist Margrét Arnóri Guðmunds-
syni, er siöar varð skrifstofustjóri Fiski-
félagsins, og eignaðist með honum fimm
dætur: Unni, sem gift er Báröi isleifssyni
arkitekt, Svövu er átti Guðbjart Stefáns-
son aðalgjaidkera á tollstjóraskrifstof-
unni, sem nú er látinn, Gyðu sem gift er
Hermanni Magnússyni simstöðvarstjóra
á Hvolsvelli, Huldu konu Óðins Högn-
valdssonar prentsmiðjustjóra og Ingu, er
á fyrir mann Frank Cremona ættaðan frá
Italiu.
Barnalán þeirra Margrétar og Arnórs
var einstakt þvi allar þeirra dætur eru
hver annari myndarlegri og vel geröar að
öllu leyti.
Margar urðu ferðirnar milli Vest-
mannaeyja og Reykjavikur. Dvöldust þær
mæðgur Margrét og Ingiriður oft hjá okk-
ur um lengri eða skemmri tima og eins
dætur þeirra hjóna. Þá áttum við systkin-
in og móðir okkar ósjaldan erindi til
Reykjavikur og þá fyrst og fremst að
Skálholtskoti.
Hljómlistarhæfileika hafði Margrét erft
frá fööur sinum og lék mikið á pianó á sin-
um yngri árum en varð að láta það meira
sitja á hakanum er fjölskyldan stækkaði.
Þessir hæfileikar hafa gengið áfram i ætt-
inni þvi Unnur elsta dóttirin hefur mjög
helgað sig hljómlistinni og stundar nú
kennslu i músik við tónlistarskólann i
Garðabæ.
Fyrir svo sem þrem, fjórum árum af-
henti Margrét þjóðminjavérði stóran
verðlaunapening úr gulli, er faðir hennar
hafbi verið sæmdur og fagurlega útskorna
gripi er ætlaðir voru til notkunar á skrif-
boröi og honum höfðu verið gefnir i viður-
kenningarskyni fyrir tónlistarstörf. Er
vel til fallið að þessir gripir skyldu verða
alþjóðareign til að minna á þennan ágæta
hæfileikamann.
Ógleymanlegt var að koma á heimili
þeirra Margrétar og Arnórs, hann alltaf
svo ræðinn og skemmtilegur, mikill bóka-
maður og fróður með afbrigðum og hún
með þennan einstæða frásagnarhæfileika,
er gert gat hversdagslegustu atburði að
hreinustu æfintýrum. Og þá má ekki
gleyma listfengi húsfreyjunnar hvað það
snerti að gera allt svo hlýtt og vistlegt
kringum sig.
Mann sinn missti Margrét árið 1964 og
bjó eftir það ein, vildi hafa áfram sitt eig-
ið heimili meðan kraftar entust. Frænd-
garðurinn var stór og vinirnir margir svo
að reynt var aðgera henni ævikvöldið eins
þolanlegt og verða mátti. En vinsældir
hennar voru alveg óvenjulegar, sem ekki
sist má marka af þvi að i fyrra þegar hún
átti áttræðisafmæli sóttu hana heim um
hundrað manns.
Margrét, sem fyrst leit ljós þessa heims
áður en siðasta öld var á enda runnin —
áöur en nokkur hér hafði komist i kynni
viö sima, rafmagn eöa bifreiðar, meðan
aðeins einn eða tveir lögregluþjónar voru
i bænum og oliuluktir lýstu upp helstu