Íslendingaþættir Tímans - 18.10.1980, Blaðsíða 7

Íslendingaþættir Tímans - 18.10.1980, Blaðsíða 7
Þau voru mér hiý og nærgætin og mér leiövel i ndvist þeirra. Slik hjartahlýja er öllum gjöfum verömætari og gleymist sist. Frú Lilja var mikilhæf og góöa kona. Hún var mjög starfssöm og skilaöi miklu dagsverki, þótt heilsa hennar væri ekki sterk, var viljastyrkurinn mikill og óbugaöur. Þau hjónin eignuöust 11 börn, en misstu eitt þeirra i bernsku, hin 10, 7 systurog 3 bræðurhafa öllgifst ogstofnað sin eigin heimili. Afkomendahópurinn er stór og mannvænlegur. Börnin létu sér alla tiö mjög annt um foreldra sina og naut frú Lilja mikillar hamingju i návist þeirra og barnabarnanna til hinstu stund- ar. Heimili prestshjónanna var sérlega fall- egt, sannkallað fyrirmyndarheimili. Þar stjórnaði frúin meö sinni alkunnu hóg- værö og mildi, og setti þrifnaö Og reglu- semi iheiöurssess. Allt bar þar ljósan vott um mikla smekkviái. Þá var greiðasemi og gestrisni þeirra hjónanna frábær. Til þeirra lágu leiðir margra, sem fengu vin- samlegar móttökur. Þaö fór margur þakklátur af þeirra fundi, meö gleöi i hjarta. Frú Lilja Pálsdóttir verður i hugum þeirra mörgu sem henni kynntust, hin greindaogglæsilegaprestskona, sem stóö heil og óskipt viö hliö eiginmanns sins I bliöu og striöu. Hún var hamingjusöm I sinu einkallfi, góö eiginkona og móöir. Fjölskyldunni og heimilinu helgaði hún krafta sina meöan lif og heilsa leyfði. Frú Lilja var félagslynd og haföi mik- inn áhuga fyrir ýmsum þeim málum sem horföu til mannheilla oglagði þeim liö eft- irmegni, og meö góöum árangri„þó ætla niætti aö timi væri naumur til félags- starfa. Hún lét sér mjög annt um kirkjuna sina °g sparaði hvorki tima né krafta viö aö teggja henni lið. Kirkjunefnd kvenna veitti hún forstööu i 30 ár. Þar var hún hinn góöi andi, vökul og starfandi viö að Prýöa kirkjuna meö fallegum blómum og á annan hátt. Fyrir þetta mikla starf i þógu hennar vill nefndin þakka af einlæg- úm huga. Þegar ég tók aö mér kirkjuvarðarstarf- iö> var þaö mér ómetanlegur styrkur aö níóta leiösagnar prestsfrúarinnar. Vel- vdd hennar og smekkvisi brást ekki. Viðhjóninþökkum bæði einlæga vináttu áliðnum áratugum. Bæöi höfum viö starf- úðmikiömeö prestshjónunum I kirkjunni °g utan hennar, og eigum margar dýr- m*tar minningar frá þeim stundum. t>á vilég fyrir hönd sóknarnefndar færa oionilátnu heiöurskonu bestu þakkir fyrir hennar miklu og góöu störf i þágu kirkju ng safnaöar á Akranesi. Sá starfstfmi er ongur og farsæll, nær yfir 35 ára tfmabil. Eftirlifandi eiginmanni fyrrverandi Pnófasti séra Jóni M. Guðjónssyni og syst- múnum io votta ég mina innilegustu “?™úö og biö þeim og fjölskyldum þeirra essunar Guös um ókomna tið. RagnheiöurGuöbjartsdóttir. lslendingaþættir Guðbjörg Þorsteinsdóttir Egilsstaðakoti Fædd 29. mars 1894. Dáin 31. ágúst 1980. Kristur minn ég kaila á þig komdu aö rúmi minu. Gjörðu svo vel og geymdu mig guö I faömi þinum. Þessa bæn og margar aðrar fallegar bænir kenndi amma okkur barnabörnum sinum. 1 dag kveöjum viö hana i hinsta sinn, og þaö er okkur huggun i sorginni aö henni liöur vel og allar þjáningar aö baki, þvi viö vitum, aönú hefur hún öölast hiö eilifa lif meö Guöi. Amma haföi mjög sterka trú sem hún miðlaöi okkur öllum sem meö henni vor- um og marga stundina sátum viö hjá henni og hún kenndi okkur bænir og miöl- aöi af sinum mikla fróöleik. Amma var mikill dýravinur, og marga fallega visu orti hún um þau, eins og svo margt annaö sem hún sá i daglegu lffi, en hún var vel hagmælt og haföi mikiö yndi af fallegum ljóðum og sálmum, og kunni hún flest af þessu utanbókar. Blóm voru i miklum metum hjá henni og átti hún alltaf mikil og falleg blóm, sem prýddu húsiö hennar. Hún talaöi viö blómin sin, og fór um þau mjúkum hönd- um, og svo virtist sem þau döfnuöu betur viö þessa umhyggju hennar. 011 börn sem umgengust ömmu hænd- ust aö henni, hún átti alltaf nóg af hlýju og vissi hvaö hverjum kom hverju sinni. Hún var alltaf tilbúin til aö hugga og styrkja þá sem minnimáttar voru, og ekki þurfti sáriö aö vera stórt til aö fá skjótan bata hjá henni, og alltaf átti hún eitthvaö gott i skúffunni til aö stinga upp i börnin sem hjá henni voru. Amma var orðin 86 ára gömul, og var vel ern og hress þangaö til á siöasta ári, er hún veiktist. Hún var alla tiö kvik i hreyf- ingum og létt á fæti, og hljóp oftast frekar en gekk, enda haföi hún ákaflega mikiö yndi af tónlist og virtist þaö koma fram i fasi hennar. A yngri árum, átti hún oft til aö gripa harmonikkuna og taka lagiö, þegar skemmtanir voru I sveitinni. I áratugi er hún búin aö sjá okkur af- komendum sinum fyrir sokkum og vett- lingum, og ekki er ótrúlegt aö mörg okkar geti notiö þeirra næstu árin þó hún sé fall- in frá, svo vel sá hún fyrir þessu. Viö söknum ömmu okkar, en huggum okkur viö allar fagrar minningar sem viö eigum um hana og samverustundirnar meö henni. Viö þökkum þér, elsku amma, allan þinn kærleik og hlýju og biöjum góöan Guö aö geyma þig. Elsku afi, á þessum timamótum biöjum viö algóöan Guö aö styrkja þig I sorg þinni. Guö blessi minningu hennar. Soffia, Guömundur og Silja. Helga Þórlaug O færöar þakkir frá litlum dóttursyni okkar sem var þar i sveit. Hún var honum eins og besta amma. Siguröur hefur mikiö misst viö fráfall sinnar góöu konu. Nú er hann oröinn slit- inn maöur, búinn aö vinna mikiö og getur nú fariö aö snúa sér aö leöurvinnunni, sem hefur veriö hans tómstundagaman undanfarin ár. Hann á góö börn og tengdabörn sem allt vilja fyrir hann gera og nú hefur hann á heimilinu hjá sér Sig rúnu sina Jón hennar og litla sólargeisl ann, Guöjón Skúla sem er m jög hændur aö afa slnum. Viö vottum Siguröi og öllu hans fólki innilega samúö okkar og megi guösbless- un fylgja þvf um ókomin ár. Inga og Gfsli Gfslason 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.