Íslendingaþættir Tímans - 18.10.1980, Síða 8

Íslendingaþættir Tímans - 18.10.1980, Síða 8
Helga Þórlaug Guðj ónsdóttir fædd 24. 8 1918 dáin 21. 8. 1980. Laugardaginn 30. ágúst siöastliöinn var jarðsungin frá Villingaholtskirkju hiisfrú Helga Þdrlaug Guðjönsdóttir frá Kols- holti, að viðstöddu mikiu fjölmenni og i einhverju besta veðri sumarsins, aðeins 3 vfikum eftir að móðir hennar var jörðuð 3g frá sama heimilinu. Helga var dóttir sæmdarhjónanna SkUlu Þórarinsdóttur og Guöjóns Gislasonar, sem bjuggu allan sinn búskap I Kolsholti. HUn ólst upp við öll algeng sveitastörf bæði Uti og inni og það varhennar skóli, en allt þar var unnið af dugnaði og snyrtimennsku, hUn var eina dóttir þeirra sem upp komst og þvl mjög handgengin foreldrum sinum, en Helga átti tvo bræöur Gisla og SkUla, mestu dugiaöarmenn, þeirbUa á Selfossi. Hafa þessi systkini alltaf verið samrýnd. Helga virtist alltaf við góða heilsu, kom það þvi eins og reiðarslag yfir fjölskyldu hennar þegar hUn I byrjun júnl veiktist og varð að fara á sjúkrahús I Reykjavlk og átti þaðan ekki afturkvæmt, hennar er því sárt saknað af ættingjum og vinum, en við skiljum ekki lögmál lifsins. Arið 1939 gift- ist Helga Sigurði Glslasyni frá Haugi I Gaulverjabæjarhreppi, miklum dugn- aðarmanni. Fyrst bjuggu þau að Haugi og smátlma I Reykjavlk, en i kringum 1943 fara þau að búa I Kolsholti á móti foreldr- um hennar, og hefst þá þeirra ævistarf við ræktun og byggingar, og má segja að þau hafi byggt allt upp frá grunni, bæði Utihús og Ibúðarhús af miklum dugnaði og stór- hug. Þegar Helga og Sigurður byggðu sitt stóra hús fengum við litla húsið þeirra, sem sumarbUstað. Það var áfast viö gamla bæinn I Kolsholti. Vorum við þar I mörg sumur með börnin okkar og bétri sambúð gátum við ekki hugsað okkur, viljum við þakka þessu góöa fólki, Rann- veigu, sem er dáin fyrir löngu og var ekk- ert nema gæðin við okkur, Guðjóni, sem dáinner fyrir 2árum og var svo skilnings- rikur og slöast SkUlu, sem dó I sumar og henni er sérstaklega þökkuð sú hlýja og umhyggja sem hUn sýndi okkur öllum frá fyrstu tíð, blessuð sé minning þeirra. Helga og Siguröur áttu 5 börn, 3 drengi og 2 stúlkur, sem öll eru hin mannvænleg- ustu og bera heimili slnu fagurt svipmót sökum mannkosta, þau eru: Sævar bil- stjóri á Selfossi, giftur Valgerði Frid, Guðjón býr félagsbúi i Kolsholti á móti foreldrum slnum, giftur Eydlsi Eirfks- dóttur, Bára býr á Selfossi gift Stefáni Jónssyni byggingarmeistara, MagnUs smiður býr á Selfossi giftur Aöalheiði Birgisdóttur, Sigrún heitbundin Jóni Þ. Andréssyni og hefur hún oftast verið heima við og unnið foreldrum sínum og stutt móður sina til góðra verka, annast m.eð henni gamla fólkið, sem fékk að lifa og deyja I skjóli þeirra, og verður það þeim seint fullþakkað. Helga gerði ekki víðreist um dagana, hún helgaði sig heimili og börnum Þau hjón voru samhent og þeirra hjónaband til fyrirmyndar þó ólik væru i skapi, Sigurður stórhuga, ör og ósérhlifinn, en Helga hógvær I skapi og vann öll sin verk I kyrrþey en af dugnaöi. HUn var einstök geðprýðiskona, myndarleg i öllum sínum verkum, frábær hUsmóðir og vinur I raun. Helgu höfum við mikið að þakka frá fystu tlð, börnin okkar voru I sveit hjá henni, sonur okkar I 7 sumur og var hUn þeim eins og móðir og slöast eru henni Frh. á bls 7. Pálína Jónsdóttir húsfreyja Skinnum, Þykkvabæ Hún Pálina I Skinnum varð bráðkvödd 21. júni. Hún hafði verið sæmilega heilsu- góö um ævina, að undantekinni þungri legu fyrir rúmum tuttugu árum. Þá var henni lengi vel ekki hugað lif. En Pálina varð rúmlega sjötug. Og er það ekki sæmilegur aldur? Pálina var fædd i Skinnum 16. sept. 1907. Voru foreldrar hennar Jón Jónsson bóndi i Skinnum, d. 1956, og Guðrún 8 Kristjánsdóttir kona hans, d. 1965, þá komin yfir nirætt. Auk Pálinu eignuðust þau hjón dæturnar: Kristjönu og Bergþóru, sem báðar eru á lifi og eiga heimili sitt á Skinnum. Sjálf var Pálina þar alla ævi. Hún var ógift, en eignaðist eina dóttur: Báru Sigurjónsdóttur, sem er búsett i Kópavogi og gift þar. Ég var lengi nágranni Pálinu sál. Það nágrenni var gott, og best þegar mest reiö á. Hún varhjálpsöm kona, gestrisin og af- skiptalaus um annarra hagi. Hún mun aldrei hafa lagt stein i götu annarra manna. Hennar er þvi minnzt með þakk- læti fyrir allt sem liðið er. — Far þú i friði, friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Með innilegum samúðarkveðjum frá mér og fjölskyldu minni. A.B.S. islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.