Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 22.11.1980, Qupperneq 1

Íslendingaþættir Tímans - 22.11.1980, Qupperneq 1
islendingaþattir Laugardagur 22. nóv. 1980 — 36. tbl. TÍMANS Brynjólfur Sveinsson hreppstjóri i Efstalandskoti Enn einn þeirra merku og dyggBugu bænda, sem gáfu sveit sinni og héraöi lit og fyrirdæmi á umbrotatimum hinna gömlu og nýju þjóðlifshátta á fyrra hluta þessarar aldar er horfinn af sviöinu. Brynjólfur hreppstjóri i Efstalandskoti í öxnadal meöhjálpari og safnaöarfulltrúi Bakkasóknar, dó í 14. viku sumars fullra 92 ára, fæddur hinn 17. júni 1888. Foreldrar Brynjólfs, Sveinn Björnsson ogSoffla Björnsdóttir bjuggu á Þelamörk nær allan sinn búskap á Vöglum þegar Brynjólfur fæddist og ólst hann upp meö þeim þar og á Neöra Rauðalæk og viöar á Mörkinni. Hann naut góörar uppfræöslu og bókmenningar enda voru þau Sveinn ogSoffia bæöi greind og bókavinir og áttu kyn til. Sótti Brynjólfur skólamenntun aö Hólum eins og margir framsæknir, ungir hugsjónamenn á þeirri tiö og lauk hann búfræöiprófi 1909. Var sú menntun svo staögóö og fjölþætt aö margir Hólasvein- ar uröu barnakennarar og reyndust vel undir starfiö búnir, eins og Arni Björns- son frá Bryta á Þelamörk frændi Brynjólfs. Brynjólfur var 21 árs þegar hann lauk Hólaskóla en kvæntist ári síöar, þótt svo ungur væri, enda var jarönæöi innan seilingar. Var brúöur hans Laufey Sumarrós Jóhannesdóttir, 18 ára fóstur- dóttir Jóns Jónassonar umsvifabónda á Bakka i Oxnadal og Flugumýri i Blöndu- hlið, og var giftingardagurinn hinn 10. ágúst 1910. Haföi Laufey komiö þá um voriö á fyrri stöðvar i öxnadal en liklega hafa þau gifst vestan Heiöar og gert brúö- kaupsferö aö Flugumýri, þvi aö staöar- og hagsetningu .vantar i kirkjubókina I heimasókn Brynjólfs. Atti hann þá lög- heimili á Syðri Bægisá en frá næstu far- dögum i Bakkasókn, er þau ungu hjónin hófu búskap á hluta af Steinsstööum. Varö það til frambúöar, þvi aö þau bjuggu þar I aldarfjóröung. Brátt varö þröng f húsum °gfyrirmörgum aösjá en 13 af 15 börnum sem þeim fæddust komust upp. Dugnaöur Brynjólfs og Laufeyjar var frábær, at- orha samfara nægjusemi og svo mikilli hagsýni og óvenjulegri heppni aö öllu reiddi vel af. Hinn stóri og föngulegi syst- kinahópur var aö mestu i foreldrahúsum ognáöibesta þroska sem siöar ásannaöist hvar sem þau systkin réöust til starfa og settust aö. Þá var það mikiö lán þeirra Brynjólfs, aö þau fengu ábúö á nágranna- jöröinni Efstalandskoti 1938. Eignuöust þau þá jörö innan tföar og var þaö gott ábýli aö viöbættum eignarhluta Brynjólfs á Steinsstööum, þriöjungi hins nafnkunna góðbýlis. Bjuggu þau si'öan i Efstalands- koti viövaxandi veraldargengi, viröingar trúnaöarstarfa og gæfu samheldinna, góöra hjóna i allmörg ár. Siöari hluta þessa ti'mabils syrti þó aö. Laufey kenndi sér meins sem færöist i aukana jafnt og þétt allt um itrekaöa sjúkrahúsvist. Hún lést tæpum 14 árum eftir flutninginn aö Efstalandskoti, hinn 15. janúar 1958,57 ára aö aldri. Anna á Þverá kallaöi hana kvenhetju en sveit- ungarnir og aörir sem til þekktu dáöust aö þvi fágæta lffsþreki sem Laufey var gædd og þvi afreki sem hún vann. Þaö kraföi ósegjanlegrar fórnar og sjálfsafneitunar, óbilandi árvekni og stööugrar vinnu aö rækja móöur- og húsmóöurhlutverkiö eins og þessi dugmikla og ástúöuga kona geröi. Soffia móöir Brynjólfs var þeim mikil stoö fyrstu árin, en eldri börnin komu brátt til hjálpar og stuönings úti og inni, hvert af ööru. „Og I bliöu og strföu, i umsvifum daganna og allri baráttu stóöu þau tvösaman, sem á morgni lifsins höföu heitiö hvort ööru tryggö og trú allt aö leiöarlokum”, sagöi faöir minn aö kveöju Laufeyjar á Bakkakirkju á Pálsmessu, Brynjólfur hætti búskap 3 misserum eftir lát Laufeyjar aö miklu leyti og fékk jöröina I hendur sonum sinum. Var hann þó lengst af siðani Efstalandskoti, hrepp- stjöri öxndæla frá 1942 sýslunefndar- maöur frá 1948 i mörg kjörtlmabil, afar lengi i skattanefnd og skólanefnd. Skal þaö ekki frekar taliö en minnst samstarfs hans og foreldra minna og einlægrar vin- áttu, er hann var svo lengi meöhjálpari ogsafnaöarfulltrúi Bakkasóknar. Þar var hann hinn skyldurækni og viröulegi starfsmaöur kirkju sinnar og sveitar en þó umfram allt hinn hlýi og ljúfi dreng- lundarmaöur. Hann sótti alla héraösfundi Eyjafjarðarprófastsdæmis lengi vel og i þau 10 ár, sem faöir minn var prófastur áttu þeir vinfasta, holla samveru, en van- ir voru þeir aö vinna saman á fundum og aö nefndastörfum, þvi aö þeir áttu lengi sæti i sýslunefnd Eyjafjaröarsýslu á sama timabili. Nánust voru þó kynnin sem tókust viö Bakkakirkju. Þaö var sjaldan eöa aldrei messaö án Brynjólfs i öllþauár, semhannvarmeöhjálpari. Var mikil hefö yfir þessum viröuiega og góöa manni i kirkjunni, hreppstjóranum, sem var maöur réttvis og mildur og var svo eiginlegt og ljúft aö gegna þjónustu i sókn sinni og söfnuöi. Eins og aö likum lætur haföi Brynjólfur meira tóm til aö sinna hinum ýmsu félagsmálum og störfum i þágu sveitar- innar er hann var a.m.k. hættur búskap. Þar vann hann allt af itrustu samvisku- semiog veittistþaölétt. Hann vargæddur prýöilegri greind sem naut einnig vel á hinu hlutlæga sviöi svo að hvers konar Framhald á bls. 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.