Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 14.03.1981, Qupperneq 4

Íslendingaþættir Tímans - 14.03.1981, Qupperneq 4
Erlingur Thorlacius Fæddur 15. aprll 1906 Dáinn 1.2. 1981 Kveðja að austan, frá fjölskyldunni i Rjóðri. Að þií værir horfinn héðan ég heyrði, en triiði vart, mér fannst þú svo ungur alla tið og umhverfis þig svo bjart. En veruleik verður að trúa þótt vegirnir skilji um sinn þú verður hjá okkur vinir kær þann veruleik glöggt ég finn. Þvi minningar mildar vaka og munu ei hverfa frá um allt það er áttum við saman og aldregi gleyma má. Og lundin þin ljúfa og hlýja var ljómi frá þinni sál sem sérhverjum vildi vinna gott sem vermandi kærleiks bál. Og hlýtt var við heimilisarin þvi hér átti gleðin völd og ljúft var að sitja saman við samræður margt eitt kvöld. En eitt var efst i huga og öllum sem heilagt mál að rifja upp allt sem að austur frá var ástfólgnast hverri sál. Hve hlýtt var við Hamarsfjörðinn og hamrarnir glæstir þar og bergmálið fagurt og blærinn hlýr i barnanna huga var. En umhverfis Búlandsnes bæinn var bjargfast og traustast vé þar þróaðist fegurðar frjósemd við föður og móður kne'. En Alfar i vergi blessa hvert barn sem að dvelur þar og gefur þvi besta gjafa val gullið sem dýrmætast var. ÞU eignaðist auðinn þinn besta i átthagafaðmi þar. Heilladi's hamingju þinnar sem hjartfólgnust jafnan var. Og víst er, að saman þar völdust tvær verur und hlýrri sól sem stráðu á veginn til vina og barna þeim varma sem aldrei kól. Þar rikti sú hjarta hlýja sem hændi að margan gest og þar var hjálpsemi hverjum veitt með hönd sem að reyndist best. 4 A siðustu samfundum okkar var sólskin um alla jörð, er komst þU siðast i átthaga austur við ástfólginn Hamarsfjörð. Þá vissi ég ekki vinur það væri i hinsta sinn er sæirðu lognværan Berufjörð blika og BUlandstind fagra þinn. NU erum við komin að kveðja, kveðja og þakka um leið alla þá hlýju og órofatryggð sem yljaði björt og heið. Og allir ástvinir þinir óskirnar bestu fá og yfir þá breiðist blessun Hans sem börnunum vakir hjá. Jón I Rjóðri. + Móðir: Ragnhildur. F. i Akureyjum 31- 10. 1879. D. 14-6. 1963 i Rvik. Foreldrar: Pétur Eggerz kaupmaður á Borðeyri. F. 1832 —d. 1892, og kona hans Sigriður Guðmundsdóttir Einarssonar frá Kollsá I Hrútarfirði. Foreidrar: Friðrik E. Prestur. F. 1802- d.1892. K ona Arndis Pétursdóttir. Foreldrar: Eggert Jónsson f. 1775 - d. 1846prestur Ballará. Kona Guðrún Magn- úsdóttir Ketilssonar sýslumanns. Foreldrar: Jón Eggerz prestur Holti önundarfirði. Kona Gunnhildur Hákonar- dóttir. Foreldrar: Eggert Bjarnason bóndi Skarði f.1705 - d.1782. Kona Ragnheiður Þórðardóttir. Foreldrar: Bjarni Pétursson riki á Skarði f.1681 - d.1768. Kona Elin Þor- steinsdóttir á Skarði. Faðir: ÖlafurThorlacius læknir f. Saur- bæ Eyjafirði 11.3. 1869. D 28.2. 1953. Foreldrar: Jón Thorlacius, f.1816 - d.1872, prestur. Kona Kristin Rannveig Tómasdóttir f. 1834 - d.1921. Foreldrar: Einar Thorlacius, f.1790 - d.1870. Kona Margrét Jónsdóttir prest- lærða. Foreldrar: Hallgrimur Thorlacius, kona Ólöf Hallgrimsdóttir prests. Foreldrar: Einar Jónsson f.1696 - d.1729, prestur. Kona Elin Hallgrlmsdótt- ir sýslumanns Jóns Thorlacius. Foreldrar: Jón Ketilsson prestur Brim- nesi við Seyðisfjörð. Kona Þóra Skúla- dóttir. Erlingur var fæddur að Búlandsnesi við Hamarsfjörð. Þeirri fögru sveit sem fóstraði um aldamótin marga okkar mætustu menn, sem hafa borið orðsir okkar fámennu þjóðar út um heimsbyggðina. Það er á- reiðanlega leitun á þvi að jafn fámennt byggðarlag hafi gefið þjóðinni jafn marga afburðamenn. Ekki er mér grunlaust um að ibúar álfaklettanna sem . umlykja þennan sérkennilega stað hafi heillað unga fólkið inn i Hamarinnog að endingu afhent þvl viskustein sem gaf þeim trú á menn- ingu og framtið Islands. Yfir æskuheimil' Erlings á Búlandsnesi var mikil reisn. Heimilið var mannmargt og börnin urðu alls sjö. Kristinar tvær sem dóu ungar. Ragnhildur sem dó uppkomin á Vlfilsstaðahæli árið 1936. Og Sigurður sem var skólastjóri Austurbæjar- barnaskólans en lést 1945. Þeir sem eftir lifa eru Birgir ráðuneytisstjóri f.28.7- 1913. Og Kristján f.17.11. 1917. Formaður BSRB. Ragnhildur móðir hans var aðeins l8 ára gömul þegar hún settist i hús- freyjusætið á Búlandsnesi. En þau höfðu gengið i hjónaband 2.9.1898. sama haustið og hann tók við læknishéraðinu. Þó ao meira og minna af vinnufólki væri alltaf á heimilinu var i mörgu að snúast fýr11" ungu konuna þar sem " mjög gestkvæm var hjá lækninum en hann annaðist einnig alla lyfjasölu. islendingaþÆttir1

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.