Íslendingaþættir Tímans - 24.03.1982, Page 1

Íslendingaþættir Tímans - 24.03.1982, Page 1
ISLENDINGAÞJETTIR Miðvikudagur 24. mars 1982 — 12. tbl. TÍMANS Guðmundur Björnsson kennari, Akranesi, áttræður Guðmundur Björnsson er fæddur aö Ntipdalstungu i Miöfirði V.-Hún. þann 24. mars 1902. Foreldrar hans voru Björn Jónsson bóndi þar og kona hans Asgerður ^jarnadóttir. Þeir föðurfeður Guðmundar hafa i langa tíð setið þetta höfuðból, Núp- dalstunguna. t föðurgarði hefur G.B. lært hin hefðbundnu sveitastörf að umgangast °g hirða búféö, afla heyja.fengið að sjá og rayna starf bóndans. Ég er viss um að allt hefur þetta lifræna sveitalif heillað G.B. Þvi alla tið er Guðmundur unnandi sveit- anna og þess fólks sem þar býr. Það hefur hann sannað mér og reyndar miklu fleir- Um- Guðmundur er náttúrunnar barn sem gengur með brjóstiö fullt af fyrirheitum, ^skum og fyrirbænum, islenskri sveit til handa. En G.B. er fjölhæfur hæfileika og gáfumaður, ræöumaður góður og ritfær i bestalagi hann hefur vakandi áhuga fyrir framförum á öllum sviðum þjóðlifsins. Hann á frjóan leitandi hug, framfara- vilja og drengskap tilgóðra dáöa. Hann er i orösins fyllstu merkingu sannur Is- lendingur. Guðmundur hefði vel sómt sér sem stórbóndi I Húnaþingi. Ekki heföi vantað áhugann, reglusemina og um- hirðuna á hans bæ. Hann er árvakur ákafamaöur, einstakt snyrtimenni og reglusamur með alla hluti. Hann er höfðingi heim að sækja, gestrisinn greiðamaður. Hress og glaður I viðmóti,trúr og tryggur vinur, sem aldrei bregst. En það átti ekki fyrir G.B. að liggja að verða gildur sveitabóndi. Hann gekk menntaveginn,útskrifaðist úr Kennara- skólanum. Kenndi fyrst f sinni heima- sveit, þar naut kona mln hans góðu fræðslu, reyndar þeirra hjóna beggja, siðan má segja að vináttan hafi haldist með þessu fólki, siík er tryggöin, þaö seg- ir meira en mörg orð. Guðmundur Björnsson hefur hlotiö viðurkenndan heiður fyrir sitt fræðslu- starf hér á Akranesi svo nýveriö sæmdur Riddarakrossi af forseta tslands. A Akra- nesi kenndi hann samfellt í 38 ár. Þeir eru þvl margir hér I bæ sem eiga honum gott að gjalda. Hér á Akranesi vann G.B. einnig aö opinberum félagsmálum við góðan orð- stlr. Það má segja með sanni aö þessi höföinglegi maður hafi sett svip á bæinn um langt árabil. Hann á mörg spor á göngustlgum Akraness. Alltaf mætum við þessum heiöursmanni glöðum I hjarta broshýrum, orðhögum og viömótshlýjum. Hér þekkja allir Guðmund Björnsson kennara og það af góöu einu. Hann hefur góða regluá þvl að taka sér morgungöngu og mæta f Sundlaugina á morgnana, fækka klæðum, sóla sig, ef þá ekki velta sér uppúr snjónum. Þeir yngri leika þetta ekki eftir. Reyndar er gamli maðurinn hraustmenni til likama og sálar. Þaö kemur fólki svo sannarlega á óvart að hann skuli eiga 80 ár að baki. Gúbmundur Björnsson á gott og fallegt heimili,góða elskulega eiginkonu. Vel gefna mannkostakonu sem lætur ekki mikið yfir sér. En kynningin við hana sannar okkur hæfileika hennar og mann- kosti. Þetta eru svo sannarlega samvalin sæmdarhjón sem gaman er aö heimsækja I þeirra fallega hús að Jaðarsbraut 9. Þeirra sambúö hefur gefið þeim og þjóð- inni okkar 5 mannvænleg börn. Þau eiga miklu barnaláni að fagna. Börnin eru vel menntaö.þekkt mannkostafólk, þar sann- ast að sjaldan fellur epliö lángt frá eik- inni. Börnin eru Ormar Þór arkitekt, hans kona þýskættuö. Geröa Bima fegrunar- sérfræöingur maður Danlel Guðnason læknir. Björn Þ. lögmaður kona Þórunn Bragadóttir. Asgeir fulltrúi bæjarfógeta hljómsveitarstjóri með fleiru kona Frfða Ragnarsdóttir og Atli Freyr hagfræöingur hans kona er af pólskum ættum,jarö- fræðingur aö mennt. Tveir synir Geröu og Danlels voru hjá Kveðja frá Tímanum Guðmundur Björnsson á Akra- nesi hefur um áratuga skeið verið einn ötulasti velgerðarmaður Tirn- ans. Hann hefur verið umboðsmað- ur blaðsins i sinu byggðarlagi og jafnframt fréttaritari þess. Að þessum störfum hefur hann unnið af alkunnum dugnaði og áhuga enda ekki I eðli mannsins að taka neinum vettlingatökum það, sem hann á annað borð tekur sér fyrir hendur. Eins og góðum um- boðsmanni og fréttaritara sæmir, ber hann jafnt fyrir brjósti hag blaðsins og kaupenda þess og hefur aldrei legið á liði sínu við að leggja sitt af mörkum til blaðsins né við að koma þvi samviskusamlega til kaupenda. A áttræðisafmæli Guömundar Björnssonar sendir Timinn honum árnaðaróskir og starfsmenn blaðs- ins þakka honum langt og ánægju- legt samstarf. ÁRNAÐ HEILLA

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.