Íslendingaþættir Tímans - 24.03.1982, Síða 2
Baldur Kristinsson
Fæddur 22. desember 1932
Dáinn 4. mars 1982
Baldur var Vestfirðingur að uppruna og
sleit barnsskónum i Haukadal i Dýrafirði.
Foreldrar voru Daðina Guðjónsdóttir
og Kristinn Eliasson trésmiður.
Baldur var næst yngstur fimm systkina,
en faðir þeirra lést árið 1945 og fluttist þá
fjölskyldan ti) Reykjavikur. Baldur hóf
nám i vélvirkjun hér i Reykjavik og lauk
sveinsprófi 1955.
Hann kvæntist eftirlifandi konu sinni
Viktoriu Hólm Gunnarsd. 9. júni 1957 og
eru börn þeirra 6.
Gunnar fæddur 1957 kvæntur Ingigerði
Gunnarsdóttur, Iris fædd 1958 gift Erni
Hafsteinssyni, Erna fædd 1960 gift Smára
Baldurssyni, Birna fædd 1961 og tvibura-
systurnar Rut og Eva fæddar 1964, en
þrjár yngstu dæturnar eru enn á heimili
foreldra.
Fyrstu kynni okkar Baldurs eru tengd
okkar unga iþróttafélagi hér i hverfinu.
Það var i svartasta skammdeginu nokkr-
um dögum fyrir jól að Fylkir var með
jólatréssölu hér i hverfinu en söluað-
staðan var ekki glæsileg, óupphitaður
skúrgarmur og ljós af skornum skammti,
en úti nepjukaldi og frost. Synir okkar
Baldurs þá báðir innan við fermingu
önnuðust söluna, og að sjálfsögðu voru
þeir ekki sáttir við þessa vinnuaðstöðu og
settu fram kvörtun við formann félagsins.
Ég varð að sjálfsögðu að bregðast við
þessum sanngjörnu kröfum á jákvæðan
hátt, en hver var lausnin. Mitt í þessum
raunum birtist maður og býður aðs*oð
sina, sem vel var þegin, og innan stundar
var jólatrésskógurinn orðinn uppljóm-
aður og nú dreif kaupendur að úr öllum
áttum.
Þetta atvik hefur oft komið upp I hug-
ann er við Baldur höfum orðið að vinna
saman á félagssviðinu, og raunar finnst
mér það dæmigert um viðbrögð og starfs-
hætti Baldurs. Hann gekk að hverju verki
með þeim ásetningi að ljúka þvi hafandi
að leiðarljósi, að erfiðleikar og mótlæti
væri eðlilegur fylgifiskur, sem þyrfti að
sigrast á, en ekki að mikla fyrir sér. Það
okkur hjónum sumardrengir i sveitinni,
góöir drengir af öllum vinsælir tryggðar-
vinir. Það mátti segja að vera þeirra hafi
orðið til að auka kynnin við þetta ágæta
fólk sem reynst hefur okkur með af-
brigðum vel. Þau Daniel og Gerða hafa
svo sannarlega margsinnis séð við okkur
greiðann ef greiða skyldi kalla. Þau
gömlu hjónin kunnu einnig vel að meta
það að kona min varð .við bón gamla
mannsins og lofaði þessum prúðu piltum
aö koma til okkar.
Sjálfir voru þeir ungu mennirnir fullir
af áhuga fyrir þessu nýja umhverfi, sem
alltiðaöi af lifi og fjörihvert sem litið var.
Það var sannarlega gaman að hafa slikt
fólk i návist sinni.
Við þetta tækifæri færum við hjónin og
fjölskylda okkar öllum þessum vinum
okkar bestu þakkir fyrir okkur sýndan
vinahug, greiövikni og ómetanlega tryggö
og vináttu.
Afmælisbarninu, konu hans og fjöi-
skyldu færum viö hjartansóskir með
merk timamót i lifi okkar kæra vinar
Guðmundar Björnssonar. Megi hjarta-
góðar heilladisir visa áttræðum heiðurs-
manni veginn hér eftir sem hingað til.
Valgarftur L. Jónsson
f.v. bóndi á Eystra-Miftfelli
Opift bréf meft afmæliskveftjum.
Sæll og blessaður, Guðmundur minn.
Það má nú varla minna vera en við
hjónin sendum þér bestu kveðjur okkar i
tilefni dagsins.
Við vildum nú kannske öll, að við vær-
um þess umkomin aö geta dregið ögn úr
2
hraða timans, en enginn gengur eins
hljóðlega um garða og hann, og við verð-
um þess ekki vör, fyrr en löngu eftir, að
hann er farinn hjá.
Það eru þvi miðúr ekki allir, eins og þú,
sem geta fagnað þvi láni, að verða áttræð-
ir, án þess að þeim blási nös.
A llfsferli þinum hefir þú, Guðmundur,
reynst liðtækur félagi i hinum ýmsu fé-
lagasamtökum, þar sem þú hefur komið
við sögu. Má þar til nefna Kennarasam-
tökin, Húnvetningafélagið, Norræna fé-
lagið og ekki sist i félagssamtökum
Framsóknarflokksins, þar sem ég held,
að þér hafi aldrei verið brugðið um vinstri
villu.
1 öllum þessum félögum hefur þú hlotið
viðurkenningu fyrir störf þin, enda ert þú
málafylgjumaður góður og ræðumaður
mikill, talar og skrifar tilgerðarlaust og
hreint islenskt mál og nú nýverið hlotið
þjóðar viðurkenningu fyrir störf þin að fé-
lagsmálum.
Ættrækni og ræktarsemi við þér tengda
og frændalið er þér i blóð borin og annt
bernskustöðvum þinum norður i Miðfirði
af heilum hug, en bernskuheimili þitt var
Núpsdalstunga, þar i sveit, en þangað
hvarflar hugur þinn löngum og oft veit ég
til, að þú hefir lagt land undir fót um
sveitina þina. Slik er ræktarsemi þin við
þinar bernskustöövar og fólkið, sem þú
ólst upp með i æsku.
Þá er ég löngum minnugur þeirrar um-
hyggju og velvildar, sem þú sýndir jafnan
tengdamóður þinni, en móður minni, alla
tið, enda mathún þig mikils. Af þessu öllu
má lika að nokkru þekkja manninn. Þú
hefur verið mikill lánsmaður i öllu þinu
lifi og starfi, virtur og vel metinn borgari,
sem tekiðhefir þáttí að móta samtið þina,
slikir sem þú, setja jafnan svip á sitt um-
hverfi.
Eftirminnanlegastur ætla ég þó, að þú
verðir afkomendum þinum, sem hinn si-
vökuli ættarhöfðingi yfir velferð og ham-
ingju sinna nánustu.
Það kæmi mér ekki á óvart, þegar þú
nú, mágur minn, stendur á áttræðu og lit-
ur til baka yfir farinn veg, að þér muni
verða efst i huga, þökk til lifsins fyrir alla
þá hamingju, sem disirnar færðu þér i
vöggugjöf.
En þú átt þér fleiri hamingjudisir, en
þær sem þú hlaust i vöggugjöf. Eiginkonu
þinni, Pálinu Þorsteinsdóttur, mátt þú
ekki siður þakka, þinn hamingjuferil,
þannig hefir lif ykkar fallið i einn og sama
farveg.
Ég er ekki í nokkrum vafa um, að enn
bíða þin ótaldir hamingjudagar. Þér
hefur lærst að njóta lifsins og gleymir þá
jafnan aldri og árum og finnur þig ekki
eldri en þú vilt vera.
Við hjón höfum mikla ánægju af að
senda þér okkar bestu og innilegustu
heillaóskir á merkisdegi þessum, svo dáð-
ur, sem þú hefur jafnan verið af konu
minni allt frá fyrstu kynnum, en meina-
laust i millum okkar mága.
Þessari kveðju fylgir ekki upptalning
ættfeðraeða afkomenda, þvi að maðurinn
er fyrst og fremst það, sem hann er af
sjálfum sér.
24. mars 1982 i Stóragerfti
Halldór Þorsteinsson
Guðmundur tekur á móti gestum á heimili
dóttur sinnar og tengdasonar að Sævar-
landi 8, Reykjavik, milli kl. 4-7 i dag.
íslendingaþættir