Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 09.06.1982, Qupperneq 2

Íslendingaþættir Tímans - 09.06.1982, Qupperneq 2
SSE Egill Egilsson Fæddur 24. sept. 1893 Dáinn 14. mai 1982. Hinsta stund vinar mins, Egils Egilssonar, var að kvöldi föstudagsins 14. maí sl., er hann lést í Landakotsspítala eftir stutta legu. Heimkominn úr sinni daglegu gönguför viku áður missti hann kraftinn. En hugsinum hélt hann óskertum til hinstu stundar. Egill Egilsson fæddist að Sjöunduá í Rauðasandshreppi, Vestur-Barðastrandar- sýslu 24. september 1893. Foreldrar hans voru Egill Árnason Jónssonar bónda á Lambavatni og Jónina Helga Gisladóttir Þorgeirssonar bónda í Haga. Systkinin voru átta og var Egill þriðji í röðinni. Tvö þeirra létust ung, en þau, sem upp komust ásamt Agli, voru Gíslína, Ólafia, Árni, Bergþóra og Guðbjartur Gisli. Að Agli gengnum lifa ein eftir systkinanna þau Ólafía og Guðbjart- ur Gísli. Egill ólst upp i foreldrahúsum á Sjöunduá. Á honum sannaðist máltækið, að margur er knár, þótt hann sé smár, þvi enda þótt hann væri aldrei hár í loftinu, bar snemma á greind og dugnaði í fari hans og þeir eiginleikar einkenndu allt hans ævistarf. Um tvítugt hleypti Egill heimadraganum og hélt til náms við Bændaskólann á Hvanneyri. Þaðan útskrifaðist hann sem búfræðingur 1917 með þriðju hæstu einkunnina. Agli var alla tíð hlýtt til hins gamla skóla og hann minntist oft veru sinnar þar með stolti og ánægju. Næstu árin á eftir var Egill til sjós og stundaði jafnframt búskap. Meðal annars var hann á skútunni Olivetti og hef ég oft blaðað í sjóferðabók hans frá þeim tima. f henni, eins og öllum öðrum skjalfestum vitnisburði um störf Egils, er hans getið að góðu einu: dugnaði, samviskusemi og tillitssemi við aðra. Áttunda júlí 1922 kvæntist Egill Steinunni Ó. Thorlacius, greindri og góðri konu. Bjuggu þau fyrst að Neðri-Tungu í Örlygs- Ingibjörg Jósepsdóttár útslitin og þreytt í húsi Öryrkjabandalagsins og var það vel til fundið að hún skyldi fá þar inni fljótlega eftir að það tók til starfa. Síðustu árin sem hún lifði var sjón farin að bila, svo hún gat ekki lesið. Þetta var mikið áfall fyrir svo bókelska konu sem Ingibjörg var, en hún tók þessu eins og öðru mótlæti með sálarstyrk og jafnaðargeði. Þá kom líka útvarpið og stytti henni stundir og hún naut þess að hlusta á það. Andlegt þrek hennar entist til siðustu stundar. Hún lést á 91. aldursári og átti þá mikið og gifturikt starf að baki, eins og frá hefur verið sagt hér. Ekki er mér kunnugt um hvaða laun Ingibjörg voru greidd fyrir hennar frábæru 2 höfn, en 1922 gerðist hann starfsmaður pósthússins á Patreksfirði og Kaupfélags Patreksfjarðar og um svipað leyti flytjast þau hjónin að Saurbæ til hjónanna Hólmfriðar Pétursdóttur og Gísla Ó. Thorlacius, mágs Egils og vinar. Þeir voru mjög samrýmdir og milli tengdafólks Egils og foreldra hans rikti mikil vinátta. Árið 1933 varð Egili svo kaupfélagsstjóri hins nýjstofnaða Kaupfélags Rauðsendinga á Hvalskeri og gegndi hann því starfi í um 10 ár. Þau Steinunn og Egill fluttu búferlum til Innri-Njarðvikur 1943. Þar gerðist Egill starfsmaður hjá frænda sínum og vini, Jóni Jónssyni, Rauðsendingi, sem var að reisa fiskimjölsverksmiðju i Innri-Njarðvík. Jón var eigandi og aðalframkvæmdastjóri verk- smiðjunnar, en gat ekki sinnt daglegum rekstri vegna verkefna víða um land. Hann valdi Egil vin sinn sem staðgengil sinn til umsjónar og ábyrgðar. Egill annaðist allt bókhaid og daglegan rekstur og reyndist þá sem ætíð traustsins verður. Strax í Saurbæ hafði tekist mikil vinátta með Agli og litlum snáða, Guðmundi Jónssyni. Þessi vinátta þróaðist áfram eftir að suður kom og reyndist Diddi, eins og Egill kallaði hann, sannur vinur alla tið og þá ekki síður eftir að starfsdegi Egils lauk. Heims- óknír Didda voru Agli sérstakar gleðistundir. í Innri-Njarðvík bjuggu Steinunn og Egill fyrst i Hákoti og urðu þau góðir þegnar þess bæjarfélags. Egill var í sóknarnefnd kir- kjunnar um 10 ára skeið og var hann þá meðal annars einn frumkvöðla að stækkun kirkjugarðsins. Agli og Steinunni varð ekki barna auðið. Hún átti við vanheilsu að stríða mörg siðustu árin og reyndist Egill henni gæðamaður til síðustu'stundar. Steinunn lést 12. ágúst 1953. Tveimur árum síðar, 3. júli 1955, giftist Egill Guðveigu Stefánsdóttur, móðursystur minni. Þau bjuggu í Innri-Njarðvik til ársins störf, en þó hygg ég að henni hafi aldrei verið fullborgað. Hún sóttist heldur ekki eftir peningum. Hún vann fyrst og fremst starfsins vegna, en ekki launanna. Þau orð skáldjöfursins Stefáns G. Stefáns- sonar i kvæði hans „Bræðrabýli" eiga vel við ævistarf Ingibjargar Jósefsdóttur, þar sem hann segir: „Að hugsa ekki i árum, en öldum, að alheimta ei daglaun að kvöldum -þvi svo lengist mannsævin mest-“ Blessuð sé minning þessarar frábæru konu. Jón S. Jakobsson 1960, að þau fluttu i Meðalholt 13 Reykjavík. Það sem eftir var starfsævinnar vann Egill hjá Skattstofu Reykjavíkur og vann sér þar sem annars staðar traust og virðingu samstarfsmanna sinna. Agli og frænku varð ekki barna auðið. Sambúð þeirra var innileg og hlý. Þau ferðuðust víða á sínum fyrstu hjúskaparár- um, enda voru land og saga sérstök áhugamál Egils. Og þegar ferðalögunum sleppti, bættu endurminningarnar þeim lífið og samveruna. Agli var heimilið í Meðalholtinu kært og þar vildi hann dvelja sem lengst. Með einstakri natni og umhyggju gerði frænka honum það kleift. Og í gegn um frænku eignaðist ég vininn Egil Egilsson. Ég var átján ára mín fyrstu jól að heiman og dvaldi þau á heimili Egils og frænku. EgiH lagði sig í líma við að gera mér þessi jól eins mikið „heima“ og hægt var. Honum var nautn að því að gleðja aðra og aldrei man ég hann það upptekinn, að hann gæfi sér ekki tíma til þess. Ég hef séð syni mína hverfa til Egils, eins og ég gerði þessi jól. Og ekki bara þá, heldur líka systkini mín og þeirra börn og reyndar sérhvern þann, sem ég sá kynnast Agli. En það var ekki aðeins mannfólkið, sem naut gæsku hans. Smáfuglarnir i garðinum áttu lika í honum sinn vin, þegar gaddurinn herjaði á. Skylt er að geta þess, að þau frænka og Egill bjuggu ekki ein i Meðalholti 13. Á neðri hæðinni búa hjónin Evlalia Guðbrandsdóttir og Olgeir Vilhjálmsson. Mikil vinátta og umhyggja i smáu sem stóru hefur alltaf ríkt á milli hæðanna. Nú þegar leiðir okkar Egils skiljast um stund, vil ég þakka þeim, sem lífið gefur, fyrir þær gjafir, sem ég hef fengið af kynnum okkar Egils. Þegar kraftur hans fór að þverra, reyndi ég að vera honum stafur á göngunni. Fyrir það tækifæri er ég þakklát. Egill Egilsson var hávaðalaus maður. Hann var einlægur i trú sinni, rækti störf sín af elju og kostgæfni og gaf hverjum, sem honum kynntist, meira en hann þáði sjálfur. Blessuð sé minning hans. Sigríður Jóhannsdóttir Islendingaþaettir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.