Íslendingaþættir Tímans - 09.06.1982, Blaðsíða 6
Bjarni
F. 24. apríl 1914
D. 21. maí 1982
Um nónbil föstudaginn 21. maí daginn
fyrir sveitarstjórnarkosningarnar, hringdi
Hlíf Bjarnadóttir heim til okkar og tilkynnti
lát manns síns, Bjarna Þórðarsonar, ritstjóra
og fyrrum bæjarstjóra í Neskaupstað. Bjarni
hafði átt við mikil og erfið veikindi að stríða
að undanförnu, svo að þessi fregn kom
kannski ekki með öllu á óvart, en þó höfðu
verið gefnar vonir um bata.
Glöggt finn ég vanmátt minn við að
minnast Bjarna Þórðarsonar sem verðugt
væri, en þó vil ég í fáum orðum leiða hugann
til þessa góða og trygglynda manns með
virðingu og þökk fyrir samstarf og vináttu.
Bjarni Steindór Þórðarson var fæddur á
Kálfafelli í Suðursveit 24. apríl 1914.
Foreldrar hans voru hjónin Matthildur
Bjarnadóttir og Þórður Bergsveinsson.
Bjarni var elstur fimm systkina. Er Bjarni
var í frumbernsku fluttu foreldrar hans að
Krossi á Berufjarðarströnd, og þar ólst
Bjarni upp til 15 ára aldurs.
Á Krossi var stundaður búskapur til lands
og sjávar, og vann Bjarni öll störf, sem aldur
og kraftar leyfðu. En skyndilega varð
fjölskyldan fyrir miklu áfalli. Þórður, faðir
Bjarna drukknaði ásamt fleiri mönnum af
bát sínum skammt frá lendingunni á Krossi.
Ekkja með fimm börn bjó ekki við nein
sældarkjör á þéim tímum, engar trygging-
abætur var um að ræða, og aðstæður allar
erfiðar á landlitlum jarðarhluta. En Matthild-
ur hóf hetjulega baráttu með hjálp eldri
drengjanna og þá sérstaklega Bjarna, við að
framfleyta fjölskyldunni. Með harðfylgi og
þrautseigju tókst þeim að forða því, að
fjölskyldunni yrði sundrað og hún Ienti á
sveit. En það var ekki fátæktin ein, sem
berjast þurfti við, heldur einnig langvarandi
veikindi og sjúkrahússvist sumra systkin-
anna.
Ekki er ótrúlegt, að á þessum harðdrægu
æskuárum á Krossi hafi vaknað með Bjarna
sú samfélagslega kennd, er vill, að allir búi
við öryggi og jafna aðstöðu í þjóðfélaginu,
en berst gegn hverskonar óréttlæti og
mismunun. Árið 1929 flutti fjölskyldan til
Neskaupstaðar, sem einmitt þá var að fá
kaupstaðarréttindi. Kannski eru þessir
atburðir táknrænir fyrir það órofa samhengi,
sem nær alla tíð siðan rikti milli sögu
Neskaupstaðar og sögu Bjarna Þórðarsonar.
Þá sögu verður að skrá.
í Neskaupstað tók Bjarni fljótt þátt í
starfsemi Verkalýðsfélags Norðfirðinga og
starfi Kommúnistaflokksins, og varð einn
helsti forustumaður þess flokks í Neskaup-
stað og sfðar Sósíalistaflokksins og Alþýð-
ubandalagsins. Bjarni varhugsjónakommún-
6
NG
Þórðarson
isti, sem átti þá list til að bera að geta
samræmt hugsjónina veruleika liðandi
stundar. Hann var maður framkvæmda og
framfara. Hann var fjarri því að vera
hvítflibbakommi, stóð ætíð með báða fætur
á jörðu niðri - í raunveruleika samfélagsins
- en missti þó aldrei sjónar á hugsjóninni og
hafði hana að leiðarljósi i öliu starfi sínu og
lífi.
Bjarni átti sæti i bæjarstjórn Neskaupstað-
ar um 40 ára skeið og sat fleiri bæjarstjórnar-
og bæjarráðsfundi en nokkur annar hefir gert
til þessa i Neskaupstað. Hann var bæjarstjóri
í Neskaupstað í nær 24 ár, fyrst um tíma 1946
og svo óslitið frá 1950 til miðs árs 1973. Hann
hafði afgerandi áhrif á mótun bæjarmálefna
í Neskaupstað allan þennan tíma eða í fjóra
áratugi, og verka hans til framfara og heilla
fyrir bæjarfélagið sér víða stað. Um þennan
þátt i lífi og starfi Bjarna Þórðarsonar munu
aðrir fjalla betur en ég, og hefi ég því ekki
fleiri orð þar um nú.
Ekki naut Bjarni langrar skó'.agöngu,
langskólanám hefði þó reynst honum auðvelt
viðfangs, en aðstæðurnar leyfðu ekki slíkt.
Barnafræðslu hlaut hann á Berufjarðar-
strönd, og í Neskaupstað var hann í
unglingaskóla. En sjálfsnám Bjarna var
mikið og víðtækt. Hann var sérlega vel að
sér í íslenskri tungu og bókmenntum, einnig
í lögfræði og sögu, og þekking hans á
sveitarstjórnarmálum og stjórnsýslu var
mikil og aðdáunarverð. Hann átti mörg
áhugamál og þá sérstaklega ættfræði, sögu
og fornleifafræði, kynnti sér þessi málefni af
gaumgæfni og skrifaði mikið um þau.
Bjarni var sérlega vel máli farinn og ritfær.
Hann var áheyrilegur og snjall ræðumaður
og ritaði hvassan og meitlaðan stfl.
Skriftir og blaðaútgáfa voru snar þáttur í
lífi Bjarna Þórðarsonar, og þó að þau störf
væru nær alla tið unnin i tómstundum, bera
þau vitni um handbragð atvinnumannsins,
hvernig sem á er litið.
í þágu sósíaliskrar hreyfingar gaf hann út
og ritstýrði fjölritúðu blöðunum Uppreisn,
Lýð og Árbliki og svo Austurlandi, sem
fljótlega kom út sem prentað blað, er Bjarni
hafði komið á fót prentsmiðju í Neskaup-
stað. Vikublaðið Austurland hefir komið út
óslitið síðan 1951 og var Bjarni ritstjóri þess
alla tíð að undanskildum árunum 1979 og
1980, en þá var ráðinn launaður ritstjóri við
blaðið. Bjarni var þá bankagjaldkeri >
Neskaupstað og hafði gegnt því starfi frá
1974 að mig minnir.
Útgáfa Austurlands hvíldi alla tíð á Bjarna
fyrst og fremst og lengi framan af á honum
einum bæði hvað vinnu snerti og eins að
kosta útgáfuna, því að lengst af var halli á
henni. Slíkt hugsjónastarf er sjaldgæft, en er
einkennandi fyrir Bjarna og lýsir honum
mjög vel.
Bjarni Þórðarson var tvíkvæntur. Fyrri
kona hans var Anna J. Eiríksdóttir, en hún
lést 1975. Þau áttu tvo syni, Eirík sem var
kvæntur og bjó á Eskifirði og átti tvö börn,
en fórst með bát sinum ásamt fleiri mönnum
í m;
ókv
Skriftir og blaðaútgáfa voru snar þáttur i
lifi Bjarna Þórðarsonar, og þó að þau störf
væru nær alla tið unnin i tómstundum, bera
þau vitni um handbragð atvinnumannsins,
hvernig sem á er litið.
í þágu sósíaliskrar hreyfingar gaf hann út
og ritstýrði fjölrituðu blöðunum Uppreisn,
Lýð og Árbliki og svo Austurlandi, sem
fljótlega kom út sem prentað blað, er Bjarm
hafði komið á fót prentsmiðju i Neskaup-
stað. Vikublaðið Austurland hefir komið út
óslitið síðan 1951 og var Bjarni ritstjóri þess
alla tíð að undanskildum árunum 1979 og
1980, en þá var ráðinn launaður ritstjóri við
blaðið. Bjarni var þá bankagjaldkeri J
Neskaupstað og hafði gegnt því starfi frá
1974 að mig minnir.
Útgáfa Austurlands hvíldi alla tíð á Bjarna
fyrst og fremst og lengi framan af á honum
einum bæði hvað vinnu snerti og eins að
kosta útgáfuna, því að lengst af var halli á
henni. Slfkt hugsjónastarf er sjaldgæft, en er
íslendingaþættir