Íslendingaþættir Tímans - 09.06.1982, Qupperneq 3
Hjónin
Páll Þorláksson og
Þorbjörg Kjartansdóttir
frá Veturhúsum
Það var hinn ellefta mai, 1899 að gefin
v°ru saman í hjónaband í Hólmakirkju, i
Eeyðarfirði af séra Jóhanni Sveinbjörnssyni,
Páll Þorláksson, bóndi i Veturhúsum, við
Eskifjörð og Þorbjörg Kjartansdóttir, Pét-
Urssonar Brand, frá Eskifjarðarseli, og konu
uans, Kristinar Jónsdóttur, ættaðri úr
Vöðlavik, í Helgustaðarhreppi. Porbjörg
Ejartansdóttir fæddist að Eskifjarðarseli,
P'nn 12. april 1882 og ólst þar upp. Páll
Pprláksson var fæddur að Keldunúpi, á
Síðu, niunda júní 1877. Páll var sonur
ujónanna, Þorláks Pálssonar og Emerentinu
Oddsdóttur. Páll var talinn tökubarn, að
Húpsstað (Vestur-Skaftafellssýslu) árið 1883
~ niun þó varla hafa verið þar nema tæpt ár.
^rið 1884 er Páls Þorlákssonar ekki getið
Þar í manntali, né i kirkjubókum... Það vor
U)un Páll Þorláksson hafa flutzt með
r°sturforeldrum sínum, systkinunum Ólafi
ojgurðssyni oog Margréti Sigurðardóttur, til
Eskifjarðar, og þau dvalið þar með fósturson
jjnn, Pái; hjá hjónunum i Hátúni, á
Eskifirði. Skylt er þess að geta, að Páll
orláksson missti föður sinn ungur. Ekki er
v'tað hvort Þorlákur, faðir Páls, dó af
f'ysförum, eða ekki. Upplýsingar engar,
Paraðlútandi. - Páls Þorlákssonar er ekki
®et'ð i manntali frá árinu 1883 til ársins
°86 að hann er níu ára og þá með
osturforeldrum sinum, (Ólafi og Margréti,)
oúendum, á Veturhúsum, við Eskifjörð.
Arið 1891 er Páll Þorláksson talinn bóndi,
Veturhúsum, sama býlinu, sem hann ólst
úPP á frá niu ára aldri... Hrakningi Páls
orlákssonar er lokið. Nú byrjar andófið.
áll býr á Veturhúsum til æviloka. Veturhús
i 8 Eskifjarðarsel eru andspænis hvort öðru,
poi i Eskifiarðardal, sitt hvoru megin við
kifjarðará.. Veturhús tilheyrðu býlinu
þSk'firði og svo er enn... Páll Þorláksson og
orbjörg Kjartansdóttir alast upp í næsta
grenni, i 13 ár, þau þekkjast orðið vel,
Pa" ganga í hjónaband, ellefta maí 1899, sem
yrr segir. Þeim Páli og Þorbjörgu varð tíu
rna auðið og ólu upp tvo drengi, þar að
efA ^£ta ma nærri að lífsbaráttan hafi verið
^ . a harðbýliskoti við lítil efni. Hart var
ar>st. Andófið var þungt, ekki mátti gefast
^PP- Halda varð í horfinu. Þetta tókst.. Yfir
hv^'HSunni, um þessi barnmörgu hjón,
0 *r Ejartur varmi i minningum barnanna
u^Peirra fjölmörgu gesta, sem þar áttu leið
en það er önnur saga. Sú saga leynist i
slendingaþættir
hugum þeirra er til þekktu, og geymist þar.
Börn hjónanna Páls Þorlákssonar og
Þorbjargar Kjartansdóttur eru, Emerentína
Kristin f. 23/4 1900, Ólafur f. 29/9 1901,
Kjartan f.26/7 1903, Arnbjörg f. 3/8 1905
d. 29/12 1932 Páll f. 26/7 1910, Pétur Björgvin
f. 19/9 1912 Björgúlfur f. 10/10 1913, d. 14/1
1981, Bergþóra f. 28/1 1918, Steinþór f. 3/10
1922, d. 22/6 1962, Magnús f. 28/6 1926.
Fóstursynir Sveinbjörn Kjartansson f. 23/3
1924, Páll Lútherson f. 20/10 1926, d. 21/6
1981
Eins og sjá má af þvf sem hér er skráð þá
hafa hjónin, Páll og Þorbjörg, unnið afrek
við örðue lífsskilvrði að koma börnum sínum
og fósturbörnum upp, við þær aðstæður sem
hér um ræðir. Á Veturhúsum bjuggu þau
Páll og Þorbjörg til ársins 1940 að Páll
andaðist, það ár, 4. júni, tæpra 63 ára
(vantaði 5 daga á 63. árið.) Þorbjörg
Kjartansdóttir deyr 26/8 árið 1962. Börn
hennar, Páll Pálsson og Bergþóra Pálsdóttir,
bjuggu þá í Eskifjarðarseli, eignarjörð
sinni... Hin aldraða móðir þeirra var þar í
skjóli barna sinna, komin aftur á sama
sveitarbýlið og hún fæddist á. Þannig fékk
hún umbun verka sinna og þolgæðis, eftir
langan vinnudag.
Blessuð sé minning þeirra hjóna.
Bergþóra Pólsdóttir,
frá Veturhúsum.
Ath. Páll Þorláksson, dó 4. júni (en ekki 24.
júni) eins og misritast hefur í kirkjubækur.
B.P.
Hjónin í dalnum.
í dalnum, lífs að morgni, mættust þið,
mundir beggja saman tengjast náðu.
í dalnum funduð skjól, hann lagði lið,
Iét ykkur finna allt, er bæði þráðu.
Þið reistuð bú, und bjartri fjallahlíð
þar blessun reyndist tær, í laut, und steini.
Þið voruð bæði hugprúð... hjálparþýð,
í hörðu stríði lifs, að forða meini.
Á litlu búi lifðu bömin tólf,
ljúfar hendur studdu þau á veginn.
Þau stækkuðu og hlupu um grund og gólf.
Guðleg mildi studdi að öllum megin.
Margt var starfið. Mikil dagsins önn.
Margur kom að garði, er hlýju þáði.
Ljúfa, milda, hjarta-hlýjan sönn
hlúði að, og björtum geislum stráði.
Nú eru horfin handaverkin góð,
og hetjudáð, er unnuð þið i hljóði.
Hugprúð áttuð hjartans geislaglóð,
göfga þrá, í kærleiksríkum sjóði.
Bergþóra Pálsdóttir
frá Veturhúsum.
3