Íslendingaþættir Tímans - 09.06.1982, Síða 4
Ingimar H. Jóhannesson
kennari
fæddur 13.nóv. 1891.
dáinn 2. apríl 1982.
Haustið 1919 komu tveir nýir kennarar að
barnaskólanum á Eyrarbakka. Aðalsteinn
Sigmundsson frá Árbót í Aðaldal, sem var
skólastjóri og Jakobína Jakobsdóttir bónda
Hálfdánarsonar, Grímsstöðum í Mývatns-
sveit. Petta voru einu kennararnir við skó-
lann veturinn 1919-20. Á þessum árum og
lengi áður var Eyrarbakki fjölmennasta sveit-
arfélagið á Suðurlandi og voru íbúar þar um
þetta leyti 800-900 að tölu, þar fór fram versl-
un við 3 sýslur, einnig var þar veruleg útgerð
og landbúnaður.
Ári síðar er þriðja kennaranum bætt við. í
þá stöðu réðist Ingimar H. Jóhannesson frá
Meira-Garði í Dýrafirði, er lokið hafði prófi
frá kennaraskólanum vorið 1920. Þessir þrír
kennarar starfa síðan saman við barnaskó-
lann á Eyrarbakka til haustsins 1929. Næstu
árin áður hafði íbúum á Eyrarbakka tekið að
fækka verulega, enda mikil breyting á
atvinnuháttum þjóðarinnar. Uppbygging á
Selfossi var að hefjast og margir fluttu til
Reykjavíkur. Starfið við skólann var ekki
lengur talið, nema fyrir 2 kennara. Ingimar
gerðist þá skólastjóri við nýbyggðan heima-
vistarskóla að Flúðum í Hrunamannahreppi,
Aðalsteinn kennari við Austurbæjarskólann í
Reykjavík, en Jakobína kenndi enn í nokkur
ár á Eyrarbakka.
Saga barnaskólans á Eyrarbakka þriðja
áratug aldarinnar er mikil og merk. f þá sögu
er jafnframt tvinnað fjölþætt félagslíf og
menningarstarf sem tengt er bamaskólanum
og kennumm hans með ýmsum hætti. Þeir
voru samtaka um það að gera allt fyrir börnin
og æskuna, sem til heilla horfði. Þar var einn
hugur og einn vilji að láta sem mest gott af
störfum sínum leiða. Aldrei var spurt um
fjármuni eða endurgreiðslu, enda hefði þá lít-
ið gerst. Ánægjulegustu launin voru sá árang-
ur, sem starfið skilaði og ævarandi þakklæti
þess mikla fjölda bama og unglinga, sem þess
naut.
Umf. Eyrarbakka var stofnað 5. maí 1920.
Nokkm síðar var stofnuð yngri deild fyrir
börnin í barnaskólanum. Skátafélagið Birki-
beinar var stofnað í nokkmm deildum.
Stúkustarfsemi var með miklum blóma. Ein-
nig leikstarfsemi og kórar. Bókasafn var
stofnað. Haldin námskeið í heimilisiðnaði,
vikivökum o.fl. Margt er enn ótalið. Sá fjöl-
menni hópur barna og unglinga, sem þá var
að alast upp á Eyrarbakka, þekkir þessa sögu
og metur hana mikils. Hún hefur orðið mörg-
um örlagavaldur. Þetta er rifjað hér upp í til-
efni þess, að einn þessara frábæru kennara og
hugsjónamanna, Ingimar H. Jóhannes-
4
son.andaðist 90 ára að aldri, þann 2. apríl s.l.
og var útför hans gerð frá Fossvogskirkju
7.s.m.
Ingimar H. Jóhannesson var Vestfirðingur
að ætt og uppmna og þá fyrst og fremst Dýr-
firðingur, þar sem tign og mildi landslagsins
eru hvað mest á Vestfjörðum. Hann var ætíð
bundinn æskubyggð sinni sterkum böndum.
Hann er meðal fyrstu nemenda Núpsskóla og
verður fyrir miklum áhrifum sr. Sigtryggs og
Kristins bróður hans. Nokkm síðar lýkur
hann námi við bændaskólann á Hvanneyri.
Eftir það annast hann barnakennslu nokkra
vetur í Dýrafirði og einn vetur austur á Stöð-
varfirði. Lýkur kennaraprófi vorið 1920, og
er kennari á Eyrarbakka til 1929 og skóla-
stjóri á Flúðum 1929-37. Kennari við Skild-
inganesskólann í Reykjavík 1937-46, Mela-
skólanum 1946-47 og eftir það fulltrúi
fræðslumálastjóra í 15 ár, eða þar til hann lét
af störfum vegna aldurs. Ingimar starfaði því
samfellt að kennslumálum í meir en 40 ár.
í mínum huga hefur Ingimar ætíð verið
ímynd hins sanna kennara, kennari af guðs
náð og er þá mikið sagt. Hann var glæsimenni
í útliti. Hár vexti, herðabreiður og beinvax-
inn. Fríður sýnum og karlmannlegur. Svip-
hreinn og hlýr í framkomu, en gat verið al-
varlegur og brúnaþungur.ef það átti við.
Röddin var hljómmikil og skýr, enda beitt á
fjölbreyttan hátt. Hann var mikill stjórnandi,
án þess að hafa nokkuð fyrir því. Þar kom í
ljós andlegt og líkamlegt atgerfi, sem fylgdist
svo vel að. Hann sagði einkar vel frá. Var
skemmtilegur og skýr í máli,enda góður leik-
ari, ágætur söngmaður og prýðilegur hagyrð-
ingur, ef ekki skáld og vel að sér um flesta
hluti.
Mér er reikningskennsla hans sérstaklega
minnisstæð. Hann var snillingur í meðferð
talna og vakti áhuga og kapp nemenda sinna.
í bóklegum greinum hafði hann skýra og
skemmtilega frásögn og hélt nemendum sín-
um vel við efnið. Hann átti fulla virðingu
nemendanna og hafði góðan skilning á
vandamálum þeirra. Hann var í eðli sínu
mikill sálfræðingur og mannþekkjari. Því
voru samskipti hans við nemendur. foreldra
og samstarfsfólk með þeim hætti, að úr varð
gagnkvæm virðing og vinátta sem entist ævina
út. Hann naut af þeim ástæðum mikillar
mannhylli, hvar sem hann starfaði. Hann bjó
yfir virðulegum, en hlýjum umgengnishátt-
um. Gat rætt við alla af hvaða stigum og stétt
sem þeir voru. Kunni vel skil á mönnum og
málefnum. Gat brugðið á léttari strengi og
látið fjúka í kviðlingum, þegar svo bar undir.
Mörgum þótti því gott með honum að vera.
Ingimar var alla ævi mikill félagsmálamað-
ur og kom það eins og af sjálfu sér. Hvar
sem hann kom við, sáu allir í honum gæfuleg-
an forustumann, sem gott var að fylgja eftir.
Mann, sem gekk ótrauður til starfa, bar
merkið hátt og taldi aldrei eftir sér tíma né
fyrirhöfn til baráttu fyrir góðum málefnum-
Öll málefni, sem stuðluðu að auknum þroska
og vaxandi menningarlífi, fegurra og betra
mannlífi, áttu í Ingimar öflugan stuðnings-
og forustumann. Hann var formaður Umf-
Eyrarbakka í mörg ár og í stjórn Héraðssam-
bandsins Skarphéðins. í áratugi mikilvirkur
forustumaður í Góðtemplarareglunni m.a-
við unglingastarfið og i stúkunni Einingu '
Reykjavik. Einn af stofnendum Musteris-
riddara á íslandi 1949. í stjórn Sálarrann-
sóknarfélags íslands. Formaður Kennarafé-
lags Árnesinga fyrstu ár þess. Formaður
Stéttarfélags barnakennara í Rvík 1937-’42-
í stjórn S.Í.B. 1942-’50og formaður 1943-’50.
f Barnaverndarráði íslands um langt skeið-
Starfaði lengi í Eyrbekkingafélaginu og Dýf"
firðingafélaginu i Reykjavik. Var stuðnings-
maður Framsóknarflokksins og tók nokkrum
sinnum sæti á lista flokksins í ReykjavíL
Af þessu yfirliti sést að Ingimar kom víða
við og eyddi löngum tíma ævi sinnar í félags-
málastörf. Lengst mun regla Góðtemplara
hafa notið starfa hans, enda voru bindindis-
rnálin honum hjartfólgin alla ævi. Aðeins a
þeim eina vettvangi á Ingimar langa og fagra
sögu, sem ekki mun gleymast að sinni.
Umhyggjusemi og trygglyndi var rikt í farl
Ingimars og munu margir við það kannast og
minnast með þakklæti er leiðir skilja. Þar)
gilti einu, hvort Ingimar var kennari I Dýra"
firði, Stöðvarfirði, Eyrarbakka, Hruna
mannahreppi, eða Reykjavík. Allsstaðar var
islendingaþðett|r