Íslendingaþættir Tímans - 23.02.1983, Blaðsíða 6

Íslendingaþættir Tímans - 23.02.1983, Blaðsíða 6
Sigurður Þórarinsson með lífi sínu og starfi að ekki gleymist okkur íslendingum. Pað fylgdi hressilegur vorþytur þeim ungu menntamönnum, sem hópuðust heim að loknu námi í lok síðari heimsstyrjaldarinnar.Sigurður Pórarinsson stóð þar framarlega í flokki. Menn voru komnir heim til þess að færa okkur þann fróðleik sem þeir höfðu numið, fullir af áhuga á að breyta hér til hins betra að þeirra mati. Ég minnist þess hve Sigurður sagði mér eitt sinn skemmtilega - eins og hans var von og vísa - frá þessum tímum, þegar við rákumst saman af tilviljun á Höfn í Hornafirði, en báðir vorum við þar um kyrrt yfir helgi. Við litum inn á nokkrum bæjum í Nesjum og alls staðar var Sigurði tckið með kostum og kynjum eins og góðan ættingja bæri að garði. Það var gaman og ánægjan ein að ferðast með honum. Hann var hafsjór af sögum og fróðleik um héraðið og gott var að njóta gestrisni þeirra Nesjabænda í skjóli hans. Varþað ekki hógværð og lítillæti þessa ágæta húmanista og jarðvísindamanns á heimsmælikvarða auk greindarinnar sem vakti mesta aðdáun manna á honum? Málið var svo fagurt sem hann talaði að unun var á að hlýða. Á þessa daga í Hornafirði fyrir rúmum tveimur áratugum slær glampa sem ber Ijúfmennsku hans og græskulausu gamni fagurt vitni. Sigurður var sá maður, eftir að Vilhjálmur Þ. Gr'slason var allur, sem einna lengst hefur starfað fyrir Norræna félagið eða um tæplega hálfrar aldar skeið. Hann var rúmlega tvítugur þegar hann var fyrst beðinn að verða félginu að liði og segja má að síðan hafi hann alla tíð verið dyggur liðsmaður þess. í stjórn Reykjavíkurdeildarinnar hefur hann setið áratugum saman og verið fulltrúi félagsins í Stjórn Norræna hússins svo til frá upphafi vega. Á sjötugsafmæli Sigurðar 8. janúar í fyrra var hann sæmdur heiðursmerki Norræna félgsins úr gulli og þótti okkur félögum hans hann vel að þeim heiðri kominn. Norræna félagið í Reykjavík efndi þá á Porra til háfíðardagskrár í Norræna húsinu, þar sem söngtextar Sigurðar voru fluttir og varð að tvítaka skemmtunina hinn sama dag vegna fjömennis og vinsælda Sigurðar. Hann veitti síðan Norræna félaginu heimild til þess að gefa út hljómplötu með söngvatextum sínum nú fyrir jólin og hefur hún reynst eins vinsæl og höfundur textanna. Við höfðum gert okkur vonir um að nú eftir að Sigurður Iéti at kennslu- og jardvisindastorfum fyrir aldurssakir kynni hann að fá tíma til að sinna bókmenntum og öðrum humaniskum fræðum sem hann kunni ekki síður tökin á en jarðfræðinni. Vitað er að hann hafði nýlokið riti um skáldbróður sinn Carl Bellmann og er það vel. En því miður rætast ekki þær vonir frekar. Norræna félagið er Sigurði þakklátt fyrir öll störf hans í þágu þess og færir Ingu konu hans og börnunum Sven og Snjólaugu og skylduliði þeirra innilegustu samúðarkveðjur. Minningin um góðan og ráðhollan félaga lifir meðan norræn félög starfa á Fróni. Hjálmar Ólafsson. 6 + Kveðja frá Jóklarannsóknafélagi íslands. í suddarigningu á vordegi 1947 bar fundum okkar Sigurðar Þórarinssonar fyrst saman. Ég var staddur austur við Þjórsártún er þar staðnæmdist vörubíll, sem var að koma austan af Rangár- völlum, bílstjórinn þurfti að ná tali af Ölvi bónda, en ég lenti á tali við glaðlegan og viðmótsþýðan farþega bílsins. Brátt áttaði ég mig á, að hér var enginn annar á ferð en jarðfræðingurinn dr. Sigurður Þórarinsson, sem legið hafði langdvölum á vorin og sumrin fyrir stríð upp á Hoffellsjökli. Annars fannst mér ég þekkja hann einna best af orðspori sem latínuhestinn mikla frá M.A. Stúd- entspróf hafi hann tekið þar 1931, í nokkur ár á eftir gengu sögur í skólanum um námsafrek hans og kunnáttu. Sumarið 1934 kannaði hann verksum- merki eftir Dalvíkurjarðskjálftann (júní ’34). Hann gleymdist því ekki alveg norður þar, hann Sigurður eða Siggi hjá Ryel, eins og hann var venjulegast nefndur innan skólans og á Akureyri. Að loknum þessum fyrsta fundi hugsaði ég: það er gaman að mæta Sigurði, ég verð að hitta hann aftur. Og enn man ég taumana í andliti hans, „öskurykið" eins og það var kallað þá, nú gjóska. Gjóskan merktisérmanninnsnemma. Sem alþjóð veit var Sigurður brautryðjandi í öskulagarann- sóknum og vann frábært vísindaafrek á því sviði. í þetta sinn var Sigurður að koma austan frá Heklueldum, en þeir brunnu þá glatt. Hann var á leið til Reykjavíkur og taldi sig lánsaman að ná í bíl, sem var að fara alla leið vestur á Selfoss. Mér varð að von minni, Sigurði mætti ég aftur. Hef átt með honum liðlega 30 ára samstarf innan vébanda Jöklarannsóknafélags íslands. Fyrst und- ir formennsku Jóns Eyþórssonar og síðar dr. Trausta Einarssonar, en frá árinu 1969 hefur Sigurður veitt félaginu forstöðu. Kynnin eru því allnáin og ávallt verið ánægjuleg í hópi áhuga- samra sjálfboðaliða. Sigurður var afburðafjölhæfur og traustur. Eftir hann liggja á þriðja hundrað greinar og bækur. Ekki eru tök á að ræða um þær hér, en þó verð ég að nefna eina: Vötnin strfð. Hann var frábær fyrirlesari. setti niðurstöður náttúruvísinda fram á skýran og augljósan hátt. Átök elds og ísa, og svo afleiðingarnar, mótun lands og þjóðar, rakti Sigurður á hugljúfan og listrænan hátt. Ljóð hans og vísur eru fyrir löngu orðnar landfleygar og bera Ijósan vott um gamansemi hans og glettni. Það var svo sem engin neyð að vera veðurtepptur á Vatnajökli einn til tvo daga ef Sigurður var með í för. Nú á kveðjustund, er við í Jöklarannsóknafélag- inu kveðjum formann okkar, félaga og vin, Sigurð Þórarinsson, sækja margar minningar á hugann, enn stendur óhaggað spakmæli Hávamála: „.. .orðstírr deyr aldregi, hveims sér góðan getur“. Jöklarannsóknafélag Íslands vottar konu Sig- urðar, Ingu V'ilborgu og börnum þeirra, Snjó- laugu og Sven, innilega samúð. Sigurjón Rist Skafti Magnússon skyldi lenda í eldlínu harðvítugra stjórnmálaátaka og berjast þar um áratugaskeið. Við nánari kynni lá ástæðan þó í augum uppi. Hann bjó yfir ákaflega ríkri réttlætiskennd. Hún var honum blátt áfram eðlisgróin. Hann mátti ekkert aumt sjá án þess að rétta hjálpandi hönd, ef einhver tök voru á. Hann var ávallt reiðubúinn til þess að vcrnda „hinn lægri garð“, ef þess þurfti með og það var oft. Olnbogabörn í Lýtingsstaðahreppi áttu öruggt athvarf á heimili Magnúsar í Gilhaga. Skafti barðist fyrir þá, sem minna máttu sín á Sauðárkróki og í samfélaginu yfirleitt. Enn kom svo til, að hann var maður hárgreindur, ágætur ræðumaður, flutti mál sitt af hógværð, festu og rökvísi, svo erfitt var að finna þar nokkra veilu, það fengu andstæðingar hans ofúað reyna. Á hann var alltaf hlustað og eftir því tckið, sem hann lagði til mála. Hann gat verið harður andsætðingur en ávallt drengilegur. Að eðlisfari sáttfús og sam- vinnuþýður en ósveigjanlegur þegar beita átti rangsleitni og óx þá ásmegin við hverja atlögu. Það var því síst að furða þótt samhcrjar hans fælu honum forystu, öðru vísi gat það blátt áfram ekki farið. Atvikin eru stundum undarleg. Ef taugaveikin hefði ekki komið til skjalanna er trúlegt að æviferill Skafta Magnússonar hefði orðið allur annar en hann varð. Hún lagði að velli vonir hans um búskap í Lýtingsstaðahreppnum. En hún varð þess valdandi að hann gerðist virtur og mikilhæfur verkalýðs- og stjórnmálaleiðtogi á Sauðárkróki. Ég naut þess alloft á síðari árum Skafta á Sauðárkróki að eiga með honum stundir á heimili hans. Það voru miklir dýrðardagar. Þótt Skafti nyti ekki mikillar menntunar í æsku var hann víðlesinn og fjölfróður. Hann kunni ógrynnin öll af sögum og sögnum um menn og málefni, var gæddur fágætri frásagnargáfu og hafði einstakt auga fyrir því kímilega í tilverunni. Frá Skafta fannst mér ég alltaf þurfa að fara of fijótt og hlakkaði ætíð til þess að hitta hann á ný. Skafti Magnússon komst ekki hjá andstreymi um dagana fremur en flestir aðrir. Kona hans dó mjög fyrir aldur fram. Björgvin sonur hans féll frá ungur að árum. framúrskarandi efnilegur og elskulegur piltur. En Skafti var líka hamingjumað- ur um margt. Börn hans eru hið ágætasta fólk. Indíana bjó honum indælt heimili og þökk sé henni fyrir það. Honum auðnaðist um langan aldur að heyja áhrifaríka baráttu fyrir því hjartans máli sínu. að búa betri heim þeim. sem miður mega sín. Fyrir það munu margir vilja tjá honum heita þökk og djúpa. Slíkir menn hafa lifað vel. Þeim er einnig gott að deyja. Magnús H. Gíslason + Hinn 14. okt. sl. andaðist í Reykjavík Skafti Magnússon, áttræður að aldrei. hann hafði nær helming ævi sinnar átt heima á Sauðárkróki áður en hann fluttist til Reykjavíkur 1969. Skafti var fæddur að írafelli í Lýtingsstaða- hreppi 17. ágúst 1902. Foreldrar hans voru: Magnús Jónsson bóndi í Gilhaga og Guðbjörg Islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.