Íslendingaþættir Tímans - 23.02.1983, Blaðsíða 2
Sigurður
Þórarinsson
jafnvel þegar hann stóð upp og hélt litla ræðu,
sem algengt var, og virtist gersamlega í tilefni
augnabliksins en ævinlega sérlega hnyttna og með
eftirminnilegum punkti, þá hafði hann undirbúið
raöuna áður, skrifað hana og kunni hana síðan.
Því ekkert vex af engu, jafnvel hjá snillingum. En
aldrei las hann af blöðum, enda þurfti svo
minnugur maður ekki á því að halda.
Sigurður kunni fullkomlega forgangsrétt sinna
mörgu starfa: rannsóknir og skriftir komu þar
fremst. Og þar var hann alltaf að, hvenær sem
tími gafst, milli fyrirlestrp, í áætlunarflugi milli
landa, um helgar þegar ekki kallaði annað að.
Hin mörgu hlutverk Sigurðar minntu mig á annað
vísinda-stórmenni, Línus Pauling, sem var tvö-
faldur og næstum þrefaldur Nóbelsverðlaunahafi.
Línus sást einu sinni taka þátt í mótmælastöðu
gegn Víet-Nam stríðinu utan við Hvíta húsið fyrir
hádegi en vera þar í veizlu innan dyra síðdegis,
þótt aðalstarfið ynni hann að sjálfsögðu á
efnarannsóknastofu sinni. Sigurður var sömuleiðis
jafnheima í veizlusölum með stórmenni og á
Heklutindi með myndavél og skrifbók í hönd eða
í mógröf með reku að pæla í öskulögum.
Sigurður sótti ekki einasta menntun sína til
Svíþjóðar, heldur líka eiginkonu sína Ingu. Þau
giftust 1939 og eignuðust tvö börn, Snjólaugu og
Sven. Inga var dóttir Sven Backlund, stærðfræð-
ings sem síðar snéri sér að blaðamennsku og var
einn af hugsuðum og baráttumönnum sænsku
jafnaðarmannanna. Inga var þá eftirsóttur upples-
ari, og vafalaust hafa það verið henni mikil
viðbrigði að flytjast hingað til lands í stríðslok.
En hún er mikilhæf kona sem reyndist manni
sínum traustur og þolinmóður lífsförunautur. Eg
votta ástvinum Sigurðar innilega hluttekningu í
harmi þeirra.
Sigurður Þórarinsson var ekki einasta afkasta-
mikill vísindamaður, heldur var hann óþreytandi
að kynna þjóð sinni fræðin, með alþýðlegum
greinum og fyrirlestrum, enda á hann sjálfsagt
mestan þátt allra náttúrufræðinga í þeim áhuga
sem almenningur hér á landi sýnir þessum
fræðum. En náttúrufræði verða ekki numin af
bókinni einni, og mikilvægur vettvangur náttúru-
fræðikennslu og almenns skilnings á náttúrunni
eru hvarvetna náttúrugripasöfn, sem nú orðið eru
með nýju sniði víðast hvar og æði ólík því sem
Náttúrugripasafnið við Hverfisgötu var, sem þó
vantaði ekki vinsældir meðal barna og unglinga.
Áður en Sigurður Þórarinsson gerðist prófessor
í jarð- og landafræði við Háskóla íslands var hann
einmitt starfsmaður Náttúrugripasafnsins í 20 ár.
Á þeim tíma var safnið flutt úr Safnahúsinu við
Hverfisgötu og var á hrakhólum milli húsa unz
því var fundinn staður í húsnæði á 3. hæð sem
Háskólinn keypti við Hlemmtorg. Þar er allvel
búið að rannsóknastarfsemi safnmanna, en afleit-
lega að þeirri hlið er að almenningi snýr,
sýningarsalnum, Sigurður Þórarinsson helgaði
alla ævi sína rannsóknum í jarðfræði, en einnig
uppfræðslu í náttúrufræði, náttúruvernd og al-
mennum skilningi á samspili mannsins og náttúr-
unnar. Minningu hans væri mestur sómi sýndur
ef nú væri tekin um það ákvörðun að byggja yfir
Náttúrugripasafnið og tengja þá uppeldis- og
rannsóknastofnun nafni hans.
Sigurður Steinþórsson
formaður Jarðfræðafélags íslands.
t
„Mórall í borginni aflaga er
og ástin á landinu þverrandi fer.
En engan á jöklunum hafa menn hitt,
sem hefur ei dásamað „föðurland" sitt. “
(S.Þ.)
Það brá skugga yfir Jarðfræðihús Háskóla
íslands miðvikudaginnn 9. febrúar, síðast liðinn,
þegar fréttist um lát Sigurðar Þórarinssonar
jarðfræðings. Yfirleitt er þar glatt á hjalla, en
þennan morgun var sem öllum yrði orða vant.
Menn gengu að störfum sínum, sem áður, þó meir
af gömlum vana en áhuga.
Við fundum til sárs söknuðar. Um hugann liðu
minningar, myndir liðinna samverustunda er við
áttum með Sigurði. Stórt skarð hafi myndast í
þann hóp sem þetta hús hýsti. Þar er skarð fyrir
skildi.
í huga þjóðarinnar var Sigurður Þórarinsson
hin sanna ímynd hins lifandi og starfandi
jarðvísindamanns. Hver kannast ekki við mynd-
ina af Sigurði, þar sem hann hleypur upp um fjöll
og firnindi, kvikur og léttur, með rauðu skotthúf-
una sína, sem var hans aðalsmerki. Alltaf kominn
fyrstur manna á staðinn, þar sem náttúruöflin
höfðu látið til skara skríða. Þannig var Sigurður,
náttúran og öll hin landmótandi öfl, eitt og hið
sama, ein órjúfanleg heild.
Sigurður kenndi land- og jarðfræðinemum
almenna jarðfræði á fyrsta ári. Það fylgdi því mikil
tilhlökkun og eftirvænting að fá að fylgjast með
fyrirlestrum hjá Sigurði Þórarinssyni sjálfum.
Fyrir flestum okkar var hann hin lifandi ímynd
jarðvísindanna. Sigurður var maður víðförull og
með honum „ferðuðumst“ við ekki einungis um
allt ísland, heldur allar heimsins álfur, frá;
Reykjavík og Rawalpindi,
Rangoon, Súdan, Bonn, Kashmir."
(S.Þ.)
Til að sýna okkur sem fjölbreyttast landslag,
var hann einatt með litskyggnur úr ferðum sínum
og iðulega skaut hann inn á milli hnyttnum
frásögnum, þjóðsögum og athugasemdum sem
gæddu fyrirlestrana lífi. Fyrirlestrar Sigurðar
fjölluðu ekki einungis um jarðfræði, heldur
fléttaði hann þar inn í frásagnir af siðum og
menningu hinna ýmsu þjóða sem jarðkúluna
byggja, s.s. Eskimóum, Indíánum, Sjerpum,
Japönum og svona mætti lengi telja. Stutt var í
glettnina og var hún ekki síður á eigin kostnað,
en annarra. AuðgiT'myndunaraflsins var alveg
ótrúleg. Einu sinni sem oftar vorum við „stödd“
með Sigurði uppi við Grímsvötn, þar sem hann
lýsti á listilegan hátt, hvernig sigketillinn yfir
Grímsvötnum myndast við Skeiðarárhlaup. „Og
hugsið ykkur svo, þegar sigið hefst“, sagði hann,
„hvernig jökulhellan dettur allt í einu niður um
nokkra tugi metra í senn. Mig hefur alltaf langað
til að sitja á jökulhellunni, meðan hún sígur. Það
hlýtur að vera stórkostlegt. Hún tekur allt í einu
að síga, „púms“, og svo aftur, „púms“ og maður
fær flugferð enn á ný.“ í anda fylgdust við
hugfangin með þessari flugferð, þar sem Sigurður
sat á miðri hellunni og hélt báðum höndum um
rauðu skotthúfuna sína.
Jarðfræðinám byggist ekki síður á ferðalögum
en bóknámi, því sjón er sögu ríkari. Á vorin fóru
fyrsta árs jarð- og landfræðinemar ávallt í einnar
viku námsferð með Sigurði um Suðurland. Þar
hlutu menn sínaeldskírn. Þessi ferð erógleyman-
leg, því Sigurður bjó yfir ótrúlegri þekkingu á
landi og landsháttum, hvort sem um var að ræða
hæð á fjalli, nafn á bæ eða ábúanda, að ekki sé
minnst á þjóðlegan fróðleik. Hversu oft hafði
Hekla gosið? Var þetta „Landnámslagið"? Hvers
vegna verða Skeiðarárhlaup eða hvernig er
umhorfs á Mýrdalssandi í Kötlugosi? Það var
sama um hvað var spurt, Sigurður hafði ávallt svar
á reiðum höndum, en þótt fræðin sætu í fyrirrúmi,
var oft slegið á léttari strengi. Mikið var sungið
og voru kvæði eftir Sigurð jafnan vinsælust.
Sigurður söng gjarnan með, sérstaklega ef sungin
voru kvæði eins og „Ennþá geymist það mér í
minni, María, María...“, eða „Land veit ég langt
og mjótt...“ Þegar textarnir sem við kunnum
höfðu verið marg endurteknir og ekkert sérstakt
barfyrir í landslaginu, tók Sigurður til sinna ráða.
Hann kenndi okkur viðlag, en gerðist sjálfur
forsöngvari og þá heilu kvæðin, sem jafnvel urðu
til á staðnum.
Sigurður skildi eftir sig mikið safn greina. Einn
mikilvægasti þátturinn í skrifum hans er hvernig
hann tengdi saman sögu lands oglýðs. Greinarnar
eru flestar skrifaðar á alþýðumáli, þar munu því
leikir jafnt sem lærðir eiga Mímisbrunn að bergja
á.
Síðasta árið var mönnum Ijóst að mjög hafði
dregið af Sigurði. Ljósið Ijómaði ekki eins skært
og áður, en vinnugleðin virtist samt óþrjótandi og
stöðugt brá fyrir þeim neista glettni og gaman-
semi, sem einkenndi Sigurð jafnan.
Leiðina frá vöggu til grafar göngum við öll, þó
með misjöfnum hætti. Hvert okkar skilur eftir sig
spor, sumir þó dýpri en aðrir.
Við sem vorum nemar og svo lánsöm að
kynnast Sigurði og njóta handleiðslu hans,
þökkum innilega liðnar samverustundir, bæði í
leik og starfi.
Fjölskyldu Sigurðar sendum við heilshugar
samúðarkveðjur. Minningarnar lifa.
„En orðstír deyr aldregi,
hveim sér góðan getur. “
Jarð- og landfræðinemar
við Háskóla íslands.
t
KVEÐJA FRÁ
NORRÆNA FÉLAGINU
Að liðnu misseri hafa mörg valmenni horfið
okkur. Meðal peirra eru Kristjan tiujaui,
Ásmundur Sveinsson, Sigurjón Ólafsson og nú
Sigurður Þórarinsson. Allir menn sem mikill
sjónarsviptir er að, menn sem brugðið hafa birtu
í líf okkar. Menn sem getið hafa sér þann orðstír
Framhald á bls. 6
2
Islendingaþættir