Íslendingaþættir Tímans - 04.05.1983, Blaðsíða 2

Íslendingaþættir Tímans - 04.05.1983, Blaðsíða 2
Torfi S Fæddur 31. maí 1905 Dáinn 14. mars 1983 Með fáeinum kveðjuorðum langar okkur að minnast vinar okkar, Torfa Siggeirssonar. Hann lést að heimili sínu Kirkjuvegi 13 í Keflavík, þ. 14. þ.m. Torfi var fæddur í Stykkishólmi. Hann var elstur þriggja bræðra og eru þeir nú allir látnir. Foreldrar hans voru þau hjónin Ása Sigurðardótt- ir og Siggeir Björnsson, skipstjóri. Eins og flest aldamótabörn fór hann ungur að vinna fyrir sér. Arnór kvæntan Jenny Jónasdóttur, Ölmu, gifta Ævari Gestssyni húsasmið og Guðfinnu Hrefnu, gifta Karvel Jóhannssyni verkstjóra. Vorið 1974 syrti í álinn, Arnór veiktist mjög alvarlega, tvísýnt var um líf hans og honum var varnað máls um sinn. Með einstæðum viljakrafti komst hann aftur á fætur, þótt hann næði ekki fullri heilsu, jafnvel til að starfa hluta úr degi, við skrifstofustörf flugumferðarstjórnarinnar, þar sem starfsreynsla hans og þekking var svo mikils virði. En það starf varð ekki til langframa, heilbrigðiskröfur til flygumferðarstjórnar eru strangar. Arnór fann sér fljótt önnur viðfangsefni, enda athöfn þörf öllum nauðsyn. Hann undi löngum við myntsöfnun og frímerki og átti orðið myndarlegt safn þeirra muna. Pau hjónin ferðuð- ust, jafnvel langferðir erlendis og hann átti margar góðar stundir með fjölskyldu sinni og vinum og alltaf var gaman að hitta hann að máli. Ég minnist þess er ég sem oftar kom á heimili þeirra Arnórs og Guðfinnu að Hæðargarði 44 fyrir ári síðan, er Arnór varð sextugur. Málverkið, sem Jóhannes Kjarval málaði af Arnóri. blasti við, með þeim sterku áhrifum sem þeim stórmerka litamanni einum var svo lagið að ná. Svo sannarlega voru þau hjón höfðingjar heim að sækja og hafa margir notið þeirra frábæru gestrisni. Okkur starfsbræðrum hans varð stundum á orði, að Arnór hefði á margan hátt skaplyndi stórhöfðingja og venjulegt umhverfi og efni stundum reynst honum þröngur stakkur, kastalar fyrri alda, með tilheyrandi tign, hefðu verið betur við hæfi. En - enginn ræður sínum næturstað. Hin alvarlegu veikindi börðu enn aó dyrum. Til allrar hamingju var hans trausti lífsförunautur og eigin- kona við hlið hans þá, eins og jafnan áður. Leitað var tafarlausrar læknishjálpar, en mannshöndin var máttvana gagnvart kallinu að handan, nú skyldi vinur okkar nema lönd nýrrar tilveru, við hin dveljumst hér áfram - um sinn. Við starfsbræður Arnórs í Félagi flugumferðar- stjóra þökkum honum gifturíkt samstarf í öll þessi ár, og vottum Guðfinnu, börnum þeirra, barna- börnum, systkinum Arnórs og öðrum vanda- mönnum, okkar innilegustu samúð. Valdimar Ólafsson. Stundaði hann aðallega sjó og fiskvinnu meðan hann átti sitt heimili í Hólminum. Síðan lá leiðin suður í Mosfellssveit þar sem hann vann að landbúnaðarstörfum, m.a. að Korpúlfsstöðum, Keldum og víðar. Þar lágu saman leiðir hans og Önnu Vilmundardóttur frá Löndum og má segja að það hafi verið gæfuspor þeirra beggja. Pau gengu að eigast og ólu upp elsta son Önnu af fyrra hjónabandi, Lúther Kristjánsson og síðan að mestu dóttur hans, Önnu Dóru Lúthersdóttur. sem missti móður sína kornung. Það var dæmigert fyrir barngæsku Torfa, að sólargeislinn hans, þegar heilsa var þrotin og vinnuþrek að baki var litli sonur hennar Önnu Dóru, sem veitti barngóð- um manni þá gleði sem ekkert skyggði á, þá birtu, sem löng veikindi gátu ekki daprað. Ingólfur Framhaid af bls. 7 hafði til að bera heilbrigðan metnað um að vel mætti til takast við úrlausn verkefna og var fús að leggja sitt af mörkum til að svo mætti verða. Síðustu misseri kenndi Ingólfur þess sjúkdóms sem loks leiddi hann til dauða. Hann var ósáttur sjúkdómsins vegna að fara sér hægt enda slíkt honum víðs fjarri. Það eru aðeins örfáir dagar síðan Ingólfur stóð á fimmtugu. Hann hélt af því tilefni veglegt boð fyrir vinnufélaga sína á einkar hlýlegu heimili þeirra hjóna í Kópavogi. Þar urðu margir til að sækja heim góðan félaga. Það hvarflaði ekki að neinum sem þar var að dauðinn myndi svo skyndilega og svo óvægilega reiða til höggs. Það eru margir sem kveðja góðan dreng og' Heimili Önnu og Torfa var fyrst uppi í Mosfellssveit, en lengst af í Grindavík og Kefla- vík. Þar kynntumst við tengdafólk hans honum sem besta bróður og vini og á heimili þeirra var tengdafólk hans ætíð velkomið í þess orðs bestu merkingu, hvort sem var um lengri eða skemmri tíma. Aldrei naut hann sín betur en þegar stofan hans fylltist af góðum gestum. Þá lék hann við hvern sinn fingur og kímnigáfan hans Torfa verður öllum ógleymanleg sem til þekktu. Og sem ferðafélagi var hann alveg einstakur. Þar naut hjálpsemi hans sín til fulls og þá ekki síður hans sérstaka frásagnargáfa. En þegar við lítum til baka yfir æviferil þessa aldraða manns verður okkur efst í huga starfsmað- urinn sem aldrei taldi eftir nokkurt handtak, var hjálpsamur, greiðvikinn og allra manna víllausast- ur. Og það er okkur líka ofarlega í huga að „sú hönd sem þig kærast kvaddi í haust hún kveður þig ekki í sumar“. Elsku Torfi minn. „Far þú í friði friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. “ IV. Briem) Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir Helga Sigurðardóttir Kveðja frá leikbróður: Laus er nú lífsins strengur. Lokið er ævi manns. Genginn er góður drengur. Guð blessi minningu hans. Agúst Lárusson. kæran vin. Hans verður lengi minnst því honum auðnaðist á alltof skammri æfi að skilja eftir sig góðar minningar. Við vottum eiginkonu hans og öðrum ástvinum innilega samúð okkar. 2

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.