Íslendingaþættir Tímans - 04.05.1983, Blaðsíða 4

Íslendingaþættir Tímans - 04.05.1983, Blaðsíða 4
Guðný Sigurðardóttir, frá Laxárholti Fadd 27. júlí 1902 Dáin 17. mars 1983 Hinn 17. mars sl. andaðist í Borgarspítalanum eftir stutta legu Guðný Sigurðardóttir frá Laxár- holti á Mýrum. Þar lauk lífi sínu sú sérstaka mannkostakona, sem mig langar að minnast með nokkrum fátæklegum orðum. Hún var fædd að Ytri-Skógum í Kolbeinsstaða- hreppi 27. júlí 1902. Foreldrar hennar voru Sigurður Þórðarson bóndi þar og Guðrún Guð- jónsdóttir frá Laxárholti í Hraunhreppi. Voru þau af kunnum ættum af Snæfellsnesi og Mýrum. Þó var langalangamma hennar frá Eyrarbakka, Sig- ríður dóttir Hafliða Kolbeinssonar frá Háeyri. Sigríður var sem ung stúlka vinnuhjú hjá séra Guðmundi Vigfússyni á Stóra-Núpi. Þegar honum var veitt Borgarprestakall á Mýrum, óskaði hún að fá vistarbandinu slitið, svo hún þyrfti ekki að flytjast í fjarlægt hérað, þar sem hún var heitbund- in ungum pilti í Hreppunum. En sá góði prestur mat meira sinn hag, að hafa dugmikla vinnukonu, en tilfinningar ungu stúlkunnar og neitaði beiðni hennar. Frá Borg fluttist Sigríður út í Hjörsey og giftist þar ekkjumanni, sem átti 3 ung börn, sem hún annaðist af svo miklum myndarskap og kærleika að umtal vakti. Frá Skógum, æskuheimili Guðnýjar, er vítt útsýni yfir láglendi Mýranna og út til hafsins og frábær fjallasýn. Hefir það án efa haft mikil og mótandi áhrif á litlu stúlkuna, enda átti hún kærar minningar frá þeim æskudögum, sem mót- uðu trausta konu, sem mörgum verður lengi minnisstæð fyrir sérstæðan og sterkan persónu- leika. Þegar Guðný var 10 ára andaðist móðir hennar innan við fertugt frá 5 börnum, það elsta Þórður 12 ára. Hætti þá faðir hennar búskap og fóru bömin í fóstur til frænda og vina. Fór Guðný í fóstur til hjónanna á Litla-Kálfalæk í Hraun- hreppi, Jóhönnu Jónsdóttur og Sigurbjörns Jóns- sonar, og fluttist síðar með þeim að Laxárholti í sömu sveit. Átti hún lengst af heimili hjá þeim meðan bæði lifðu, en flutti eftir fráfall Sigur- björns, 1959, til Reykjavíkur ásamt fósturmóður og uppeldissysturinni, Ólöfu. Jóhanna andaðist ári síðar og hafa því fóstursysturnar búið tvær einar síðustu 23 árin í Reykjavík. Á fyrstu áratugum þessarar aldar var lítið um skóla, og ennþá minna um fjármuni í námskostn- að. Þótt Guðný hefði skarpar gáfur og meðfædda hæfileika til hjúkrunar- eða Ijósmóðurstarfa átti hún ekki kost annarrar fræðslu en þeirrar, sem fékkst í stopulli farkennslu fyrir fermingu. En það kom eins og af sjálfu sér að til hennar var fljótlega leitað er sjúkleiki kom upp á heimilum í sveitinni eða konur þurftu hjálpar vegna barnsburðar. Var hún oft dögum og vikum saman hjálparkona þar sem veikindi og erfiðleikar steðjuðu að. Oftast kom Íítil eða engin greiðsla fyrir þessi störf, sem unnin voru af fórnfúsum kærleika. Nokkurmisseri starfaði hún að hjúkrunarstörfum í Borgarnesi á vegum Kvenfélags Borgarness og átti hún þá heimili hjá Þórði bróður sínum og konu hans. Önnu Guðmundsdóttur, er þar bjuggu. Var hún mjög vinsæl af sjúklingum sínum. Styrkur hennar og fórnfýsi græddi sár og erfiðleika þeirra, sem um sárt áttu að binda. Hin líknandi hönd, sem hjúkrar af einlægni og ósérhlífni, hefir meiri græðimátt en hægt er að skýra. Hún sýndi þá ró og sálarþrek, sem marga styrkti. Guðný var mikill dýravinur og undi sér vel í návist þeirra, hvort sem um var að ræða lambfé um sauðburð eða húsdýrin.hunda og ketti, sem löðuðust mjög að henni. Vegna heilsubrests fóstra síns varð hún oft að stunda gegningar á vetrum, einnig orfslátt að sumri til. Guðný var mjög jafnlynd og skipti vart skapi, en hláturmild og glaðsinna, hnyttin í orðum og lífgaði umhverfi sitt með glaðlegu viðmóti. Hún var mjög bókhneigð og las mikið, ef hún átti tómstund, sem var helst nú síðustu árin, er hún varð að draga við sig vinnu vegna þreytu og lúa. Átti hún nokkurt safn úrvalsbóka. Guðný var mjög liðtæk við eldhússtörf, matar- gerð og bakstur. Og lagvirk með afbrigðum og handavinna var henni töm. Hún var ógift og barnlaus, en sérstaklega barngóð og þess nutu annarra manna börn í ríkum mæli. Þannig var líf þessarar rólegu prúðu og velgefnu konu, að þjóna öðrum, líkna þeim sjúku, en ganga hljótt um og berast lítið á. Hún var ein þeirra kvenna, sem fórna Iífi sínu í annarra þágu, án teljandi launa, og andaðist útslitin og eignalaus. Undirritaður, sem sat við sama borð hjá farkennaranum forðum daga, þakkir henni af alhug viðkynningu og vináttu í rúm 70 ár og sérstaklega þá ómetanlegu hjálp, sem hún veitti foreldrum mínum, allt til þeirra hinstu stunda. Hún unni sveit sinni og heimsótti hana á hverju sumri, eftir að hún flutti úr sveitinni. Hún var jarðsett að sinni gömlu sóknarkirkju á Ökrum á Mýrum eftir útfararathöfn í Fossvogs- kapellu, að viðstöddu fjölmenni. Eitt af því síðasta sem sungið var yfir moldum hennar var: „Blessuð sértu sveitin mín“. Ég votta systkinum hennar, fóstursystrum og mágkonu dýpstu samúð og bið henni blessunar Guðs. Blessuð sé minning Guðnýjar Sigurðardóttur. Sigurjón Sigurbjörnsson Þeir sem að skrifa minningar- eða afmælisgreinar í íslendinga eru vinsamlegast beðnir um að skila vélrituðum handritum

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.