Íslendingaþættir Tímans - 04.08.1983, Blaðsíða 8

Íslendingaþættir Tímans - 04.08.1983, Blaðsíða 8
Heimir Bjarnason, læknir, 60 ára Heimir Bjarnason, aðstoðarborgarlæknir í Reykjavík, varð sextugur þann 2. ágúst sl. Ég er ekki einn uni það fjölmargra vina hans og vensiamanna að senda honum hlýjar kveðjur á þessum tímamótum, enda á hann víða góðu að mæta. Heimir er að vísu ekki gallalaus fremur en aðrir, en það þarf natnari mann en mig til þess að muna eftir göllum hans eða leita þá uppi við þetta tækifæri eða önnur, því að mannkostir hans, mennska (í einu orði sagt) gera gallana smávægi- lega. Við Heimir kynntumst á menntaskólaárum á Akureyri, urðum vinir á skammri stund og höfum verið það síðan. Reyndar hefur fleira orðið til þess að binda okkur saman en bræðralag skólaáranna. Hann kvæntist ungur systur minni, Maríu Gísla- dóttur, og hefur því verið náinn venslamaður rninn í meira en 30 ár ofan á allt annað. í þeim hópi hefur Heimir skipað sess sinn með sóma. Við systkinin getum naumast hugsað okkur betri mág, og foreldrar okkar eiga í honum góðan tengdason, sein hefur látið sér annt um þau umfram allar skyldur, ekki síst á efri árum þeirra. Og þannig hefur Hcimir verið nánustu sam- ferðamönnum sínum yfirleitt, eftir því sem ég þekki til. Hann hefur haft lag á því að lýsa umhverfi sitt með glaðværð og góðvild, frjálslegri framkomu og mannslund sem reyndargerirgæfu- muninn. Heimir Bjarnason (skírður svo) fæddist í Kaup- mannahöfn 2. ágúst 1923, einkasonur einstæðrar móður, Helgu Bjarnadóttur frá Húsavík, sem þar var við nám á þessum tíma. Varð að ráði að drengurinn var fljótlega tekinn í fóstur af móður- systur sinni. Birnu Bjarnadóttur, ogmanni hennar Pétri Sigfússyni, þá vcrslunarmanni á Húsavík. Hjá Birnu og Pétri ólst Heimir upp og dvaldist með þeim til fullorðinsára og leit eðlilega á þau sem foreldra sína og börn þeirra sem systkini sín, enda aldrei gerður greinarmunur á honum og öðrum í barnahópnum, hvorki heimafyrir né út í frá. Bernskuár Heimis, fram undir 10 ára aldur, áttu fósturforeldrar hans heima á Húsavík. Þá gerðist Pétur kaupfélagsstjóri á Borðeyri, og þar ólst Heimir upp síðan og átti heimili sitt fram undir tvítugt. En síðar fluttust fósturforeldrar hans í Borgames og þar átti hann lögheimili nokkur ár, m.a. fyrstu árin sem við þekktumst. Þótt Heimir tengdist þannig ýmsum stöðum í ólíkum landshlutum á uppvaxtarárum sínum og ætti alls staðar góða og glaða daga, þá hefur hann jafnan talið sig Húsvíking eða Þingeying og breytir engu þótt hann hafi á starfsárum sínum flakkað enn víðar um landið og sest að lokum að í Reykjavík. Mörg sumur var Heimir sem barn „í sveit“ í Brekknakoti í Reykjahverfi og sat í Héraðsskól- anum á Laugum tvo vetur áður en hann fór í Menntaskólann á Akureyri. Þessar dvalir hans í Þingeyjarsýslu héldu við ættar- og upprunatengsl- um við Þingeyinga fremur en ella hefði orðið. Á árunum upp úr 1940 var enn alsiða að menn hæfu menntaskólanám á Akureyri um tvítugsald- 8 ur, ef ekki eldri. Menn komu í skólann „rosknir" og talsvert lífsreyndir. Sumir þessara manna urðu garpar í námi, eins og Baldur Ingólfsson frá Víðirhóli. fullnuma húsgagnabólstrari.þegar hann settist á skólabekk með smásveinum og byrjaði að ryðja frá sér, og Jón R. Hjálmarsson, lærður búfræðingur, en farmaður að atvinnu, sem kom beint úr Ameríkusiglingum í miðri heimsstyrjöld- inni tilbúinn að „brillíera" í flestum námsgreinum. Sama má segja um séra Björn á Húsavík. Ekki kom hann á stuttbuxum í menntaskólann. Heimir Bjarnason var að sumu leyti í þessum hópi, eitthvað yngri kannske, og ekki útlærður í iðn eða Ameríkusigldur en nokkuð fyrir ofan meðallag á aldur í sínum bekk. Hins vegar var hann náms- maður meiri en margir sem yngri voru, og normaldúxar voru varia öruggir fyrir honum, þegar prófað var. Heimir tók stúdentspróf vorið 1947 og hóf læknisfræðinám um haustið. þá 24ra ára gamall, eða á þeim aldri sem margt fólk nú á dögum er að enda háskólanám. Hann varðsnemma fjölskyldu- maður, og háskólanámið léttist ekki við það, en með dugnáði og samheldni hjónanna, Maju og hans, lauk hann embættisprófi í læknisfræði vorið 1956, þá orðin nærri 33ja ára. Þá fyrst hefst ævistarf hans, læknisþjónusta, sem hann hefur stundað síðan. Margir virðast halda að langskóla- nám sé eins og akstur á malbiki. Svo var a.m.k. ekki fyrir 30 árum, og reyndar ekki enn, þótt brýnasti fjárhagsvandi stúdenta hafi verið leystur á síðari árum með félagslegum ráðstöfunum, sem þó er deilumál og mörgum dæmi um óráðsíu í opinberum fjármálum. Heimir Bjarnason gerðist héraðslæknir að námi loknu, lengi á Djúpavogi, síðar á Hellu á Rangár- völlum og entist lengur í þessari þjónustu en flestir aðrir á síðari tímum, þegar búið er að gera héraðslæknisstörf upp á gamla móðinn að fag- legum skammarkrók og heilsugæslustöðvar og sjúkrahús að verksmiðjum, þar sem „heilbrigðis- stéttir" snúast hver um aðra í tölvustýrðri vakt- avinnu. Síðustu árin hefur Heimir verið aðstoðar- borgarlæknir í Reykjavík og kann því starfi vel, enda mun það vera einhver síðasti griðastaður mennskra manna í læknisstétt áður en innrás róbótanna hefst fyrir alvöru. Heimir var héraðslæknir í sveitahéruðum u.þ.b. 20 ár áður en hann tók við núverandi embætti. Hvar sem hann var búsettur í læknishéraði vildi hann lifa með fólkinu ogfyrir fólkið. Mannblendni hans og virðing fyrir mannlífi gerði honum auðvelt að samlagast fólki í héruðum sínum, enda sjálfur sveitamaður að ætt og uppvexti og telur sig ekki yfir neinn mann hafinn. Gestrisni hefur ætíð fylgt heimili þeirra Maju, eða réttara sagt rausn, sem margir hafa fengið að njóta. Meðan þau voru á Djúpavogi og Hellu' mátti segja að hús þeirra væri um þjóðbraut þvera, eins og það var orðað í gamalli sögu. Þó var þetta stórt barnaheimili, því að börnin urðu sjö og ekki alltaf langt á milli þeirra. Nú eru þau öll uppkomin og flest farin að heiman og hafa stofnað til sinnar eigin atvinnu og heimilis. Ég endurtek afmæliskveðju mína til Heimis mágs míns og þakka honum skemmtilega samfylgd gegnum árin. Ingvar Gíslason. Þeir sem að skiifa minrdiigar- eða afmælis greinar í fslendinga- þætti, eru vinsamlegast beðnir um að skila vélrituðum handritum íslendingaþaettir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.