Íslendingaþættir Tímans - 04.08.1983, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 04.08.1983, Blaðsíða 1
ÍSLENDINGAÞÆTTIR Fimmtudagur 4. ágúst 1983 — 29. tbl. TIMANS Helgi Sigurðsson frá Heggsstöðum Fæddur 23. desember 1893 Dáinn 2. júlí 1983 Helgi Sigurðsson frá Heggsstöðum var fæddur 23. desember 1893 að Refsstöðum í Hálsasveit. Foreldrar hans voru hjónin Guðriin Pálsdóttir og Sigurður Helgason, bóndi þar. Móðir Helga dó frá þremur sonum sínum er hann var þriggja ára. Innan fárra ára fluttist hann með fóður sínum, síðari konu hans og bræðrum sínum að Hömrum í Reykholtsdal og ólst þar upp eftir það. Árið 1922 giftist hann Ástríði Halldórsdóttur frá Kjalvarar- stöðum. Bjuggu þau á Hömrum til ársins 1926 er þau fluttu að Kletti í Reyk.holtsdalog þaðan að Heggsstöðum í Andakílshreppi árið 1931, þar sem þau bjuggu til ársins 1956. Eftir það áttu þau heima í Kópavogi og Reykjavík til ársins 1971 og dvöldust síðan á Dvalarheimili aldraðra í Borg- arnesi til æviloka, en Helgi andaðist í Sjúkrahúsi Akraness 2. júlí sl. eftir fárra daga legu. Eftir að þau fluttu frá Heggsstöðum bjó sonur þeirra Kristófer, þar ásaml fjölskyldu sinni meðan honum entist heilsa, en það var sorglega stuttur tími, því að hann andaðist löngu fyrir aldur fram árið 1959. Má geta nærri hvílikt áfall það hefur verið fyrir fjölskyldu hans og foreldra að sjá á bak svo efnilegum ungum manni, þegar hann hafði svo að.segja nýtekið við jörðinni sem þau höfðu lagt svo mikla rækt við. Ástríður andaðist árið 1981 eftir langa van- heilsu. I febrúar sl. varð Helgi svo að sjá á bak elsta barni sínu, Guðrúnu, eftir erfiða sjúkdóms- legu. Guðrún var öllum harmdauði er hana þekktu, en eðlilega mestur eíginmanni, börnum og öldr- uðum föður. Þessi áföll bar Helgi með sömu róseminni og sama jafnaðargeðinu og ávallt hefur einkennt hann. Eftir lifa tvö af börnum þeirra hjóna, Guðný, kennari í Reykjavík og Sigurður, deildarstjóri í menntamálaráðunevtinu. Heimili Ástu og Helga á Heggsstöðum hafði orð á sér fyrir snyrtimennsku og menningarbrag og bar húsbændum sínum fagurt vitni. Þar var ekki spurt: „Hvað getur samfélagið gert fyrir mig?" Hins vegar hygg ég að fjölskyldan hafi oft spurt sjálfa sig. „Hvað get ég gert fyrir samfélag- ið?" Sérstaklega er mér kunnugt um þann félags- anda sem Heggsstaðafjölskyldan sýndi í störfum sínum fyrir Ungmennafélagið fslending og Kven- félagið 19. júní. Helgi var þakklátur fyrir hið góða atlæti sem þau hjón nutu á Dvalarheimili aldraða í Borgar- nesi, ekki síst fyrir þá aðstöðu sem hann fékk til að stunda smíðar og aðra handavinnu. Hann var handlaginn og smekkvís og gerði síðustu árin marga fagra og þjóðlega muni sem prýða fjölda heimila. Hann var þakklátur fyrir að fá að velja sér herbergi á hæðinni, sem hefur nýlega verið tekin í notkun, þaðan sem hann sá heim í sveitina sína og sömu fjöllin og hann sá frá Heggsstöðum. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst Helga frænda mínum, þótt ekki væri fyrr en á efri árum hans. Ég mun geyma minninguna um viðmót hanstem minnti mig mjög á viðmót forfeðra minna er honum voru náskyldir. Ég minnist hógværðar hans, jafnaðargeðsins í meðlæti og mótlæti, tillitssemjnnar við aðra en sjálfan sig, vinnusem- innar, áhuga hans á að hjálpa öðrum og gleðja aðra, einkum þá sem minna máttu sín, fegurðar- innar í brosi hans, friðarins sem fylgdi honum og ég efast ekki um að fylgi honum út yfir gröf og dauða. Blessuð sé minning Helga frá Heggsstöðum. Gyða Berþórsdóttir t Lagður hefur verið til hinstu hvíldar í Borgar- nesi Helgi Sigurðsson frá Heggsstöðum sem andaðist í Sjúkrahúsi Akraness 2. júlí sl. Helgi fæddist á Refsstöðum í Hálsasveit, sonur Sigurðar Helgasonar bónda þar og konu hans GuðrúnarPálsdótturfráFljótstungu.Helgifluttist með foreldrum sínum að Hömrum í Reykholtsdal og þar hóf hann búskap á hálfri jörðinni 1921 ásamt systur minni, Ástríði Guðrúnu Halldórsdótt- ur frá Kjalvararstöðum en þau giftust 13. maí 1922. Á Hömrum bjuggu þau Ástríður og Helgi í fimm ár og önnur fimm á Kletti í Reykholtsdal, en 1931 keyptu þau Heggsstaði í Andakil og bjuggu þar snotru og góðu búi til 1956. Þá brugðu þau búi, aðallega af heilsufarsástæðum og búskaparþreytu, en þau voru alla tíð harðdugleg og ósérhlífin. Þá fluttu þau í Kópavog þar sem þau áttu heima til 1962. Þar vann Helgi almenna verkamannavinnu. Eftir það fluttu þau til Reykjavíkur þar sem Helgi vann hjá Jöklum h.f. Árið 1971 fluttust þau Ástríður og Helgi á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi þar sem þau áttu heimili til dauðadags, en Ástríður andaðist 30. maíl981. Ástríður og Helgi eignuðust fjögur börn. Þau voru þessi: Guðrún, f. 14. september 1922, gift Sigurði Tómassyni bifreiðarstjóra í Kópavogi. Hún andaðist 25. febrúar sl. rúmlega sextug. Guðný, f. 16. ágúst 1924, gift Gunnari Gissurar- syni prentara og verkstjóra hjá Kassagerð Reykja- víkur. Kristófer, f. 18. janúar 1926, giftur Asdísi Guðlaugsdóttur. Þau bjuggu í Fossatúni í Bæjar- sveit og síðar á Heggsstóðum. Kristófer andaðist í-4, apríl 1959, tæplega 34 ára að aldri. Þannig hefur dauðinn sótt fast að þessari fjölskyldu þar sem helmingur systkinanna er fallinn frá fyrir aldur fram. Yngstur barna þeirra Ástríðar og Helga er Sigurður Helgason, f. 2. mars 1930, deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu en áður kennari og skólastjóri í Stykkishólmi og Laugagerðisskóla í Hnappadalssýslu. Kona hans var Ólóf Lára Ág- ústsdóttir. Þau skildu. Ég á margar góðar minningar frá samvistum mínum við Helga og Ástríði og fjölskyldu þeirra sem ég hef alla tíð haft náið samband við. Ég var ekki nema 6 ára þegar þau hófu búskap á Hömrum og þangað þótti mér gott að koma og. vildi vera sem lengst. Sem dæmi um það minnist ég þess að eitt sinn faldi ég húfuna mína svo að Ibrottför mhni yrði frestað. Það bragð mistókst nú reyndar þvi. ið húfuskömmin fannst og ég hélt

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.