Íslendingaþættir Tímans - 19.10.1983, Side 4

Íslendingaþættir Tímans - 19.10.1983, Side 4
Jónína S. Ásbjörnsdóttir Fxdd 24. ágúst 1910 Dáin 7. október 1983 Hún tengdamóðir mín er látin. Löngu veik- indastríði er lokið. Samt er það ætíð svo, að á slíkum stundum skynjar maður hversu skammt er á milli lífs og dáuða. Aðeins eitt andartak. Jónína Sigurlilja Ásbjörnsdóttir hét hún fullu nafni og var fædd 24. ágúst 1910. Foreldrar hennar voru Sigríður Snorradóttir og Ásbjörn Pálsson og bjuggu þau lengst af á Sólheimum í Sandgerði. Jóna, en svo var hún oftast kölluð, ólst þar upp ásamt systur sinni Sigríði, en miklir kærleikar voru milli þeirra systra alla tíð. Allt frá því að hún yfirgaf foreldrahús sín minntist hún með hlýhug æskustöðva sinna, sem voru henni mjög kærar. Árið 1939 giftist hún eftirlifandi manni sínum Magnúsi Loftssyni frá Haukholtum í Hruna- mannahreppi. Hún eignaðist sjö börn sem eru, Guðrún, en hún var gift Snorra Jónssyni, en hann lést árið 1979, Kristinn sem kvæntur er Hjördísi Árnadóttur, Guðmar, kvæntur Rögnu Bjarna- dóttur Sigurbjörg sem er gift Vilhjálmi Einarssyni, Ragnar Snorri kvæntur Guðbjörgu Guðmunds- dóttur, Loftur en hann er kvæntur Erlu Sigurðar- dóttur og yngstur er Ástráður sem kvæntur er Jónínu Hallgrímsdóttur. Barnabörnin eru orðin 29 og barnabarnabörnin 7. Þegar leiðir okkar lágu fyrst saman, fyrir rúmum sextán árum lá Jóna á sjúkrahúsi eftir uppskurð og má með réttu segja að hún hafi aldrei komist tii fullrar heilsu eftir það, þó síðustu árin hafi verið henni erfiðust. Ég kynntist samt fljótt þeirri hlýju sem frá henni stafaði og fann ég að þarna fór kona með góða skapgerðareiginleika. Hún var svo sannarlega listhneigð og gefin fýrir góðar bækur, en í raun voru allar bækur góðar í hennar augum. Hún hafði meira gaman af að eignast góða bók, en hvers kyns glingur. Þá hafði hún einnig yndi af góðri tónlist. En stundirnar til að sinna sínum eigin hugðarefnum voru alltof fáar. Hún stjórnaði stóru heimili, en alltaf var nægjanlegt rými og nógur viðurgerningur fyrir gesti og gangandi, til skemmri eða lengri dvalar, hvort sem um börnin hennar eða aðra var að ræða. Þó var sjálfsagt ekki alltaf af of miklu að taka. Hennar lífsfylling fólst einfaldlega í því að sinna öðrum á undan sjálfri sér. Á mannmörgu heimili vill það oft verða þannig að „mörg er matarholan“ og mörgu þarf að sinna og er ég ekki grunlaus um að margar nætur hafi hún vakað við að sauma fötin á börnin sín, á þann hátt sem henni einni var lagið, en Jóna var sérlega lagin við að gera mikið úr litlu. Hún var sannur vinur vina sinna og vildi öllum vel. Við fráfall ástvina minna þótti mér gott að vera kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni Jónínu Guð- rúnu Gústavsdóttur þ. 10. des. 1960. Byrjuðu þau búskap á heimili foreldra hennar en fluttust fljótlega í eigin íbúð að Gnoðarvogi 88. Alfreö var afar verkl'aginn og vandvirkur og vann því nær hvert handtak sjálfur við íbúðina. Fór hann dag hvern til vinnu við íbúðina að loknu dagsverki í Bílasmiðjunni og var þá lítt skeytt um þreytu og vökur. Var síðan sami háttur hafður á er þau hjón fluttu nokkrum árum síðar í stærri íbúð að Kópavogsbraut 41, en þá hafði fjölskyldan stækk- að og börnin orðin þrjú, en þau eru Ása Kolbrún f. 19. aprtl 1960, Áslaug Sigurbjörg f. 28. marz 1964 og Gústav f. 10. desember 1965. Yngri börnin tvö eru cnn í foreldrahúsum en Ása hefur stofnað sitt eigið heimili með sambýlismanni sínum Robert McKee. handmenntakennara. Til marks um handlagni Alfreðs má geta þess að flest húsgönin t íbúð þeirra hjóna. sem öll cru í gömlum stíl hefur hann gert upp sem ný og leynir handbragðið sér hvergi. Sjaldan kont maður svo á Kópavogsbrautina að Alli væri ekki að dytta að einhverju varðandi heimilið. var enda sérlega heimakær og hafði gaman af að fegra og bæta heimili sitt og umhverfi. Fyrstu árin eftir að Alli flyst til Reykjavíkur starfaði hann í Bílasmiðjunni sem þá var að Laugavegi 176, en stofnaði síðan sitt eigið verk- stæöi þar sem hann vann æ síðar. Alli fylgdist vel með öll því er snerti iðngrein hans, gekkst undir sveinspróf í bílamáiun áriö 1968, en meistararétt- indi í bifreiðasmíði hlaut hann árið 1961. Þá hafði hann nýlokið námskeiði í Ijósastillingum er hann féll frá. Það var einnig í ráði aðsonur hans Gústav hæfi nám hjá föður sínunt í bifreiðasmíði á næsta ári, en atvikin hafa hagað því á annan veg. Ég votta fjölskyldunni allri innilega samúð okkar hjónanna og vona að tíminn muni græða þau sár sem myndast við fráfall ástvinar. Valborg S. Böðvarsdóttir. t 18. október sl. fór fram útför ástkærs föður míns. Við systkinin eigum erfitt með að trúa því að hann sé svo skyndilega horfinn úr lífi okkar. Þó er okkur liuggun að eiga margar dýrmætar endurminningar sem munu ylja okkur um ókomin ár. Koma þá fyrst í hugann allar sögurnár og ævintýrin. oft frumsamið, sem hann var ólatur að segja okkur þegar við vorum í bernsku. Ósjaldan sofnaði faðir niinn á undan okkur börnunum og var þá óðara hnippt í liann ogspurt hvað kæmi svo. Þá er mér ógleymanleg umhyggja föður rníns fyrir öllum sem bágt áttu. mönnum og málleysingj- um. Oft bar við áður en hann fór til vinnu aö hann bæði móður mína að láta sig fá korn og mataraf- ganga handa fuglunum sem héldu sig í nánd við vinnustað hans, t.d. var hrafn þar lengi viðloðandi og kunni vel að meta allt sem til féll. Mér er afar minnisstætt að eitt sinn er við Róbert heimsóttum pabba á verkstæðið bað hann okkur aö standa kyrr í sömu sporuni til að flæma ekki burt endurnar sem hann var að gefa. Alltaf komu endurnar á hverjum degi til að heimsækja þcnnan hugulsama vin sinn. Við systkinin eru þakklát fyrir þau ár cr við nutum föður okkar og erum þess fullviss að Guð mun styrkja okkur systkinin og móður okkar á þessúm tímamótum í lífi okkar. Ása Rolhrún Alfreðsdóttir. í návist Jónu, finna hönd hennar þerra burt tárin og heyra frá henni huggunarorðin. Þá fann ég að hún var ekki aðeins móðir barna sinna, heldur einnig tengdabarna. Ég get ekki látið hjá líða að minnast á þá einlægu ást og virðingu sem ávallt ríkti á milli þeirra hjóna, hvar sem þau komu og voru. Fólk hlaut að taka eftir hvað þau voru ávallt hlý hvort við annað og tóku ntikið tillit hvort til annars. Þegar hún veiktist kom það best í ljós hversu mikið hann mat hana, því til þess var tekið af öllum sem kynntust, hve vel hann annaðist hana og sýndi henni mikla nærgætni og hefði margur mátt læra af því. Hann stóð eins og klettur við hlið hennar, studdi hana og leiddi, hafði hugsun á öllu sem gera þurfti, íhugaði og ræddi um hvað hægt væri að gera til þess að henni Iiði sem best. Elsku Magnús minn. Söknuður þinn er mikiil, en minningarnar eru svo margar og dýrmætar, en það segir okkur hvers virði það var okkur öllum að fá að njóta þeirra ára sem við gátum verið með henni. Jóna var trúhneigð kona og talaði oft um trúmál, hún hafði ákveðnar skoðanir í þeim málum eins og í svo mörgum öðrum. Og um það vorum við hjartanlega sammála, að ekki væri öllu lokið er við kveðjum þetta líf. Guð geymi þig, elsku vina 4 íslendingaþaettir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.