Íslendingaþættir Tímans - 30.11.1983, Blaðsíða 7

Íslendingaþættir Tímans - 30.11.1983, Blaðsíða 7
Guðmundur Árnason yfirlæknir á Akranesi Aldrei kemur fallvaltleiki lífsins skýrar fram en á haustin. Þá fölna blómin og falla, fuglinn þagnar og flýgur á braut. Grímur Thomsen hefur lýst þeirri tilfinningu sem haustið vekur í nokkrum ljóðlínum og ég get ekki stillt mig um að birta þær hér. í brjósti mannsins haustar einnig að, upp af hrelldu hjarta gleðin flýgur, en vetrarmjöll í daggardropa stað á dökkvan lokk og mjúkan þögul hnígur, og œskublómin öll af kinnum deyja. Eitthvað svipað verður mönnum innanbrjósts þegar gamlir vinir hverfa af sjónarsviðinu. Ein- manaleiki haustsins leggst fastar að og tilveran verður litlausari og snauðari. Við fráfall Guðmundar Árnasonar læknis er mér efst í liuga sú gáta að forlögin skyldu ekki unna honum lengri lífdaga, svo að þekking hans og starfhæfni hefði getað borið ríkulegri ávöxt. Ég dáðist að því hvað hann var vakinn og sofinn að hugsa um og vinna að hugðarefnum sínum eins lengi og kraftarnir entust. Hann var með hugann við margþætt rannsóknarefni sem hann fýsti að ljúka við og efla með því fræðigreinar sínar. Jónína Jónsdóttir Framhald af bls. 8 hagfræðingi. Sonur þeirra er Páll Ágúst. Sigurður Páll og Jón Rúnar eru í foreldrahúsum. Afi Jón lést 17. janúar 1967. Á kveðjustund sem þessari leitar hugurinn ósjálfrátt aftur og fram koma minningar sem allar tengjast ömmu á einn eða annan hátt. Það var alltaf jafn gaman að heimsækja afa og ömmu í Meðalholtið og þar áttum við barnabörnin örugg- an samastað. Minnisstæðir eru bíltúrar í gamla Willysjeppanum hans afa. Oft var farið niður á höfn, en stundum farið í lengri ferðir, austur á Eyrarbakka og Stokkseyri eða bara í berjamó uppí Heiðmörk. Skemmtilegast þótti mér þegar atvik höguðu því svo að ég fékk að dvelja næturlangt í Meðalholtinu. Þá var beddinn drifinn ofan af háalofti og búið um mig í stofunni. Fyrir svefninn gaf amma mér síðan flóaða mjólk með örlitlu hunangi og las svo með mér kvöldbænirnar. Amma var mjög trúuð kona. Ung að árum gekk hún í söfnuð Sjöunda dags aðventista og starfaði mikið fyrir þann söfnuð æ síðan. Hún var lengi formaður Systrafélagsins Alfa og vann þar mikið starf í tengslum við hjálparstarf safnaðarins á Grænlandi. Ég man eftir mörgum eftirmiðdögum sem ég fékk að fara með ömmu niður í Systrafélag þegar þær safnaðarsysturnar voru að undirbúa fatasendingar til Grænlands. Amma var alla tíð heimavinnandi húsmóðir, ef undan er skilinn smá tími, sem hún vann við Heyrnleysingjaskólann eftir að heilsu afa tók að hraka. En ömmu féll aldrei verk úr hendi. Hún var mikil saumakona og þær voru ófáar flíkurnar islendingaþættir Honum var það mikil eftirsjá að fá ekki stundar- grið til að Ijúka þessum rannsóknum sínum, en nú þýðir ekki að deila við dómarann. Við Guðmundur Árnason kynntumst ekki að marki fyrr en á háskólaárum okkar, enda þótt við hefðum báðir stundað nám í Menntaskólanum á Akureyri. Á háskólaárunum bjuggum við undir sama þaki og þá urðu við dagleg samskipti í starfi og leik þau kynni og vinátta sem ég vil þakka fyrir við leiðarlok. Nú eru þau orðin hin gömlu kynni sem gleymast ei, því að, fyrr en varði voru stúdentsárin að baki og „hin góða, gengna tíð“ á enda. Leiðir okkar lágu aftur saman úti í Kaupmanna- höfn nokkrum árum síðar. Þá var Guðmundur kvæntur og ég var tíður gestur á heimili þeirra Stefaníu, en við fundum báðir að hið áhyggjulausa líf stúdentsáranna varð ekki endurvakið. Það var horfið í tímans Stórasjó og lifði nú einungis í endurminningunni. Á þessum árum var Guð- mundur við framhaldsnám í Danmörku og síðar Svíþjóð svo að leiðir okkar skildu aftur um sinn. Eftir að heim kom voru hin gömlu kynni endurnýj- uð og við höfðum alltaf samband til hins síðasta. sem hún saumaði á okkur barnabörnin og gerði við. Hún heklaði einnig mikið og prjónaði, einkum smáhluti sem hentugir voru til sölu á basörum Systrafélagsins. Síðustu árin, áður en hún veiktist, passaði hún fyrsta barnabarnabarnið, Pál, og hafði hún af því mikla ánægju og gleði. Haustið 1976 veiktist amma þahnig að hún var eftir það lömuð hægra megin og mállaus. Hefur það án efa verið mikið áfall fyrir þessa sterku konu, sem var meira fyrir að hjálpa öðrum en að láta hjálpa sér, að vera nú algjörlega upp á aðstoð annarra komin. Andlega var hún þó alveg hress, fvlgdist vel með bæði sjónvarpi og útvarpi og hlustaði af athygli á frásagnir þeirra sem í heimsókn komu til hennar á spítalann. Mér er sérstaklega minnisstætt er v.ið hjónin komum til hennar í byrjun marsmánaðar með nýfæddan son okkar. Hún skoðaði strákinn nákvæmlega, strauk honum öllum, brosti síðan til okkar og kinkaði kolli, svona rétt eins og hún væri að segja okkur að sér litist bara vel á snáðann. Sama endurtók sig í hvert sinn sem strákurinn var með í heimsókn til hennar. Amma tilheyrði þeirri kynslóð íslendinga, sem upplifað hetur hvaó örastar breytmgai u islensku þjóðfe'lagi frá upphafi byggðar í landinu, þeirri kynslóð, sem m.a. hefur lagt grunninn að því allsnægtaþjóðfélagi sem við búum í nú. Með þessari kynslóð hverfur mikill fróðleikur um lifnaðarhætti fyrr á öldinni og ég sakna þess stundum að hafa ekki haft tækifæri til að ræða meira við ömmu um bernsku hennar og upp- vaxtarár á Eyrarbakka. Að leiðarlokum þakka ég ömmu samfylgdina og allt sem hún hefur kennt mér. Guð blessi minningu Jónínu Jónsdóttur. Dögg Pálsdóttir. Ég heimsótti hann nokkrum sinnum á sjúkrabeð hans og dáðist að því með hve mikilli hugarró og karlmennsku hann þoldi sinn örlagadóm, andlega óbugaður og með skýra hugsun til hinstu stundar. Guðmundur Árnason var fjölgáfaður maður og fjölhæfur. Hann var mikilhæfur læknir og mann- vinur, en í honum bjó einnig mikið listfengi og heimili þeirra hjóna bar þess vott hvað allt var það valið af óskeikulli smekkvísi. Sérstaklega er mér minnisstætt hvað Guðmundur fór vel með liti og ég var sífellt að ámálga það að hann ætti að gefa sér tóm til að mála og fá þannig útrás fyrir sköpunargleði sína. Þá var hann vel að sér í sögu og bókmenntum líkt og frændur hans sem kunnu allan Einar Benediktsson utan bókar. Á góðri stund var hann allra manna glaðastur og hafði til að bera notalega kýmni sem vermdi sálina engu síður en vínið. Fyrir fáum árum sendi hann mér bækling eftir sig um tölvuskráningu á sjúkrahúsum og skrifaði framan á að hætti góðra lækna: „Aðalgeir Kristjánsson 1/2-1 síða að kveldi við svefnleysi". Þarna þekkti ég aftur minn gamla vin frá stúdentsárunum óbreyttan. Guðmundur Árnason var dulur að eðlisfari og seintekinn, en ákaflega vinfastur og mikill vinur vina sinna. Hann missti föður sinn í upphafi háskólanáms síns og það áfall lagðist þungt á hann og sú ábyrgð sem á honum hvíldi þar sem hann var næstelstur systkinanna og eini karlmaðurinn í fjölskyldunni. Þá sýndi Guðmundur hvað í honum bjó með því að skila frábærum árangri í námi og vera jafnframt móður sinni og systrum stoð og stytta. Slíkra manna er alltaf gott að minnast og mig langar til að Ijúka þessum fátæklegu kveðju- orðum með erindi úr gömlum stúdentasöng: Pótl sortnað hafi sól og lund égsyng und laufgum hly og rétti mund um liafið hálft og heilsa gömlum vin. Aðalgeir Kristjánsson 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.