Íslendingaþættir Tímans - 08.02.1984, Qupperneq 1
ISLENDINGAÞJETTIR
Miövikudagur 8. febrúar 1984 — 6. tbl. TIMANS
Egill Egilsson
Króki, Biskupstungum
Fæddur 14. júlí 1898
Dáinn 9. jan. 1984
Egill á Króki var fæddur að Þverá á Síðu í
Vestur Skaftafellssýslu, þar á Síðunni bjuggu
foreldrar' hans ásamt foreldrum sínum og
bræðrum. Þar sem fjölskyldan var stór en land-
þrengsli niikil og erfitt að afla heyja, var leitað til
Sigurðar Ólafssonar sýslumanns frá Hjálmholti,
en hann hafði verið sýslumaður Skaftfellinga og
kynnst fólkinu í Hörgslandskoti og Þverá, sem
meðal annars varð til þess, að Jóhanna föðursystir
Egils, fór í vist til Sigurðar sýslumanns í Kaldað-
arnesi. En Jóhanna varð síðar landskunn af
framgangi sfnum í verkalýðsmálum. Sigurður í
Kaldaðanesi leitaði til séra Magnúsar Helgasonar
á Torfastöðum um jarðnæði í Biskupstungunt
fyrir fólkið í Hörgslandskoti og kusu þeir feðgar
að taka jörðina Galtalæk í.Bræðratunguhverfi, en
henni fylgdu afbragðs slægjulönd í Pollengi. ,
26. júní 1899 lagði síðan fjölskyldan af stað
austan af Síðu, bræður þrír, Egill, Guðmundur og
Dagbjartur, allir nýlega kvæntir, ásamt eiginkon-
um, öldruðum foreldrum og fjórum börnum
þeirra bræðra, 3 börn Guðntundar og Egill eins
árs gamall, fyrsta barn Egils Egilssonar og Stein-
unnar Guðlaugsdóttur. Reiddi móðir hans hann
fyrir framan sig. Tók þessi ferð 11 sólarhringa, þar
af voru þau fjóra sólarhringa í tjaldi við Kúðafljót
á meðan sjatnaði í ánni eftir rigningar. Það má því
segja að snemma fengi Egill að takast á við fljótin.
Á Galtalæk byrjaði svo þessi samhenta fjöl-
skylda nýtt líf með bjartar vonir og þar fæddust
foreldrum Egils 7 börn í viðbót. Þeir Guðmundur
og Dagbjartur föðurbræður Égils fengu sér síðan
aðrar jarðir, fór Guðmundur'að Borgarholti en
Dagbjartur að Auðsholti. Þó þröngt væri í búi á
Galtalæk fyrstu árin rættist ótrúlega fljótt úr nteð
efnahaginn og um það bil sem Egill flytur úr
foreldrahúsum og hefur sjálfstæðan búskap er
heimilið á Galtalæk talið með efnuðustu heimilum
hér í sveit.
Egill hóf búskap á Krók 1923 og árið 1925
kvænist hann Þórdísi Ivarsdóttúr frá Norðurkoti í
Grímsnesi. Jörðin er næsta jörð til norðurs frá
Galtalæk. Lengst af búskap Egils vpru þær með
óskipt beitiland en jörðum Bræðratunguhvcrfis
var skipt 1958. 1
Bændur i Tunguhverfi höfðu mikil og náin
samskifti lengst af búskap Egils þar sem búfénaður
þeirra gekk saman, annað kom líka til, jarðirnar
voru ekki í neinu vegasambandi og þó Tungufljót
væri brúað 1929 var enginn vegur fram í Tungu-
hverfi fyrr en upp úr 1950. Allir aðdrættir stórir
og smáir þurftu að fara yfir Tungufljót á ferjunni
hjá Krók en þar var lengst af lögferja og þar er
mér fyrst Egill minnistæður er ég ungur drengur
fór um með mjólkurbíl á leiðinni í barnaskólann.
Egill var jajrian, ef eitthvað erfitt var, sjálfur við
ferjuna, angdofa horfði ég á er hann berhöfðaður
í éljaútsynningi hratt bátnum út í kófið og lagðist
á árar, báturinn drekkhlaðinn af mjólkurbrúsum
og öllu öðru sem búin þurftu við. Ferjumanninum
fötuðust ekki handtökin hvorki í það sinn er ég
fyrst horfði á hánn á Fljótinu, né seinna, þp oft
kæmist hann í hann krappan og stundum farið yfir
meira af keppi en forsjá.
• Þau Egill og Þórdfs eignuðust 5 börn: Þuríði,
gift í Kópavogi. Steinunni er lést 19 ára. Egill,
giftur á Selfossi. ívar Grétar, giftur í Kópavogi.
Jóna Kristín, gift og býr á Ósbakka á Skeiðum.
Hjá þeim hjónum ólst upp að mcstu dóttursonur
þeirra Unnsteinn Egill giftur í Garði og Magnús
Heimir frændi Egils er kom að Króki tvcggja ára,
nú giftur Margréti Baldursdóttur frá Kirkjuferju í
Ölfusi og hafa þau búið á Krók frá 1977. Einnig
hafa tvær dætur Jónu alist þar upp að miklu leyti
og ásamt dætrum Heimis og Margrétar verið
augasteinar afa síns í ellinni, en Egill var mikill
barnavinur. Þó jörðin Krókur sé ekki stór er hún
grasgefin og engjalönd voru góð á bökkum
Tungufljóts. Á Krók búnaðist þeim hjónum vel,
byggt var stórt og myndarlegt íbúðarhús 1962 og
kom sér þá að fjölskyldan var samhent og þó
bömin væru farin að heiman komu þau, er hjálpar
þurfti við, eins voru útihús byggð og ræktað mest
allt það land sem hægt var að rækta. Egill var
góður bórjdi, meðal gripa sinna naut hann sín
best. Hann fóðraði allar skepnur af kostgæfni og
var einna fyrstur manna hér í sveit ,til að fóðra ær
sínar til hámarksafurða.
Þeim fækkar nú óðum bændum hér sem fæddir
voru á öldinni sem leið. Þeirsöfnuðu kannskiekki
fé í erlenda banka en' þeir settu gull sitt í
uppbyggingu jarðanna og sveitanna. Þeir máttu
muna tímana tvenna frá því að standa illa búnir
við slátt út á blautum mýrum, til þess að aka
1 velbúpum dráttarvélum eftir uppþurrkuðum rækt-
uðum löndum. Egill var einn þessara bænda sem
sá jörðina sem hann tók við, lítið kotbýli, breytast
í góðbýli í sambýli við frænda sinn oguppeldisson,
þar átti hann gott æfikvöld.
Tómas Guðmundsson segir svo í Fljótinu helga,
á einum stað.
Og ég er einn, og.elfarniðinn ber
að Eyrum mér jafn róll sem fyrsta sinni.
Með skynjun tveggja heima í hjarta mér
ég hverf á brott úr rökkurveröld minni.
Og seinna þegar ntildur morgun skín
á mannheim, þar sem sálir stríð sitt heyja,
mig skelfa engin sköp, sem bíða mín:
Þá skil ég líka að það er gott að deyja.
Egill var lagður til hvílu í Bræðratungukirkju-
garði 14. janúar síðastliðinn og þó veður væri
nokkuð svalt fylgdu honum síðasta spölinn stór
hópur vina og vandamanna. Ég bið ástvinum hans
öllum blessunar.
Björn Sigurðsson