Íslendingaþættir Tímans - 08.02.1984, Síða 9
Sigurbjörg Björnsdóttir
húsfreyja frá Deildartungu
Hinn 12. janúar lést Sigurbjörg Bjórnsdóttir,
húsfrcyja frá Deildartungu á Sjúkrahúsinu á
Akranesi 97 ára. Með henni er gengin ein af
merkiskonum þessarar þjóðar, sem skilur að baki
sér mikið starf og hugljúfar minningar hjá öllum,
sem áttu því láni að fagna að þekkja hana.
Sigurbjörg fæddist hinn 18. nóvember 1886 á
Löngumýri í Seyluhreppi í Skagafirði. Móðir
hennar var ógift vinnukona, Soffía Guðbjörg
Björnsdóttir bónda á Keldum í Fcllshreppi og
víðar Gíslasonar, en faðirinn Björn Bjarnason,
þá bóndi á Löngumýri en lengst að Brekku í
Seyluhreppi, þá ekkjumaður. en átti son með fyrri
konu sinni, Margréti Andrésdóttur frá Stokk-
hólma, Andrés Björnsson, skáld. Ekki tókst
ráðahagur með foreldrum Sigurbjargar, en barnið
fylgdi ntóðui sinni. Vorið 1888 hóf Soffía Guð-
björg búskap að Tyrfingsstöðum í Akrahrcppi þá
með dóttur sína á öðru ári. Hún réði þá til sín
ráðsmann Stefán Pétur Magnússon og giftist
honum 16. desember það ár. Næsta vor fluttist
fjölskyldan búferlum að Sólheimagerði í sömu
sveit og bjó þar til 1906. Þau hjón eignuðust 4 börn
á árunum 1889 til 1897: Svcin Jósef. Karólínu,
Guðbjörgu og Arnberg. Með þessum hálfsystkina-
hópi ólst Sigurbjörg upp, en var þó tíma og tíma
hjá föður sínum og kynntist þar hálfsystkinum
sínunt af tveimur hjónaböndum hans. Auk And-
résar skálds, sem áður getur, sem var aðeins
þremur árum eldri en Sigurbjörg, voru 7 börn
Björns og síðari konu hans Ingibjargar Stefaníu
Ólafsdóttur, 6 systur og 1 bróðir. eítir aldursröð
þessi: Margrét. Sigurlína. Kristín. Anna. Jórunn.
Sigurlaug og Andrés yngri. nú útvarpsstjóri.
Sigurbjörg vandist frá blautu barnsbeini hvers-
konar vinnu bæði utanhúss og innan. Hún var
bráðgjör, strax flugnæm og fróðleiksfús og naut
þess þrátt fyrir takmarkaðan veraldarauð að alast
upp í menningarhéraði. þar sem lífsgleði og ást á
sýslunnar af miklum dugnaði og rausnarskap og
Halldór nú reist þar annað íbúðarhús. Ekki cr
annað að sjá en það starf sem hafið var af þeim
Guðmundi og Soffíu fvrir tæpum fjörutíu árum
verði fram haldið af afkomendum þeirra uin
ókomna tíð.
Með tryggd til máls og muwnt
á mátt liins góða og sanna
þú trúðir traust og fast.
Hér er nú starfsins endi
í œðri stjórnar Itendi.
er þad sem eitt í hug þú barst.
En.B.
Þegár góðir búhöldar og sæmdarmenn hverfa á
braut, verður skarð fyrir skildi og söknuður. en
ÍSLENDINGAÞÆTTIR
Ijóðum og bókmenntum sat í öndvegi ekki aðeins
hjá þeim sem meira máttu sín heldur einnig hjá
öllurn fjöldanum. Á bernskuárum Sigurbjargar
var engin skólaskylda barna hér á landi. Heimilin
sáu um uppfræðsluna undir umsjón sóknarprests-
ins. Víða réðu betur mcgandi bændur heimilis-
kennara handa börnum sínum og granna sinna.
Slíkrar kennslu naut Sigurbjörg og gat sér strax
álit kennarans fyrir frábærar gáfur. Séra Björn
Jónsson á Miklabæ bjó Sigurbjörgu undir ferm-
ingu og fermdi hana. Næstu scx árin líða við
venjuleg störf á heimaslóðum og lestur þeirra
bóka, sem völ var á. Neyðarvorið 1906 urðu þær
eftir verður nrinningin. Ég þakka samfylgdina á
liðnumárum. Fjölskyldunnivottaégsamúðmína.
Ingvar Þorleifsson.
breytingar á högunt fjölskyldunnar í Sólheima-
gcrði að hjónin Stefán stjúpi Sigurbjargar og
móðir hennar neyðast til að bregða búi og fara í
húsmennsku með yngstu börnin. en hin eldri til
vinnu hvar sem hana var að fá. Ekki dró þetta áfall
kjark úr Sigurbjörgu Björnsdóttur. Hún mun hafa
frá bernskuárum ætlað sér að afla sér meiri
menntunar en þeirrar sem hún fékk fyrir fermingu
og haldið vcl saman þcim fáu krónum, sem hún
vann sér inn með hörðum höndum. Haustið 1906
innritaðist hún í hinn velmetna lýðskóla á
Hvítárbakka í Borgarfirði. Þar stundar hún nám
í tvo vetur mcö ágætum árangri og brautskráðist
þaðan vorið 1908. Næstu fjóra vetur sjundar
Sigurbjörg barnakennslu í Skagafirði, sem far-
kennari í Lýtingsstaðahreppi 1908-'09 og í Seylu-
hrcppi 1911-' 12. cn hina veturna sem heimilis-
kennari meðal annars hjá föður sínum og síðari
konu hans í Brekku. Kenndi hún þar systrum
sínum, sem aldur höfðu til þess.
Næsta ár verður brevting á högum Sigurbjargar
Björnsdóttur. Hinn 10. maí 1913 gengur hún í
hjónaband nteð mikilhæfum Borgfirðingi, Jóni
Hanncssyni í Dcildartungu og tckur það vor við
húsfreyjustarfinu á því sögufræga höfuðbóli, þar
sem mannsaldri áður tóku við búsforráðum ung
hjón af einhverjum sterkustu ættum Borgarfjarð-
ar, þau Vigdís Jónsdóttir af Deildartunguætt og
Hannes Magnússon af Vilmundarstaðaætt. Þau
Vigdís og Hanncs héldu ckki aðeins uppi hróðri
Deildartungu heldur juku hann stórum ekki
mirinst eftir að börn þeirra er upp komust, náðu
þroska, 2 synir Magnús elstur f. 1875 og Jón
yngstur fæddur 15. desember 1885 og 5 systur
Ástríður f. 1876. Helga f. 1878. Guðrún f. 1881,
Vigdís f. 1882 og Hallfríður f. 1884. Þessi
systkinahópur stóð að gjörfileika og mannkostum
í hópi leiöandi ungmenna aldamótakynslóðarinn-
ar í Borgarfjarðarhéraði. Létu þau mjög að sér
kveða í félagsmálum þeirra tíma svo sent í
Ungmennafélögunum. samvinnuhreyfingunni.
skólamálum og hverskonar framfaramálum varð-
andi búskap og menningu yfirleitt.
Tvö elstu systkinin létust ung, Magnús 1893 og
Ástrfður 1905., en hin Itéldu hátt hróðri ættar
sinnar og héraðs í meirihluta aldar.
Hannes Magnússon, bóndi í Dcildartungu lést
28. septcmber 1903. langt um aldur fram. Vetur-
inn áður hafði Jón Hannesson. stundað nám við
Gagnfræðaskólann á Akureyri meö góðum ár-
angri. Við fráfall föður síns fannst honum hann
\erða að taka við bústjórn hjá móður sinni og
hvarf þá frá námi um árabil. Aðcins 18 ára tekur
Jón við bústjórn á stórhýlinu en hann stóð ekki
einn. Móðir hans Vigdís var annáluð búkona í senn
hagsýn, duglcg og drenglunduð og systur hans
hver annarri duglegri. enda búnaðist vel og
stöðugt var unnið að umbótum. scm að vísu
miðaði hægt ntiðað við nútíma hraða, cnda allt
unnið með þátíma vinnuaðfcrðum. Jón vissi að
9