Íslendingaþættir Tímans - 08.02.1984, Side 11
Halldór Þorsteinsson
vélvirki
Fæddur 23. júli 1912
Dáinn 11. deseinber 1983
Vinur minn og frændi. Halldór Þorstcinsson
lést á Landspítalanum hinn 11. des. síðast liðinn.
Foreldrar hans vorú hjónin Þorsteinn Þorsteins-
son Mýrmann frá Mýrum í Austur-Skaftafellssýslu
og Guðríður Guttormsdóttir frá Stöð í Stöðvar-
firði, föðursýstir mín.
Halldór var fæddur að Óseyri í Stöðvarfirði
hinn 23. júlí 1912 en þar bjuggu foreldrar hans.
Halldór ólst upp við hin hefðbundnu sveitastörf
þess tíma; en síðar, um tvítugsaldur, stundaði
hann sjó á bát föður síns. H<inn stundaði nám við
Alþýðuskólann á Hvítárbakka veturinn 1930-31
og Hcraðsskólann í Reykholti 1931-32. Næstu
vetur var Halldór farkennari á ýmsum.stöðum á
landinu en settist síðan að á Akranesi þar sem
hann átti heinta í aldarfjórðung. Hann stundaði
nám við Iðnskólann á Akranesi og hlaut meistara-
réttindi ívélvirkjun 1946ogpípulagningum 1952.
Halldór tók mikinn þátt í félagsmálum á
Akrancsi, var meðal annars formaður Iðnráðs
Akraness og í stjórn Sósíalistafélagsins þar.
Einnig má nefna að hann skrifaði greinar í ýmis
blöð.
Árið 1935 kvæntist Halldór eftirlifandi konu
sinni, Rut Guðmundsdóttur frá Helgavatni í
Þverárhlíð, en kynni þeirra hófust er þau voru
saman við nám í Héraðsskólanum í Reykholti.
Rut er dóttir sæmdarhjónanna Guðmundar Sig-
urössonar og Önnu Ásniundsdóttur. Halldór og
Rut fluttu til Kópavogs árið 1962 og bjuggu þar til
ársins 1980 er þau fluttu til Reykjavíkur. Þau
eignuðust tvo syni, hina mestu efnismenn Sigurð
Rafnar og Birgi Ellert.
Eins og sjá má, af því sem þegar er sagt lagði
Halldór gjörva hönd á fjölbreytileg störf á
lífsleiðinni — og eru þau þó ekki öll talin. Ég tel
slíkt gæfu hverjum manni. Þeim sem kvnnast
fáum störfum og fáu fólki hættir til að verða
einsýnir og þröngsýnir. Hinir öðlast víðsýni og
skilning. Þeir verða umburðarlyndir við þá er þeir
mæta á lífsleiðinni. jafnt samherja sem andstæð-
íDeildartungu til dauðadags, en eftir 85 ára aldur
dvaldi hún lengst af í Reykjavík lengi í séríbúð á
Ránargötu 6. þar sem dætur hennar bjuggu í
annarri íbuð. en síðustu árin bjó hún með Soffíu
dóttur sinni og Sigurbjörgu dóttur hennar á
Kaplaskjólsvegi 65.
Sigurbjörg naut ánægjulegrar elli umvafin ást
barna sinna og tengdabarna. Hún var aldrei
kvellisjúk á langri ævi. cn síðustu mánuðina þurtti
hún þó sjúkrahúsyist.
Sigurbjörg Björnsdóttir lést af ellihrörnun 12.
janúar 1984 sátt við allt og alla. Af henni geislaði
gáfum og góðvild alla ævi. Blessuð sé minning
hennar.
Halldór Pálsson.
inga, þeir skilja og fyrirgefa, Halldór var í hópi
þeirra síðarnefndu.
Þótt stutt væri á milli heimila okkar Hálldórs í
æsku beggja urðum við aldrei leikfélagar, til þess
var aldursmunur of mikill. En það æxlaðist svo til
að er ég var ellefu ára gamall gerðist Halldór
lærifaðir okkar þriggja frændsystkina einn vetur á
heimili foreldra minna. Er ég hugsa til þessa
vetrar á námsferli mínum dáist ég að því hve
mjúkum höndum hann tók á ýmsum brellum
okkar og uppátækjum - við skynjuðum smán
okkar þeim mun betur eftir á. Hann hafði
sannarlega hið rétta skaplyndi til að umgangast
börn og unglinga.
Árin liöu. Eg yar við nám í Reykjavík en
Halldór og Rut áttu heiina á Akranesi. Á þeim
árum þótti það mikið fyrirtæki að fara í jöla- eða
páskaleyfi austur á land. Það fór því svo að ég
eignaðist mitt annað heimili á Akranesi. Frá
samverustundunum á hinu yndislega heimili Hall-
dórs og Rutar á Sunnubraut 22 á égógleymanlegar
endurminningar. Þá skipti aldursmunur ekki'
lengur máli.
Halldór átti mörg-áhugamál og var með aflirigð-
um hagur maður. bæði til orðs og hfanda. Og svo
var hann vandvirkur að allt sem hann lct frá sér
fara var óaðfinnanlegt, Ég minnist þess sérstak-
lega - það var að mig minnir 1962 - að hann flutti
í útvarpinu frásöguþátt frá Hítardal. Þcssi þáttur
mun hafa orðiö kveikja að nokkrum fleiri þáttum
sem fluttir voru, sem framhald hans. undir heitinu
Við Fjallavötnin. Ég undraðist tungutakið og
myndvtsina. Sá meö augum og heyrði með eyrunt
það sem hann sagði frá. Margur háskólaborgari
hefði verið fullsæmdur af tungutaki Itans.
Veikindi þau. er urðu Halldóri að aldurtila, áttu
sér nokkurn aðdraganda. Það mun hafa veriðfyrir
um það bil tveim mánuðum að við hjónin komum
á heimili hans og Rutar að Stóragerði 34. Þá var
hann í helgarleyfi frá Landspítalanum. Hann var
máttfarinn en að öðru leyti hress. Þá lét hann
eftirfarandi orð falla: „Ég hef svo mikið að gera
að ég má ekki vera að því að vera veikur", og
brosti við. Þessi orð lýstu honum vel, bjartsýni
hansogathafnaþrá. Hannáttisvo margt ógert. En
þó munu að baki þessara orða hafa búið beiskja,
sárindi, biturleiki gagnvart óblíðum örlögum sem
hann fékk ekki spornað gegn. Hann vissi áreiðan-
lega hvert stefndi. Hann bar veikindi sín með
stakri karlmennsku og fékk í þessari vonlausu
baráttu styrk frá hinni hugrökku og ástríku
eiginkonu sinni sem vék vart frá honum uns yfir
lauk.
Við hjónin vottum Rut, sonum þeirra og öðrum
vandamönnum dýpstu samúð okkar. Þau hafa
mikið misst.
Flosi Sigurbjörnsson.
t
Við fráfall Halldórs Þorsteinssonar. vélvirkja
frá Akranesi, vil ég flytja fram fáein þakklætis- og
kveðjuorð.
Kynni okkar Halldórs hófust um miðjan sjötta
áratuginn og þróuðust í djúpstæða vináttu fljót-
lega, sem hefur staðið alla tíð. Ég var beðinn um
að fara í framboð fyrir Alþýðubandalagið í
Borgarfjarðarsýslu 1956 og menn sögðu hér í
Reykjavík: Farðu upp á Akranes og hittu Halldór
Þorsteinsson. Það var veganestið.
Litlu síðar knúði ég dyra á Sunnubrautinni og
Rut tók á móti mér. Eftir miklar góðgerðir kallaði
Halldór saman fund í stofu sinni og þegar var
byrjað að skipuleggja baráttuaðferðirnar. Halldór
afhenti mér lista yfir kjósendur, sem hann taldi
vera í vafa. Þú átt að heimsækja þetta fólk, sagði
Halldór, rabba við það.koma því á rétta braut og
drekka hjá því kaffi. Siggi og Ársæll geta farið
með þér. Þetta var upphafið að 12 ára þátttöku
minni í félagsskap og pólitísku starfi meðal fólks
á Akranesí og í Vesturlandskjördæmi. Þetta er
eitt eftirminnilegasta tímabil ævi mintutr, og því
hef ég orð á því nú, þegar Halldór Þorsteinsson
er allur. að hann á einn stærstan hlutann í
minningunum, sem koma upp í hugann frá þessu
tímabili gleði, athafna og sigra. Ég lærði mikið og
þroskaðist á þessu tímaliili undir handarjaðri
Halldórs Þorsteinssonar. Það vil ég nú þakka á
skilnaöarstundu.
í réttarhöldunum út af 30. mars óeirðunum
tókst ekki að sanna að þær hefðu verið skipulagðar
af „þjóðinni" á Þórsgötu 1. Vegna þessa sönnunar-
skorts varð Hæstiréttur að haga orðum í forsend-
um sínunt á þann ógleymanlcga hátt að segja „að
þar hefðu orðið samtök í verki á staðnum". Þessi
11
ÍSLENDINGAÞÆTTIR