Íslendingaþættir Tímans - 08.02.1984, Síða 14
Haraldur Kristjánsson
bóndi, Sauðafelli í Dalasýslu
Fæddur 22. júli 1905
Dáimi 29. des. 1983
Laugardaginn 7. janúar sl. fór fram að Sauða-
felli jarðarför Haraldar Kristjánssonar bónda þar.
Hann var fæddur að Hamri í Hörðudal þann 22.
júlí 1905, sonur hjónanna Kristjáns Sveinssonar,
bónda þar og konu hans, Málfríðar Porbjarnar-
dóttur frá Spóamýri í Þverárhlíð í Mýrasýslu.
Haraldur ólst að mestu upp hjá foreldrum
sínum, en að nokkru hjá systur sinni Guðrúnu og
manni hennar, Einari Jóhannessyni, bónda að
Dunki í Hörðudal. Ungur vandist hann öllum
sveitastörfum og hlaut almenna barnafræðslu.
Hann var námfús og minnugur vel, las flest það er
hann náði til á þeim árum. Honum tókst að læra
og menntast, án skólagöngu, og búa sig þannig
undir ævistarfið. Hann kynntist landi og þjóð,
fyrst við lestur góðra bóka, eins og íslendinga-
sagna og síðar með því að ferðast.
Leiðir margra lágu líka heim að Sauðafelli og
þar gafst honum einnig tækifæri á að kynnast
fólki. Hann var ættfróður og gat rakið ættir flestra
þeirra sem minnst var á við hann, enda mann-
glöggur og minnugur.
Árið 1936 verða þáttaskil í lífi Haraldar, er
hann kvæntist Finndísi, dóttur Finnboga Finns-
sonar frá Háafelli og Margrétar Pálmadóttur frá
Svalbarða. Það sama ár byrja þau búskap að
Sauðafelli. Fyrst í sambýli við Finnboga, föður
Finndísar og síðustu árin bjuggu þau í sambýli við
einkason sinn, Hörð og konu hans, Kristínu
Ágústsdóttur frá Kirkjuskógi.
Haraldur og Finndís sátu höfuðbólið mcð prýði
því sem næst hálfa öld. Þau bættu jörðina og
eignuðust með árum ágætt bú. Þau hófu búskap á
þeim árum sem öll nútímatækni var óþekkt, en
fylgdust vel með og tileinkuðu sér tæknina eftir
efnum og ástæðum er árin liðu. Þau voru hjúasæl
og rómuð fyrir greiðasemi og gestrisni.
Hjá þeim var í áratugi póstafgreiðsla ogsímstöð
og öll þjónusta þar að lútandi einkenndist af
fórnfýsi og reglusemi.
Fyrir nokkrum árum fluttu þau hjónin til
Reykjavíkur og voru þar yfir vetrarmánuðina en
dvöldu á sumrin heima á Sauðafelli.
Sauðafell er frá fornu fari frægt höfuðból. Þar
er útsýni fagurt og víðsýnt yfir sveitina og
Hvammsfjörðinn með sínum óteljandi eyjum og
gróðursælum sveitum beggja vegna. Jörðin Sauða-
fell er talin mjög góð til búskapar og þar hafa
löngum verið búmenn miklir og embættismenn.
Þar var um skeið séra Björn Halldórsson, er
síðar varð prestur og búnaðarfrömuður í Sauð-
lauksdal. Um síðustu aldamót bjó þar Björn S.
Bjarnason, sýslumaður og þingmaður Dala-
manna. Hann var búhöldur góður og bjó á
Sauðafelli til 1918 að hann flutti til Reykjavíkur.
Af honum kaupir Finnbogi jörðina og bjó hann
14
þar til dauðadags 1953. Finnbogi var, eins og
flestir í þeirri ætt, hagleiksmaður mikill og
búhöldur góður. Sauðafell hefur lengi notið þess
að þar hafa verið framsýnir framkvæmdamenn.
Þar er nú búskapur allur tæknivæddur með
myndarbrag, reisulegum byggingum og gróður-
sælum túnum og tæktunarlönsuim.
Haraldur var félagslyndur maður og tók mikinn
þátt í félagsmálum. Hann var áratugi í hrepps-
nefnd Miðdalahrepps, um skeið í sýsluhefnd,
alllengi í stjórn Kaupfélags Hvammsfjarðar og í
mörg ár sláturhússtjóri hjá kaupfélaginu. Hann
átti létt með að stjórna. Hann var verkhygginn og
hafði góð áhrif á menn, jafnan glaður og hress í
viðmóti og það fylgdi honum hlýr andi vorsins.
Hann var samvinnuþýður og tillögugóður. Hann
sótti ekki eftir mannvirðingum, en var eigi að
síður til margs tilkvaddur, vinmargur og naut
mikils trausts allra þeirra er hann þekktu.
Haraldur var gæfusamur maður og heilsuhraust-
ur þar til á sl. ári að hann kenndi sér meins sem
ekki var unnt að lækna. Hann lést á Landspítalan-
um þann 29. desember 1983.
Traustur og góður drengur en genginn. Þegar
ég lít til baka yfir farinn veg og hugleiði kynni mín
af Haraldi, þá er ntér efst í huga þakklæti fyrir
farsæl störf og skemmtileg kynni.
Finndísi, Herði og fjölskyldunni og öllum
öðrum vinum og vandamönnum votta ég samúð.
Blessuð sé minning Haraldar Kristjánssonar.
Ásgeir Bjarnasnn
Helga Vilhelmína
Jónsdóttir
F*dd 4. dcsember 1897
Dáin 6. janúar 1984
Pú guð rníns lifs, ég loka augum mínum
í liknarmildum fððurörmum þínum,
og hvíli sœtl. þótt hverfi sólin bjarta.
Ég halla mér að þínu föðurhjarta.
(M. Jochumsson)
Helga í Grófargerði var kölluð burt úr þessum
heimi 6. janúar sl. Hún fékk að lifavfir hátíðirnar,
fjölskyldu sinni til styrktar og hamingju, eins og
hún hafði verið allt sitt líf.
Hún fæddist í Grófargerði á Völlum. Fljótsdals-
héraði 4. desember 1897 og hét fullu nafni Helga
Vilhelmína í höfuðið á móðursystur sinni. Helgu
á Gunnlaugsstöðum og föðursystur sinni, Vil-
helmínu. Foreldrar hennar voru Þórunn Bjarn-
adóttir frá Freyshólum og Jón Guðmundsson,
bóndi í Grófargerði. Hann átti eina systur,
Vilhelmínu, sem flutti til Ameríku.
Helga ólst upp í Grófargerði ásamt foreldrum
sínum og systkinum og bjó þar alla stna ævi að
frádregnum 15 árum (1911-1926).
Systkinin í Grófargerði: Helga, Ásmundur.
Gróa, Bjarni, sem var kennari og því mikið að
heiman og Snjólaug, bjuggu í sátt og samlyndi í
Grófargerði langa ævi. og svo sonur Helgu,
Alfred. Þar var fagurt mannlíf og friður í
hjörtunum. Heimilið í Grófargerði var fínt og
fallegt og húsið skemmtilegt hér áður fyrr. þó að
mjög hafi nú hallað á það hin seinni ár. - og brá
þá mest við Ásmund, hinn sögufróða og skemmti-
Framhald á bls. 13
ÍSLENDINGAÞÆTTIR