Heimilistíminn - 26.06.1975, Blaðsíða 28

Heimilistíminn - 26.06.1975, Blaðsíða 28
Þegar lögreglan ruddist inn I tilrauna- stofu Tesla, stóð hann með sleggju og eyðilagði dularfullt tæki. lifði góðu lifi, kvæntist aldrei og eyddi peningum eins og vatni, fullviss um aö næsta uppfinning gerði hann vellauðugan. Hann var haldinn stöðugum ótta um heilsu sina. Hann bar oft hanzka og keypti nýja I hverri viku. Hann keypti lika ósköpin öll af vasaklútum og fleygði þeim eftir eina notkun. Þegar hann var á tindi frægðarinnar, fór hann fram á einkaafnot af matsölum hótela. Þar voru honum jafnan bornir staflar af serviettum, svo hann gæti sjálf- ur þurrkað mataráhöldin og diskana, áð- ur en hann mataðist. Hann notaði aldrei nema hreint handklæði og heilsaði aldrei neinum með handabandi, ef hann komst hjá þvi, og hann vildi helzt vinna á næt- urnar. Hann haföi mikið dálæti á skjölum þeim, sem staðfestu bandariskan rikis- borgararétt hans,en tróð orðum, skirtein- um og virðingarskjölum fyrir vísindaaf- rek ofan I skúffur eins og hverju öðru rusli. Arið 1912 voru honum boðin Nóbels- verölaun en hann afþakkaði vegna þess að slikt myndi tengja nafn hans nafni Edis- ons, sem hafði andmælt honum I raf- magnsmálunum nokkrum árum áöur. Einkennilegt var dálæti Tesla á dúfum. Þær flykktust um hann I hundraðatali, þegar hann bllstraði og eltu hann inn i hótel og bókasöfn. Stöku sinnum var hann beðinn að fara eitthvað annaö vegna ó- þæginda sem dúfurnar ollu heima hjá honum og á opinberum stöðum. Þótt hann segöi eitt sinn, að hann ætlaöi að ná 150 ára aldrei, veiktist hann seint á árinu 1942 og lézt I janúar árið eftir. Leyniþjónustumenn rannsökuðu herbergi hans og eigur I leit aö einhverju mikil- vægu, en fundu ekkert. Eitt sinn sagði Tesla — Þaö þarf aö halda leynd yfir uppfinningum. Ég get ekki fengið einkaleyfi vegna þess að ég geri ekki likön og ég hef aldrei peninga til að gera Hkön. Þess vegna hef ég allar minar hugmyndir I höfðinu. Aöeins fátt fólk kom að jarðarför hans og innan fárra ára var nafn hans gleymt. Nú, þegar milljónir manna þekkja nafn Edisons, hafa aðeins fáir heyrt um Tesla, snillinginn, sem sérfræöingur einn sagði um, að hefði fundið upp 20. öldina. C3 A veitingastöðum fékk Tesla stafla af ser- vlettum til að þurrka diskana sjálfur, áð- ur en hann mataðist. 28

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.