Heimilistíminn - 26.06.1975, Blaðsíða 6

Heimilistíminn - 26.06.1975, Blaðsíða 6
Hiín er ólik öllum öðrum moskum að þvi leyti, að hreinsunarbrunnurinn er ekki í forgarðinum, heldur inni i sjálfri mosk- unni, undir hvelfingunni. Þarna er alltaf samankominn fjöldi karlmanna, sem þvo fætur sina áður en þeir leggjast á bæn eða setjast á hækjur sinar til að hlusta á upp- lesturUr kóraninum, en úr honum er lesið á ýmsum stöðum i moskunni, sem er geysistór bygging. Hin moskan heitir eftir byggingameist- ara sinum,Murad II. Umhverfis hana eru ellefu grafhýsi, Murads og tiu annarra frægra soldána. Tiu af steinkistunum eru rikulega skreyttar og við höfðalagið stendur finasti túrban viðkomandi sol- dáns á gullsaumuðu silkiteppi. Aðeins kistaMurads er öðruvisi. Það er yfirlætis- litil marmarakista og á lokinu vex grænt gras. Yfir þessari kistu er engin hvelfing, en I loftinu er gat og ég sé skýhnoðra liða framhjá. Murad II fékk ósk sina upp- fyllta, þegar hann lá á banasænginni fyrir 524 árum og bað um að regn himinsins mætti vökva gröf hans að eilifu. Eftir að hafa ekið 300 km til viðbótar, æjum viö i Afyon, bæ af svipaðri stærð og Bursa, en gjörólikum. Þarna er bæði ljótt og sóðalegt, en þarna eru samt aðalstööv- ar framleiðslu heimsþekktrar vöru, Turk- ish Delight, eins konar konfektmassa, sem allir Tyrkir eru vitlausir i. Afyon er einnig þekkt fyrir annars kon- ar tyrkneska sælu, þvi hér eru einnig aðalstöðvar ópiumverzlunarinnar. Lofts- lagiö er einkar vel fallið til ópiumræktar. Hún var til skamms tima bönnuð i fjögur ár, ener nú leyfileg á ný. Bandarfkin, sem árið 1971 greiddu Tyrkjum 37,5 milljónir dollara fyrir að stöðva framleiðsluna hafa mótmælt leyfisveitingunni harðlega. Ótt- ast er að mestur hluti ópiumsins sé selt ó- löglega til framleiðslu á heróini, þvi ótta- legasta af öllum eiturlyfjum. 1 Ankara las ég i enskskrifuðu blaði, að margir þingmenn hefðu kvöldið áður þurft til læknis eftir slagsmál i þinginu, þegar kennslumálaráðherrann var ásak- aður fyrir að ráða kommúnista sem kenn- ara. Tilþrifamikil slagsmál i tyrkneska þinginu eru nær daglegt brauö. Fyrir nokkrum árum særðust sjö þingmenn al- varlega I slagsmálum. Hinn almenni Tyrki er líklega orðinn leiður á stjórn- málámönnum, þvi i kosningunum 1969, sátu 5 milljónir kjósenda heima og fyrir utan sum þorpin má sjá skilti með áletr- uninni: Stjórnmálamönnum bannaður að- gangur. Tyrkir kalla landið lýðveldi og vill ekki vera þróunarland. Af 40 milljónum Ibúa eru stjórnmálamenn, landeigendur, iðn- aðarfurstar og kaupsýslumenn mjög litill, en ákaflega sterkur hluti sem lifir lúxus- lifi á evrópska vísu. En meirihlutinn, verkamenn og bændur eru bláfátækir og hafa flestir aðeins fyrir daglegu brauði. Siðustu tiu árin hafa fleiri en ein milljón Tyrkja farið til starfa erlendis. Af þeim 65 þúsund þorpum, bæjum og borgum, sem eru I landinu, hefur helmingurinn eigiö 6 Gamli maðurinn sem bauð okkur hjart- anlega velkomna. Hann seldi vínber og notaði epiin fyrir ióð. Or stóra matsalnum I munkaklaustrinu. vatnsból og i aðeins 700—800 er rafmagn. Helmingur fullorðinna i sveitunum eru ó- læsir. Óhætt er að fullyrða að þjóðfélags- grundvöllurinn hafi ekki breytst jafn mik- ið á jafn skömmum tima i neinu öðru landi og Tyrklandi. Árið 1922 setti Kemal Ataturk soldáninn af og gerðist fyrsti for- seti landsins. En þjóðfélagslegar og fjár- hagslegar umbætur, sem hefðu átt að koma þar með, létu á sér standa. Mesta breytingin var þó sú, að tekið var upp lat- neska stafrófið og farið að skrifa frá vinstri til hægri eins og við gerum. Annað sem Ataturk gerði var að endur- bæta réttarkerfið, banna fjölkvæni — nokkuð sem var óþekkt i arablskum lönd- um — og veita konum kosningarétt. Hinn 24. ágúst 1925 var merkisdagur I sögu Tyrklands. Þá hélt Ataturk ræðu I þinginu og sagði: — Frá deginum I dag skulu allir Tyrkir ganga I skóm eða stig- vélum, buxum, skyrtu, bindi, jakka og með höfuðfat með deri.... Og fyrir augunum á gapandi þingheimi setti Ataturk upp stráhatt og boðaði, að rauöi túrbaninn, sem allir tyrkneskir karlmenn höfðu til þessa gengiö með, skyldi bannaður. Þessi ráðstöfun vakti gffurleg mótmæli, vegna þess að það var talin dulin árás á Islam. Múhameöstrúar- menn eru þeirrar skoðunar, að kristnir menn séu ekkert hrifnir af Allah og gangi með hatta og derhúfur til að fela sig fyrir augum skaparans. Prestar Islams byrjuðu á þvi að til- kynna, að enginn múhameðstrúarmaöur með evrópskt höfuðfat kæmist inn i para- dis. Á götunum kom til slagsmála, þegar lögregluþjónar rifu túrbaninn af rétttrú- uðum. Svo langt gekk þetta að 1926 voru ákveöin viðurlög við túrbaninum dauða- refsing! Nú sjást nær engir hattar I Tyrklandi. Þeir yngri ganga berhöfðaöir og eldri menn með prjónahúfur — án ders. 1 öllu landinu er einn maður, sem virðir lögin að vettugi, sem sé sölumaðurinn á stóra markaðnum i Istanbul. Hann selur rauða túrbana, en aðeins ferðamönnum. En versta óveðrið skall á, þegar Ata- turk afnam Islam sem rikistrúarbrögð. Skólarnir þurftu ekki lengur að veita trú- arbragöafræðslu af neinu tagi og bannað var aö kalla til bæna á götum úti, Ataturk gekk meira að segja svo langt að segja, að Islam væri einungis kenning, sem einhver Bedúini hefði búið til. Við annað tækifæri sagöi hann að múhameðstrúin væri rotn- að lik, sem eitraði lif Tyrkja. Einn af æðstu embættismönnum Mýhameðs kom til hans, lagði eintak af Kóraninum á skrifborð hans og ásakaði hann um að hafa vanvirt spámanninn og hina helgu bók, I hverja hann ætti heldur að sækja stjórnmálalegan innblástur. Hvitglóandi af reiði fleygði Ataturk Kóraninum I höfuð mannsins og æpti: — Stjórnmálamaður, sem þarf aðstoð trúar- bragöa til að stjórna landinu, er asni og asni ætti aldrei að vera þjóðhöfðingi. Aðeins á einum vettvangi beið Ataturk ósigur, þegar hann bannaði konum að ganga með blæjur. Þær sömu konur og hann hafði veitt frelsi og kosningarétt, vildu ekki lúta þeim kröfum, að „Tyrkir litu út eins og siðmenntað fólk”. Það dugði heldur ekki að hann fyrirskipaði að vændiskonur skyldu bera blæju, i þvi skyni að gera blæjurnar óvinsælar.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.