Heimilistíminn - 26.06.1975, Blaðsíða 34

Heimilistíminn - 26.06.1975, Blaðsíða 34
mig i snjónum og mér þykir alltaf vænt um að sjá hana. Mér þætti leiðinlegt, ef ég gæti ekki heilsað upp á hana eða vini hennar, þegar þá langar til þess. Hann stóð upp og gekk út að litla glugganum, opnaði hlerana og benti út. — Nú er allt þakið snjó enn einu sinni, en það snjóar ekki lengur. — Almáttugur, ég er næstum viss um að ég heyrði ömmu þina ganga framhjá. Þú verður að fara til baka eins fljótt og þú getur. Hún fer að undrast hvað orðið hefur af þér og mér lika. Hlauptu á meðan ég fer i stigvélin og sæki regnhlífina. Vertu sæl. Lilla stökk á fætur og hljóp út úr litla húsinu eins hratt og hún komst, niður hæðina sem var þakin snjó. Hún var komin heim i eldhús i sama bili og amma sagði: — Jæja þá er kom- inn háttatimi, vina mín. — ó, amma lofaðu mér fyrst að kveðja litla karlinn. Ég mátti ekki vera að þvi að þakka honum fyrir að bjóða mér heim til sin. Hún leit inn í kúluna. Þar stóð litli karlinn með regnhlif- ina eins og hann var vanur. —Ég er heppin að þurfa ekki að standa úti í kuldanum eins og hann,sagði Lilla, þegar amma hennar tók kúluna og fór með hana inn á sinn stað aftur. — Það er eiginlega betra að vera inni, þegar snjóar og rignir, ekki satt, amma? En ég vona, að veðrið verði gott á morgun, svo ég geti farið út. Heldurðu, að það verði gott veður? — Já, svaraði amma. Himinninn var svo rauður, þegar sólin settist. Ég held, að það verði gott veður á morgun. 34 Eitt sinn var Lilla að leika sér ein í garðinum, þvi amma var önnum kafin í eldhúsinu i litla húsinu. Hún var að strauja þvott. Lilla gekk um garðinn og lyktaði af hinum ýmsu blómum og athugaði hvort nokkur þeirra væru að springa úr. Hún velti fyrir sér, hvað hún ætti að gera, þegar amma kom i dyrnar. — Lilla, hrópaði hún. — Viltu tina saman þvottaklemmurnar fyrir mig. Ég er búin að týna þeim í grasið. Ég flýtti mér svo að taka inn þvottinn, þegar rigningin kom í gær. Settu þær svo í þessa körfu, vina min. — Já, amma, sagði Lilla. Hún tók körfuna og hljóp eftir litla stignum að grasblettinum við hliðina á húsinu. Þar hékk þvottasnúran milli trjáa. í hverri viku héngu þarna blússur, sokk- ar, svuntur og allt annað, sem amma þvoði, og þornaði í hlýrri golunni. Núna voru þarna aðeins fáein stykki. Þau vöfðust utan um klemmurnar sinar eins eg þau vildu komast burt. Á grasinu fyrir neðan lágu margar klemmur um allt. Ein stóð upp við snarrótarhnaus, eins og hún væri að reyna að standa upp á mjóu fæturna sina. Þegar Lilla tindi þær saman, fannst henni þær likjast litl- um, skritnum körlum með tréhnúðinn sem höf- uð. Hún tók fleiri upp. — Þær eru allar eins og litlir klemmukarlar, sagði hún við sjálfa sig. — Ef einhverjar þeirra væru i pilsi, væru þær klemmukonur. Það væri.... Hún leit i kring um sig. Við girðinguna uxu margir, stórir valmúar og sumir þeirra voru farnir að fella krónublöð- in. Lilla tók nokkur af þessum skinandi, fallegu rauðu blöðum upp úr grasinu og vafði þeim utan um klemmurnar og festi með grasstrái. Þá var klemman orðin eins og litil hefðar- mær í afar fallegum, rauðum silkikjól. Lilla stakk henni hrifin niður i jörðina, þannig að / Framhald

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.