Heimilistíminn - 28.10.1976, Síða 12

Heimilistíminn - 28.10.1976, Síða 12
Barnasagan: Lewis Carrol: Lísa 1 U ndralandi Kapphlaup dýranna 3. þáttur Það var sannarlega skritinn samsöfnuður þarna á bakkanum. Fjaðrir fuglanna stóðu allar út i loftið og dýrin hjúfruðu sig inn i loð- skinnin sin. öli voru rennandi blaut köld og önug. Fyrsta spurningin var auðvitað sú, hvernig þau gætu þornað sem fyrst. Það var haldin ráð- stefna um málið, og eftir nokkrar minútur var Lisa orðin góðkunningi allra dýranna. Hún spjallaði við þau eins og jafningja sina: en inn- an skamms var hún samt farin að hnakkrifast við páfagaukinn. Hann hafði stokkið upp á nef sér einhverra hluta vegna, og að siðustu fékkst ekki annað upp úr honum en þetta: ,,Ég er eldri en þú, og ég veit þetta betur”. Lisa vildi ekki samsinna þessu, nema hún fengi að vita, hvað páfakaugkurinn væri gamall en af þvi að hann neitaði eindregið að segja til aldurs sins, þá féll málið niður. Músin sem virtist vera mikilsvirt persóna meðal dýranna var nú orðin leið á þófinu og skipaði öllum að setjast niður : ,,Hiustið á mig og þið munuð bráðlega þorna”, kallaði hún. Lisa einblindi á músina og hún var alveg viss um að hún myndi fá slæmt kvef, ef hún yrði ekki þurr fljótlega. Músin hóf nú fjarska leiðinlega þvælu og þuldi upp allt það þurrasta, sem hún mundi úr mannkynssögunni. Dýrin urðu óþolinmóð, enda voru þau jafn rennblaut eftir sem áður. Litiil andarungi sagði, að sér kæmi þetta ekk- ert við og heimtaði að músin talaði heidur um froska og ánamaðka (þetta var vist uppáhalds matur hans). Músin lét sem hún heyrði þetta

x

Heimilistíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.