NT - 29.07.1984, Blaðsíða 7

NT - 29.07.1984, Blaðsíða 7
■ Þeir eru traustir og sterkir skór Kristins Hallgrímssonar fréttastjóra. Hann er í senn praktískur og hagsýnn samanber hrágúmmísólana og svo hefur hann sterkan vilja og veit hvað hann vili. Það er vist eins gott, hann er jú fréttastjóri okkar. En þeir eru svolítið tvíræðir skórnir, í senn opnir og vel reimaðir. Kristinn er kannski svolítið feiminn undir niðri? Sunnudagur 29. júlí 1984 . pUUi viliað láta taka af sér t*ó þessi maður hafi ekki J sá| hans bvr i r honum engrar undanko hruUkóttir, enda er eru mjúkir og þægdegir ena hann tottar pipuna lur oft þungur á brun og ihugul p g Ef til vill hafa rH^aiumneraðípundawerfttt^^ ^ ^ iskar heimspekilegar vang £Ja má marka vanda meinhluta "£ew“K“ “■ sSh”s' rJ”te8sih,ea“n’"' ■ Skósmiðurínn sagði okkur að þeir sem ættu skó með hrágúmmí sólum væru praktískir og hugsuðu vel um peningana sína. Hann Oddur Ólafsson umsjónarmaður erlendu fréttanna hjá NT er því augljóslega enginn óráðsíumaður. En hann er grannur og nettur og þó skórnir séu traustir er eitthvað fínlegt við þá. Þeir eru vel pússaðir og stendur eigandinn fast í hælana, þó tærnar vísi upp. Kannski að Oddur sé jarðbundinn bjartsýn- ismaður eöa kannski að þetta séu töfraskór sem hægt er að fara á um allan heim. Hann ferðast alla vega um víða veröld hér í horninu sínu á NT. 7 Það er eins með skóna og bílana - sumir keyra á Range Rover meðan aðrir keyra á Trabant Rætt við Gísla Ferdinandsson, skósmið ■ „Það er sko skemmtilegur hlutur skótauið. Það væri hægt að skrifa um það heila bók“, sagði Gísli Ferdinandsson skó- smiður við NT. „Ég er búinn að vera að fikta við þetta síðan ég var smá- strákur. Ekki var ég hár í loftinu, þegar ég stóð uppi á kolli hjá föður mínum og negldi fyrsta hælinn undir skó. Og þetta ætlar að verða hjá okkur eins og hjá úrur- unum í Sviss, ég lærði þessa iðn af föður mín- um og nú er sonur minn kominn í læri hjá mér. Svona gengur þetta mann fram af manni. Það kemur iöulega fyrir að ég gangi að réttum skóm í hillunni þegar kúnninn kemur til að náíþá úr viðgerð. Skaplyndi fólks sést svo auðveldlega á skónum. Ég hef lært það í gegn- um árin að þeir sem slíta skóna innan fótar eru svolítið reikulir í spori og kærulausir. Þeir sem ganga stíft út í jarkann utanfótar eru hins vegar ákveðnir menn og vita hvað þeir vilja. Það er með skóna eins og bílana. Sumir keyra á Range Rover meðan aðrir keyra á Trabant. Menn sem vilja koma sér áfram kaupa sér Lloyd skó, sem þykir voðalega fínt merki. Það fylgja þess- um skóm alveg sérstak- ar hælaplötur með rauð- um borða. Það hefur verið vöntun á þessum plötum hjá mér í eina tvo mánuði og eru það þó nokkuð margir kúnnar, sem bíða eftir þeim. Þeir taka það ekki í mál að láta setja hælaplötur frá öðrum fyrirtækjum undir skóna, þó þær séu ekk- ert síðri. Þeir vilja fá rauða borðann á hælinn. Fólk, sem gengur á hrágúmmí sólum er oft passasamt með peninga og vill fá sér eitthvað, sem ekki þarf að gera oft við. En það hugsar ekki eins vel um heilsuna. Úlfar Þórðarson augn- læknir sagði mér frá konu, sem fór allt í einu að missa sjónina. Úlfar spurði hana strax hvort hún hafi verið að kaupa sér nýja skó. Jú, hafði konan svarað, ég var að kaupa mér skó með þessum fínu þykku hrágúmmísólum. Nú, sagði, Úlfar, þessir hrágúmmísólar einang- ra þig frá jörðinni og þú hleður inn í þig stöðu- rafmagn sem hefur áhrif á gamlar og veikar sjón- taugar. Frjálslegt fólk með listamannseðli og hippagloríur í kollinum gengur oft í opnum skóm, sandölum og þess háttar. Sumir ganga á klossum af heilsufars- ástæðum en aðrir hafa bara vanið sig á þetta og þykja þeir góðir. Svo var það líka stæll á tímabili eða áður en íþróttaskórnir komust í tísku. Ég man að ég mátti hafa mig allan við að setja þykka sóla á klossa fyrir fermingar. Það voru margar stelpur, sem vildu hækka sig svolítið og fermdust á klossum. Svo er til fólk, sem er svo íhaldssamt að þó ég sé marg búinn að segja þeim að skórnir þeirra séu ónýtir þá geta þeir ekki hugsað sér að ganga á öðrum skóm. Skórnir verða eins og vel reykt pípa, þeir passa vel á fæturna og fólki líður vel í þeim. Stundum gerist það að ég lendi í því að gera við voðalega ræfla, sem fólk trúir á. Það var til dæmis einn sem kom til mín í vor með skó, sem héngu varla á honum. Hann var að Ijúka læknisprófi og gekk allt- af miklu betur í prófum ef hann var á þessum skóm. Ég vildi auðvitað ekki koma í veg fyrir velgengi mannsins og gerði allt sem ég gat og hann varð læknakandi- dat í vor. Jú, fólk hefur oft mjög sterkar tilfinn- ingar til skónna sinna og skósmiðanna sem hugsa um þá. Við höfum haft sömu kúnn- ana í áraraðir og ég man eftir því að þegar pabbi var farinn að slitna og lýjast þá komu þeir oft til hans og spurðu hvort ekki væri í lagi að þeir létu mig gera við skóna sína.“ I.D.B. mm verkið í vothey með rúllubindivélinni. Þéttar rúlhir - lítil aflþörf Einföld vinnsla - hagkvæm lausn Verð kr. 208.236-230.147.-

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.