NT - 29.07.1984, Blaðsíða 9
■ Sæmundur Kjartansson
bauð mér inná prívatið sitt,
skrifstofu sem hann hefur fyrir
sig og vini sína. Læknataskan
hans lá þarna í cinum stólnum
og á borði voru sprautur og
fleiri læknatól sem ég kann
ekki að nefna. Það var greini-
legt að ég var kominn til
læknis, en þarna voru líka
hlutir sem óneitanlega stungu
í stúf við þá ímynd sem maður
hafði gert sér af læknastofum.
Við einn vegginn stóð til að
mynda fullkomin hljómtækja-
samstæða og bunki af plötum
og kassettum lá á gólfinu, ég
holaði mér niður í einn sófann
og hóf að spyrja.
Hverjir eru algengastir kyn-
sjúkdóma hér á landi?
„Langalgengasti kynsjúk-
dómur á Vesturlöndum núna
er svo kölluð chalmydia. Það
er sjúkdómur sem lýsir sér
næstum því eins og lekandi, en
einkennin eru oft vægari. Sjúkl-
ingurinn fær útferð, sviða í
þvagrásina og kláða. Þegar
einkennin koma fram á annað
borð lýsir þetta sér svona, en í
flestum tilfellum fá konur eng-
in einkenni og talið er að
fjórðungur karla sleppi líka
við einkenni. Þess vegna þurf-
um við að taka sýni úr öllum
sem koma hingað vegna gruns
um sýkingu. Þá er tekið sýni úr
þvagrásinni og það er síðan
sent til ræktunar.
Það eru tekin tvö sýni úr
hverjum sjúkling, annað er
fyrir lekandaræktun, hitt er
fyrir c)hlamydiu ræktun. Það
tekur tvo til þrjá daga að fá
svar úr lekandaræktun, en því
miður þarf sjúklingurinn að
bíða 8-10 daga eftir svari úr
chlamydiaræktununni."
Þarf sjúklingurinn þá að
bíða allan þann tíma án þess
að hann fái nokkra meðferð?
„Það leynir sér yfirleitt ekki
ef sjúklingurinn er með lek-
anda, en það er verra með
chlamydiuna, einkenni hennar
eru svo lúmsk. Ég mundi ekki
vilja ganga með bakteríuna í
mér í tíu daga án þess að fá
nokkur lyf.“
En eru sjúklingar almennt
látnir bíða í 8-10 daga eftir
svarinu úr ræktuninni?
„Já“
Af hverju eru lyfin ekki
gefin strax, ef grunur leikur á
chlamydia sýkingu?
„Því get ég ekki svarað“
Nú segir þú að clamydian sé
lang algengasti kynsjúkdómur
hérlendis og lekandinn komi
þar næst á eftir, hvað með
sárasóttina?
„Það er sama og ekkert af
sifilis eða sárasótt hér, og það
tekur því varla að minnast á
hana, það væri bara til að
hræða fólk að óþörfu. Hins
vegar er alltaf töluvert um
flatlús og það er algengur mis-
skilningur að flatlúsin smitist
eingöngu við samfarir. Það er
til að mynda nokkuð auðvelt
að smitast af flatlús á sund-
stöðum og öðrum stöðum þar
sem fólk leggur fötin sín saman
í hrúgu.
Smitaði heila skipshöfn
Til að lýsa því fyrir þér hvað
flatlúsin getur gengið hratt
milli manna, get ég sagt þér
smá sögu. Það var einu sinni
þegar ég var á bæjarvakt að
það hringdi kona sem bað um
vitjun. Hún sagðist hafa smitað
heila skipshöfn af flatlús. Mér
og bílstjóranum datt einna
helst í hug að þetta væri einkar
fjörug og hress kona sem deildi
blíðu sinni jafnt meðal allra,
en það var nú ekki svo. Þegar
við komum til hennar, sagði
hún okkur að maðurinn henn-
ar hafi hringt í hana utan af sjó
og sagt henni að öll áhöfnin
væri komin með flatlús af
hennar völdum. Þegar við fór-
um fram á útskýringu sagði
hún okkur að hún hefði smitað
mann sinn af flatlús, hann hefði
síðan gengið með hana um
borð og borið hana í koju sína.
Nú síðan hefur ekki þurft ann-
að til en að skipsfélagi mannsins
hafi lagst í kojuna og þá var
hann smitaður. Síðan hafa
menn borið þetta hver til
annars.
Þessi saga sýnir líka hvað
bæjarvaktin er vitlaust notuð.
Auðvitað átti þessi kona að
labba niður á kynsjúkdóma-
deild en ekki kalla á nætur-
lækni, en ég hjálpaði nú kon-
unni, enda er ekki mikill vandi
að lækna flatlús. Við henni eru
gefin svipuð lyf og við kláða-
maur.“
Það er ekki hægt að ganga
með flatlús án þess að maður
verði var við hana, eða hvað?
„Ja, ef fólk er nógu þrifið
með sig og fer í bað dagalega,
þá er ekkert víst að það finni
fyrir lúsinni. Sko, ef ítrasta
hreinlætis er gætt þá nær lúsin
ekki að fjölga sér og maður
ætti ekki að finna svo rnjög
fyrir nokkrum lúsum. En ef
þrifnaðinum er eitthvað ábóta-
vant þá er lúsin oft eins og
fjárhópur í kjarri og þá finnur
fólk svo sannarlega fyrir
henni"
Pólskur kokteill
Ef maður er með einn kyn-
sjúkdóm er maður þá ónæmur
fyrir öðrum?
„Nei, það er svo langt frá
því. Það er til fyrirbrigði sem
kallað er pólskur kokteill, en
það er ef maður er bæði með
flatlús og lekanda. Það væri
kannski nær að segja flatlús og
chlamydiu, því hún er orðin svo
algeng hér.
Það vár eiginlega ég sem
gerði clamydiuna að löggiltum
kynsjúkdómi hér á landi og það
er kannski þess vegna sem ég
kem henni alltaf að.“
Hvernig fórstu að því, birt-
irðu sjúkdómsheitið í Lögbirt-
ingarblaðinu?
„Nei, að vísu ekki. Ég
kynntist þessum sjúkdómi er-
lendis og var fyrstur til að
kynna hann hér. í pésa um
kynsjúkdóma sem landlæknis-
embættið gaf út fyrir einum
átta árum var ekkert minnst á
chlamydiu og þá voru meira að
segja margir kynsjúkdóma-
læknar sem vissu ekki að sjúk-
dómurinn væri til. Þetta er
dálítið skrítið, sérstaklega ef
það er haft í huga að Bretar
voru farnir að rækta chlamydiu
árið 1974, en ég kynntist sjúk-
dómnum einmitt þar, þegar ég
var við nám á stórri kynsjúk-
dómaklinik í London'.'
Helstu lyf
Nú smitast fólk einkanlega
við samfarir, en eru einhverjar
líkur á því að fólk geti smitast
í ljósalömpum?
„Það eru mjög litlar líkur á
því ef bekkurinn er þrifinn
nægilega vel, eins og lög gera
ráð fyrir. En verði einhver
misbrestur á því er möguleiki
á smitun, sérstaklega á flatlús-
arsmiti. Þá er líka hugsanlegt,
en þó eru litlar líkur á því, að
chlamydia geti smitast í Ijósa-
lampa. Það væri þá helst ef
einhverjir dropar rynnu úr
sjúkri þvagrás niður á ljósa-
bekkinn og næsti maður legðist
ofan í það, án þess að lampinn
yrði þveginn í millitíðinni.
Chlamydian getur líka smitast
í sundi, sérstaklega í litlu pott-
unum. Bakterían getur þá
valdið slímhimnubólgum í
auga. Ég veit ekki til þess að
nokkur hafi smitast í sund-
laugum hérlendis, sem betur
fer, en þetta hefurgerst erlend-
is.“
Hver eru helstu lyf gegn
kynsjúkómum?
„Penicillin var algert töfralyf
við lekanda, þegar það kom á
markaðinn. Sennilega var
penicillin ekki eins stórkost-
legt lyf við nokkru eins og
lekanda. Lyfið er næstum því
■ Sæmundur Kjartansson brá sér í þekkta stellingu fyrir
Ijósmyndarann. Myndin er tekin á biðstofu húð- og kynsjúkdóma-
deildarinnar. NT-mynd: Ari.
„Eg er
enginn
miskunn■
samur
Samverji. “
Segir Sæmundur
Kjartansson
kynsjúkdómalæknir
eins gott núna eins og það var
fyrir 40 árum. Núna notum við
miklu stærri skammta, þvi
bakterían virðist þola lyfið bet-
urnúenfyrir40árum. Penicill-
inið hefur aftur á móti þann
ókost að margir hafa ofnæmi
gegn því og ef sjúklingur með
ofnæmi fyrir penicillini fær
slíka sprautu getur hann drep-
ist á innan við hálfri mínútu.
Núna er að mestu leyti hætt að
gefa penicillin sprautur, þess í
stað gefum við sérstakt af-
brigði penicillins, sem er að-
eins sterkara en þetta gamla
góða. Samt sem áður er alltaf
hætta á penecillin-ofnæmi.
Sjálfur gef ég reyndar aldrei
penicillin við lekanda, heldur
lyf sem læknar bæði lekanda
og chlamydiu. Þá slæ ég tvær
flugur í einu höggi, sjúklingur-
inn læknast hvort sem hann er
með lekanda eða chlamydiu.
Þetta var mér kennt erlendis,
þar sem ég lærði!’
Helstu varnir
Hvað getur þú sagt okkur
um varnir gegn kynsjúkdóm-
um?
„Það er ekki til nema ein
örugg vörn, og hún er sú að
gera það ekki, en hún er nú
sennilega óraunhæf fyrir okkur
flest. Að vísu tók Gandhi
gamli þá ákvörðun 36 ára að
hætta því alveg, og sú ákvörð-
un var reist á þeim rökum að
sæðið væri svo dýrmætur vökvi
að ekki mætti sóa honum. Með
þessu er ég ekki að ráðleggja
fólki að bæla hvatir sínar, þetta
var nú bara í gamni.
Sú vörn sem ég mæli helst
með, er að fólk sem ekki
þekkist neitt að ráði noti
smokk ef það ákveður að sofa
saman.
Smokkurinn er nefnilega
ekki einungis kjörin getnaðar-
vörn heldur er hann glettilega
góð vörn gegn kynsjúkdóm-
um. Það ætti enginn, hvorki
karlmaður né kvenmaður, að
vera feiminn við það að hafa
smokk á sér, ef það ætlar á
annað borð á ball eða eitthvað
ámóta, með það fyrir augum
að sofa hjá einhverjum þá um
nóttina
Nú ef læknir er staddur ein-
hvers staðar í útlöndum og
ætlar sér að rasa út þá er eins
víst að hann taki inn vænan
skammt af einhverju fúkkalyfi,
svona til vonar og vara.
Ekki má svo gleyma því að
hreinlætið getur hjálpað mikið
til við varnir gegn kynsjúk-
dómum?
Við njósnum ekki
Þegar kemur fólk upp í deild
til þín þarf þá ekki að taka
Sunnudagur 29. júlí 1984 9
skýrslu af því og spyrja pers-
ónulegra spurninga?
„Jú, við tökum skýrslu af
hverjum og einum. Þar er
viðkomandi spurður að því
hvar hann hafi smitast og
hvort hann hafi haft samband
við þann sem smitaði. Hafi
það ekki verið gert biðjum við
viðkomandi að gera það eins
fljótt og auðið er. Það er
nefnilega miklu þægilegra að
hinn sjúki hafi sjálfur samband
við þann sem smitaði, héldur
en að deildin fari að ve>(enast í
því. Það getur líka veríð vand-
ræðalegt fyrir fólk að fá bréf
frá deildinni, sérstaklega ef
um framhjáhald eða slíkt hefur
verið að ræða, en við förurn
með allt slíkt sem trúnaðar-
mál."
Finnst fólki ekki erfitt þegar
verið er að hnýsast í eins
persónleg mál eins og hver hafi
verið síðasti rekkjunautur?
„Ég kalla það ekki hnýsni,
þetta er skylda að gera, sér-
staklega ef sá sem smitaði
hefur ekki hugmýnd um að
hann er sjúkur. Svoleiöis á-
stand getur haft alvarlegar af-
leiðingar. Fyrir nokkrum árum
kom upp ansi neikvæð umræða
um deildina og starfsfólk henn-
ar sakað um kuldalegt viðmót
og fordóma gegn þeint sem
þangað leituðu. Sérstaklega
var það kvenfólk sem kvartaði,
en ég held að það sé hægt að
fuliyrða að þetta heyri sögunni
til. Að minnsta kosti hafa þessar
raddir ekki heyrst lengi.
Fólk er líka orðið opnara en
það var og viröist um leið eiga
auðveldara tneð aö koma upp
á deild til rannsóknar. Það er
mun meira um það en var að
til okkar komi fólk vegna gruns
um kynsjúkdóma, áður kom
fólk ekki fyrr en sársaukinn
rak það. Sem betur fer hafa
tímarnir breyst."
Nú vinnur þú einungis á
deildinni í afleysingum, þú
rekur eigin stofu sem húð- og
kynsjúkdómalæknir, er mikið
um það að til þín leiti fólk vegna
kynsjúkdóma?
„Lang flestir sem koma á
stofuna til mín eru með húð-
sjúkdónt, hinir fara flestir á
deildina þar sem þjónustan er
ókeypis. Það er frekar ríkt og
virðulegt fólk, eigum við að
segja yfirstéttin, sem fer á
einkastofu vegna kynsjúk-
dóma. Það er miklu minna
áberandi og ef um sýkingu við
framhjáhald er að ræða gengur
oft betur að fela það ef komið
er á einkastofu."
Þýðir það að þið einkalækn-
arnir reynið ekki að hafa upp
á þeim sem smitinu olli?
„Nei, við vinnum svipað í
þeim málum og gert er niður á
deild*
Veit ekki hvað peninga-
ieysi er
Það kvarta allir yfir launun-
um sínum, gerir þú það gott
sem kynsjúkdómalæknir?
„Ég er nú líka húðsjúk-
dómalæknir, en það breytir
því ekki að þetta gefur ágæt-
lega í aðra hönd. Núna sem
stendur leysi ég yfirlækni húð-
og kynsjúkdómadeildarinnar
af, og þú skalt ekki halda það
að ég geri það af tómri góð-
semi. Ég er enginn miskunn-
samur Samverji, og reyndar
man ég ekki eftir neinum slík-
um innan læknastéttarinnar í
bili, nema Kristjáni Sveinssyni
augnlækni. Ég tók þetta starf
einungis að mér vegna þess að
það er mun betur borgað en
það sem ég er að dunda við hér
á stofunni. Þarna eru tvær
hjúkrunarkonur og ég hef þre-
föld laun þeirra beggja. Ég fæ
borgað fullt dagvinnukaup, ég
er með fasta yfirvinnu og ég er
með stjórnunarálag og vinn
þarna einn og hálfan tíma á
dag. Nei, það sveltur enginn
læknir. Á meðan Ragnar Arn-
alds hækkaði launin í landinu
um ein 8% hækkaði hann laun
lækna um 40%. Ég er ekki að
kvarta yfir þessu, langt frá því,
eiginlega líkar mér stórvel við
þetta.
En það er nú bara hálf sagan
sögð. Læknir þarf jú líka að
borga laun, að minnsta kosti þeir
sern tíma því að hafa ritara. Ég
er mjög heppinn með ritara
(blm. getur tekið undir það)
og borga lienni eftir því.
Sumrnan rennur ekki óskipt í
minn vasa."
Aids og herpes - homm-
arnir komu í röðum
Svona að lokum, hvað getur
þú sagt okkur um nýju kyn-
sjúkdómana, aids og herpes?
„Þessir sjúkdómar hafa ver-
iö blásnir stórkostlega upp og
sú umfjöllun hefur gert mikið
ógagn. Margir sjúklingar hafa
orðið hálf taugaveiklaðir og
skelfingu lostnir að óþörfu. Ég
veit þess dæmi að maður hafi
ekki þorað að sofa hjá konunni
sinni vegna ótta við að smita
hana af herpes. Þessi maður
var með lítilsháttar útbrot á
tippinu, en þau útbrot áttu
ekkert skylt við herpes. Herp-
es er langt frá því eins hættu-
legur sjúkdómur og skrifað
hefur verið um. Því var nieira
að segja haldið fram í íslensku
blaöi aö herpes væri þjóðar-
plága í Bandaríkjunum, en
það er alger fyrra, kvef er mun
rneiri þjóðarplága heldur en
nokkurn tíma herpes. Ég held
að það sé hægt að taka herpes
álíka alvarlega og hálsbólgu og
fæstir taka hana alvarlega. Þó
geta menn orðið alvarlega
veikir úr hálsbólgu, en það er
mjög sjaldgæft með herpes.
Fólk getur fengið útbrot á
kynfærin aftur og aftur, en það
er í mesta lagi í einu tilfelli af
I()().()()() sem herpesinn fer inn
í taugakerfið og upp í heila og
eyðileggur hann. Fólk þarf
ekki að vera sjúklega hrætt við
sjúkdóminn."
En hvað með aids?
„Aids er sjúkdómur sem ekki
er nein lækning til við og hann
leiðir oftast til dauða á nokkr-
um mánuðum. Ég held samt
að umfjöllun um þann sjúk-
dóm hafi verið mjög
óskynsamleg hérlendis. Fyrir
það fyrsta er fáránlegt að vera
að skrifa um aids meðan ekki
hefur komið eitt einasta tilfelli
upp hérlendis. Það hafa komið
upp nokkur tilfelli á hinum
Norðurlöndunum, en ég held
að við þurfuni ekki að óttast
aids frekar en aðra sárasjald-
gæfa banvæna sjúkdóma sem
þess vegna gætu borist hingað
til lands.
Það eina sem þessi umræða
hefur leitt af sér er hræðsla hjá
hommum. Þeir komu í röðum
og þá oft orðnir tæpir á taug-
inni vegna hræðslu um að þeir
væru með banvænan
sjúkdóm.“
Hafa þessi menn haft ein-
hverja ástæðu til að halda að
þeir gengju með sjúkdóminn?
„Sumir hafa komið með
mjög óveruleg, og hættulaus
útbrot á kynfærum og enda-
þarmi. Utbrot sem ekki hefði
angrað þá nokkurn skapaðan
hlut ef ekki væri búið að skrifa
þessi lifandis ósköp um aids.
Það hringdi einu sinni til
mín maður frá hommasam-
tökunum (Samtökum 78) og
bað mig að halda fyrirlestur
um aids, á fundi hjá þeim, en
ég neitaði bóninni með þeim
orðum að ekki væri ástæða til að
halda fyrirlestur um það sem
ekki væri til staðar.
Ég vildi svo gjarnan taka
það fram í lokin að fólk ætti
ekki að óttast kynsjúkdóma
frekar en aðra sjúkdóma og
það ætti alls ekki að vera
feimið við að koma upp á
deildina. Það er ekkert
skammarlegra að vera með
kynsjúkdóm en kvef.“
Þ.G.G.