NT - 31.07.1984, Blaðsíða 2
Jóhannes
Nordal um
Seðlabanka-
bygginguna:
Ekki miklar
breytingar
á árinu
■ Er búið að ræða við Seðla-
bankann um að stöðva Seðla-
bankabygginguna?
Það hefur ekki verið talað um
neina stöðvun á byggingunni
en minnst á það við okkur að
við athuguðum möguleika á
að endurskoða áætlanir okkar,
sagði Jóhannes Nordal. En
náttúrlega eru áætlanirnar á
þessu ári meira og minna
bundnar af samningum. Við
erum núna að ganga frá þaki
og utanhússklæðningu. Það
eru samningar sem verður að
klára.
Þaö breytir ekkert þessu ári
þá?
Það breytir því ekkert mikið
að minnsta kosti. Það geta
orðið einhverjar breytingar.
En ekki verulegar vegna þess
hve mikið er óunnið af þessum
samningum og langt er liðið á
árið.
Hann gæti stöðvast á næsta
ári?
Það gæti a.m.k. dregið úr
því. Það er erfitt að stöðva
framkvæmd sem er komin
þetta langt.
Það hefur verið talað um að
hægt sé að Ijúka húsinu ‘86,
nú hlýtur það að dragast eða
hvað?
Við eigum alveg eftir að
athuga þetta mál. Þetta kemur
að sjálfsögðu inn í áætlanir
næsta árs. Það verður að
kanna betur. Við erum ekki
búnir að fara neitt ofaní saum-
ana á því.
Aðgerðir ríkis
stjórnarinnar
■ Aðgerðir ríkisstjórnar-
innar eru tvíþættar. Annars
vegar eru almennar aðgerðir
í ríkisfjármálum, peninga-og
lánamálum sem byggðar eru
á gildandi lagaheimildum og
fela í sér að reynt er að draga
úr þenslu og beina lánsfé til
útflutningsatvinnuvcganna.
Hins vegar eru þríþættar að-
gerðir í sjávarútvegsmálum.
Bráðabirgðalög um að verja
500 milljónum til skuldbreyt-
inga í sjávarútvegi, ákvæði
um tímabundnar greiðslur úr
aflatryggingarsjóði og ríkis-
stjórnin mun beita sér fyrir
aukinni hagkvæmni í rekstri
sjávarútvegsins, með því að
gera útvegsmönnum kleift að
taka óhagkvæmustu skipin
úr rekstri. Hér á eftir fer
yfirlit yflr aðgerðirnar sem
kynntar voru á blaðamanna-
fundi í gær.
Frestun ríkisframkvæmda
og lækkun útgjalda
Ekki verður ráðist í nýjar
framkvæmdir eða fram-
kvæmdaáfanga á vegum
ríkisins, ríkisfyrirtækja eða
ríkisbankanna á þessu ári,
hvort sem þær hafa verið
ákveðnar í fjárlögum eða á
annan hátt, nema ríkisstjórn-
in samþykki þær með sér-
stakri ákvörðun.
Lífeyrissjóðir og
tryggingafélög
Gert verður átak til þess
að tryggja með samningum
nauðsynleg verðbréfakaup af
hálfu lífeyrissjóðanna til þess
að fullnægja fjárþörf íbúða-
lánakerfisins.
Vextir
Ríkisstjórnin vill hvetja til
aukins sparnaðar og er því
samþykk að Seðlabankinn
hækki vexti af almennum
sparisjóðsbókum tímabund-
ið um 2%. Jafnframt veitir
Seðlabankinn innlánsstofn-
unum svigrúm til sjálfstæðrar
ákvörðunar annarra innláns-
vaxta og útlánsvaxta, en þess
verði þó gætt, að þetta leiði
ekki til aukins vaxtamismun-
ar.
Innlánsbinding
Ríkisstjórnin heimilar
Seðlabankanum að beita ný-
fenginni lagaheimild til inn-
Iánsbindingar allt að 5% af
heildarinnstæðu. Heimildin
verður notuð til þess að inn-
lánsstofnanir geti veitt sjáv-
arútveginum nauðsynlega
fyrirgreiðslu við núverandi
aðstæður, án þess að valda
þenslu
Erlendar skuldir
viðskiptabanka
Settar verða nýjar reglur
um erlend viðskipti innláns-
stofnana, er koma í veg fyrir
að þeir fjármagni lánveiting-
ar sínar með skuldasöfnun
erlendis.
Aðhald að útlánum
bankanna
Ríkisstjórnin er þess
hvetjandi, að Seðlabankinn
lilutist til um, að dregið verði
úr lánveitingum innláns-
stofnana til neyslu, til afborg-
unarviðskipta, svo og til al-
mennrar fjárfestingar.
Afurðalán
Venjuleg afurðalán frá
viðskiptabönkum út á út-
flutningsframleiðslu verða
framvegis ekki lægri en 75%.
Verðbréfamarkaður
og ríkisvíxlar
Haldið verður áfram að
efla markað fyrir ríkisvíxla
og opinber verðbréf.
Skuldbreyting í
sjávarútvegi
Allt kapp verður lagt á að
hraða skuldbreytingu í sjáv-
árútvegi og aukið lánsfé að
upphæð allt að 350 millj. kr.
útvegað til viðbótar þeim
150 milljónum, sem nú eru
til ráðstöfunar til skuldbreyt-
ingar utan bankanna. Skuld-
breytingin mun ná bæði til
veiða og vinnslu. Lögð er
áhersla á það, að viðskipta-
fyrirtæki sjávarútvegsins,
einkum olíufélög, taki þátt í
skuldbreytingunni.
Þegar hefur verið ákveðið,
að lausaskuldabreyting verði
framkvæmd þannig að til
hennar verði lánað til útgerð-
arfyrirtækja allt að 6% af
áætluðu ársaflaverðmæti og
til fiskvinnslu allt að 6% af
framleiðsluverðmæti á árinu
1984 að frádregnum hrá-
efniskostnaði.
Endurskoðun á
verðlagningu á olíu og
endurgreiðsla olíuskatta
til flskiskipa
Á vegum ríkisstjórnarinn-
ar er nú unnið að endur-
skoðun á verð- og skattlagn-
ingu á olíuvörum með það
fyrir augum að lækka olíu-
kostnað útvegsins. Til þess
að bæta afkomuna þegar í
stað þykir rétt að veita út-
gerðinni þegar endurgreiðslu
til bráðabirgða með 3% við-
bót í næstu þrjá mánuði við
bætur úr hinni almennu deild
Aflatryggingasjóðs, sam-
kvæmt lögum nr. 21/1984,
sem nú nema 4% af aflaverð-
mæti.
Endurskipulagning á
fjárhag og rekstri útvegsins
Sjávarútvegsráðuneytið
hefur faliö Framkvæmda-
stofnun, Byggðasjóði og við-
skiptabönkum að aðstoða
fyrirtæki í sjávarútvegi við
rekstrarlega og fjárhagslega
endurskipulagningu. Til þess
að greiða fyrir aukinni hag-
kvæmni í rekstri mun ríkis-
stjórnin gera útvegsmönnurr.
kleift að taka óhagkvæm skip
úr rekstri, á þann hátt að
greiðslubyrði stofnlána verði
létt af þeim, eftir því sem um
semst í hverju tilfelli.
Þriðjudagur 31. júlí 1984
■ Þeir kynntu aðgerðir ríkisstjórnarinnar: Magnús Torfl, Jón
Helgason, Halldór Asgrímsson settur forsætisráðherra, Þorsteinn
Pálsson, Matthías Mathiesen og Jón Sigurðsson. NT-mvnd Ámí Bjarna
Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra:
„Unnid skipulega
móti þenslunni“
- og skuldbreytingin vegur þungt á metunum
■ „Þau tvö atriði, sem skipta
mestu máli í tillögum okkar eru
í fyrsta lagi hinar raunhæfu
aðgerðir til að aðstoða sjávarút-
veginn og í öðru lagi er nú unnið
skipulega að því að draga úr
þenslu með markvissum að-
gerðum, svo sem aukinni inn-
lánsbindingu, takmörkun á er-
lendum lántökum, breytingu á
tilhögun vaxtaákvarðana, frest-
un á opinberum framkvæmdum
og lækkun útgjalda“ sagði Hall-
dór Ásgrímsson, sjávaútvegs-
ráðherra og settur forsætisráð-
herra í samtali við NT í gær-
kvöldi um þær aðgerðir, sem
ríkisstjórnin hefur nú gripið til í
efnahagsmálum
„Til að koma í veg fyrir
misskilning ber að taka fram, að
þær breytingar, sem hafa verið
gerðar á framkvæmd vaxta-
ákvarðana, þýðir alls ekki að
vextir hafi verið gefnir frjálsir.
Svigrúm viðskiptabankannu
hefur að vísu aukist eitthvað til
að taka eigin ákvarðanir, en um
þær gilda jafnt sem áður að þær
eru háðar reglum Seðlabankans
og eftirliti háns“ sagði Halldór.
Varðandi aðgerðirnar til
Blaðberar
óskast
fyrir eftirtaldar
götur
Sólvallagötu
Ásvallagötu
Bergþórugötu
Njálsgötu
Birkimel
Hagamel
Grenimel
Skeiðarvog
Álfheima
Kárastíg
Síðumúla 15 sími: 686300
Jóhannes Nordal um breytinguna í vaxtamálum:
Seðlabankinn hefur vald
til að ákvarða vextina
- en bankarnir fá svigrúm
■ Er i aðgerðum rikisstjórnar-
innar verið að færa vald frá Seðla-
bankanum til viðskiptabanka í
sambandi við vaxtaákvörðun?
Það er kannski hægt að segja
það á vissan hátt. en aðalatriðið er
það að verið er að stefna að því að
vextir verði í framtíðinni meira
markaðsákveðnir, sagði Jóhannes
Nordal. Framboð og eftirspurn
ráði meira vöxtunum en verið
hefur. Það er gert ráð fyrir því að
viðskiptabankarnir og spari-
sjóðirnir taki þá tillit til þess í
vaxtaákvörðunum sínum.
En formlega valdið liggi áfram
hjá Seðlabankanum?
Það hefur engin lagabreyting
orðið. Seðlabankinn hefur vald til
þess að ákveða vexti eftir því sem
hann' telur rétt og ákveðið er á
hverjum tíma, en nú er ákveðið í
þetta skipti og getur orðið til
frambúðar náttúrlega að bankarn-
ir hafi svigrúm til þess að ákveða
vexti sjálfir.
Hvernig verður eftirliti Seðla-
bankans háttað?
Við munum fylgjast með þess-
um vaxtaákvörðunum. Á meðan
það tekur svolítinn tíma fyrir
svona markað að finna sína réttu
stöðu. Við munum fylgjast með
því. Ef okkur finnst að markaður-
inn eða vextir á einhverjum lánum
fari langt út úr samræmi þá gætum
við gripið inn í. Annars verður
reynslan að skera úr utn þetta.
Það er talað um það að Seðla-
bankinn hlutist til um það að
bankarnir dragi úr útlánum til
ncyslu o.s.frv., hvernig mun það
verða gert?
Það er nú aðallega með samn-
ingum við bankana út frá lausa-
fjárstöðu þeirra. Við munum
leggja áherslu á að þeir dragi úr
útlánum og þá sérstaklega til ann-
arra hluta heldur en rekstrar.
Mun Seðlabankinn nota heimild
til aukinnar bindiskyldu?
Það er ekki búið að taka neina
ákvörðun um bindingu
ennþá.Þetta cr heimild. Ef allri
5% hcimildinni er beitt þá er það
yfir 1(K)0 milljónir sem um er að
ræða.
Telur þú að þessar aðgerðir
komi viðskiptahallanum niður?
Ég býst ekki við að þessar
ráðstafanir komi viðskipta-
hallanum langt niður. en vonandi
eitthvað. Sannleikurinn er sá að
það var líklegt að óbreyttu að við
færum upp fyrir þann 4% við-
skiptahalla sem reiknað hafði ver-
ið með í spám.
hjálpar sjávarútveginum sagði
Halldór að skuldbreyting upp á
hálfan milljarð vægi auðvitað
þyngst á metunum, en einnig
yrði að taka tillit til annarra
þátta eins og endurskoðuninni
á olíuverðinu og að nú væri
boðið upp á hjálp við að endur-
skipuleggja fjárhag og rekstur
fyrirtækja í sjávarútvegi.
Um samdráttinn í fram-
kvæmdum ríkisins sagði Hall-
dór að augljóslega yrði hið opin-
bera að standa við þá samninga,
sem þegar hefðu verið gerðir og
væri því um næstu áfanga ýmissa
áætlana eins og byggingu Seðla-
bankans, Flugstöðvarinnar og
Útvarpshússins að ræða. Hins
vegar væri Ijóst, að áhrif þessa
samdráttar myndi fljótt gæta
t.d. hvað byggingu Utvarps-
hússins varðar, en útboð í næsta
áfanga þess voru væntanleg um
þessar mundir.
Albert Guðmunds-
son fjármálaráð-
herra:
Vísa á
flokks-
formann
■ Hvað vilt þú segja um
aðgerðir ríkisstjórnarinn-
ar í ríkisfjármálum og
sjávarútvegsmálum?
Ég vil ekki úttala mig
neitt um það, sagði fjár-
málaráðherra. Forystu-
maður þingflokksins eða
formaður flokksins verður
að gera það.
Er þarna í aðgerðunum
um að ræða grundvallar-
breytingu í vaxtamálum?
Eg held að það sé
grundvallarbreyting. Það
fer ekkert á milli mála. En
við skulum vona að hún
sé til bóta. Það verður að
koma í Ijós. Ég vil ekki
svara neinu um þetta.
Þetta er þingflokks-
ákvörðun sem þarna er
komin á blað og stjórnar-
ákvörðun. Ég vildi helst
vísa á forystumenn
tlokksins, það er að segja
formann flokksins eða
formann þingflokksins.
Mér dettur nú í hug af
þefvísi minni að þú sért
ekki sáttur við aðgerðirnar
í sjávarútvegsmálum?
Þú hefur eflaust póli-
tískt nef.