NT - 31.07.1984, Blaðsíða 13

NT - 31.07.1984, Blaðsíða 13
Banaslysin í umferðinni: ALDURSSKIPTING LÁTINNA Fjöldi látinna i hverjum aldursflokki arin 1976-80 (xtlls 100 karlar og 38 konur) Þriðjudagur 31. júlí 1984 Karlar valdur að árekstrinum síðan að greiða tjónið er lítið sem hinn getur gert. Að sögn Friðriks Gunnars- sonar, lögreglufulltrúa, er nokkuð um að fólki komi til lögreglunar vegna þessa og vilji leiðréttingu sinna mála. En þá sé lítið sem lögreglan geti gert, neiti viðkomandi ökumaður að hafa valdið tjóninu. Friðrik sagði að rétt væri að kalla á lögreglu á alla áreksta, jafnvel hversu litlir þeireru, því þannig væru þeir sem rétt eiga á bótum, vissir um að fá þær. Friðrik sagði einnig að lög- reglan úrskurðaði ekki um rétt ökumanna. Peir sendu skýrslur til tryggingafélaga sem síðan úrskurðuðu um greiðslur. ■ í tímaritinu Heilbrigðismál (3-1983) er fjallaö um umferðar- mál. Þessi tafla er tekin úr því blaði. Texti: Sverrir Alberts- son biaðamaður. Myndir: Sverrir Vil- helmsson Ijósmyndari og Árni Bjarna Ijósmyndari Konur Guðmundur Þorsteinsson námsstjóri í viðtali ■ „Sá aldurshópur sem helst virðist vera í slysahættu er 17-20 ára. Það mætti því byrja fyrr á umferðarfræðslu og beina henni að verðandi ökumönnum. Samkvæmt umferðalögum er hlutverk Umferðarráðs m.a. að annast umferðarfræðslu. Sem námsstjóri hef ég umsjón með’ umferðarfræðslu í skólum," segir Guðmundur Þorsteinsson námsstjóri. „Það hefur orðið talsverð aukning á umferðarfræðslu á undanförnum árum. Aukningin hefur aðallega orðið á tveimur sviðum: Annars vegar úgáfa á námsefni og hins vegar með tilraunakennslu til ökuprófs, í tveimur framhaldsskólum. Það er tvennt sem helst skap- ar misvægi í umferð hér á landi: Krefjandi borgarumferð, sem að hluta til fer um ófullkomið gatnakerfi; það vantar víða brýr og tengibrautir, og svo frekar einföld umferð í dreifbýlinu. Þetta kemur fram í tilltölulega háu hlutfalli utanbæjarmanna scm lenda í umferðaróhöppum í Reykjavfk. Svo er það mis- munandi færð. Þeir sem læra á bíl um sumar, liafa aldrei fengið tilsögn í vetrarakstri. Svo má nefna þá sem aka mest hérna á malbikinu en skortir svo reynslu í akstri úti á þjóðvegum. Það væri hægt að byggja æfinga- aðstöðu, en það er fyrirtæki upp á milljónir. Úti á landi mætti auka umferðarfræðslu í fram- haldsskólum, en sú kennsla sem gerð var tilraun með á síðasta ári, hefur gefið mjög góða raun. En þaðer þannig með fullorð- insfræðslu að í umferðalögum var ákvæði um að lögreglustjóra væri heimilt að krefjast hæfnis- prófs af ökumönnum, en það ákvæði hefur verið tekið úr- það var skref afturábak. Annars er fjármagn til um- ferðarfræðslu mjög af skornum skammti. Það sem við viljum gera er að efla enn frekar fræðslustarfið og fylgja því bet- ur eftir.“ Þorgeir Lúðvíksson, hjá Almennum Tryggingum, sagði að í hluta tilfella væri enginn vafi á hvernig sök skiptist, eins og t.d. við aftanákeyrslur og þegar ekið væri á kyrrstæða bíla. Komi hins vegar upp ágrein- ingur milli tryggingafélaga þá væri því máli vísað til lögfræð- inga tryggingafélaganna. Sú nefnd hefur ekki dómsvald, og sætti fólk sig ekki við úrskurð tryggingafélaganna, verður að sækja málið fyrir dómstólum. Að lokum En hvað vantar í umferðinni í dag? Hvers vegna verða ár- ekstrar? Halldór sagði: „Það sem er mest um vert í umferðinni er að vera vakandi - árvekni." „Benda má á að langflest og alvarlegustu slysin verða við bestu skilyrði. Aðalorsakapldf urinn er of hraður akstur. Það er keyrt of hratt og engin tillits- semi sýnd. Þetta þyrfti að vera, eins og í kriiigum beytinguna í hægri umférðina, áð fólk sýndi tillitssemi og brosti í umferð- inni," sagði Þorgeir að lokujn. ■ Guðmundur Þorsteinsson námsstjóri umferðarfræðslu 1 R-= —i

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.