NT - 23.08.1984, Qupperneq 1
■ Áfram var haldið að leggja gervigras á vallarflötina í Laugardal í gær, enda stytti upp eftir mikla vætutíð, en gervigras hefur þá
öndverðu náttúru við annað gras að það þolir ekki að láta leggja sig í rigningu. Um tíu daga vinna er enn eftir þar til völlurinn verður
fulllagður þessu græna gervi og nú er bara að vona að hann hangi þurr, ella gæti verkið dregist fram á næsta vor. - Annars sjáum við
ekki betur á meðfylgjandi mynd en að mennimir séu að rúlla upp gervigrasinu. Hvar hafa þeir fengið alla þessa Hafnflrð'nga í vinnu?
NT-mynd: Róbert
Sjávarútvegsráðherra um erfiðleika á fiskmörkuðum:
Ekkert bendir til
þess að úr rætist
stöðuna, en það er mjög alvar-
legt mál að lækka verðið og við
vonumst til að það gerist alls
ekki. Við verðum að gera okkur
grein fyrir því að við erum með
tiltölulega lítið magn um þessar
mundir og okkar stefna hlýtur
að vera sú að halda uppi sem
næstu verði með þetta litla magn
sem við höfum til að selja nú um
stundarsakir og því má ekki
gleyma að sennilega minnkar
framleiðslan á næstunni vegna
þess að margir eru búnir með
kvótann sinn og það verður
væntanlega til þess að það gangi
á birgðir."
Eldur í Súlunni
■ Eldur varð laus í netum í
stafni Súlunnar EA 300 í gærdag
þar sem skipið stendur í Slipp-
stöð Akureyrar. Upptökin urðu
þegar verið var að logskera í
skipinu en ekki er talið að tjón
sé mikið. Mikill reykur og hiti
myndaðist og voru fjórir
reykkafarar sendir ofan í lest.
Slökkvistarf gekk greiðlega.
■ „Jafnvel þótt vísindaleg rök
ntæltu með því að veiða meira
af flski þá liggur það fyrir að
markaðsieg rök eru ekki fyrir
því“ sagði Halldór Ásgrímsson
sjávarútvegsráðherra í samtali
við NT, en mjög þunglega horflr
nú um sölu á flskafurðum okkar
og sjávarútvegsráðherra sagðist
ekki hafa undir höndum neinar
upplýsingar sem bentu til þess
að ástandið batni á næstu mán-
uðum.
Að sögn Halldórs eru veru-
legir erfiðleikar á skreiðar-
mörkuðum okkar. í Bandaríkj-
unum er nú áframhaldandi
birgðasöfnun á frystum fiski.
Þetta stafar meðal annars af því
að vegna sterkrar stöðu dollar-
ans hafa keppinautar íslendinga
aukið sókn á þennan markað.
En einnig hér heima fyrir hafa
menn fryst meira á kostnað
saltfiskverkunar sem nú er rekin
með tapi. Þá hefur ekki tekist
að selja meiri karfa á Rússlands-
markað þannig að við veiðum
nú á lager, upp í samninga
ársins 1985.
„Salan í Bandaríkjunum er
að sjálfsögðu spurning um verð.
Menn gætu selt meira fyrir
minna verð, en vilja ekki gera
það“ sagði ráðherra. Aðspurður
um það hvort hann teldi rétt
að lækka verðið sagði Halldór:
„Það er auðvitað sölusamtak-
anna í Bandaríkjunum að meta
RLR vildi
ekkertmeð
málið hafa
■ í gær hafnaði Rann-
sóknarlögregla ríkisins að
taka til meðferðar hand-
töku mannsins sem ruddist
inn í íbúð 'aldraðra hjóna
um síðustu helgi. Eins og
skýrt hefur verið frá liggur
eiginmaðurinn nú þungt
haldinn á sjúkrahúsi eftir
þá heimsókn. Skömmu
eftir að maðurinn var lát-
inn laus úr gæsluvarðhaldi
var hann handtekinn á
nýjan leik, er hann hugðist
fara með gest og vínföng
inn á heimili sitt. Lögregl-
an stóð þá vörð um húsið
og varnaði honum inn-
göngu. Var málið sent
Rannsóknarlögreglunni
sem endursendi lögregl-
unni það skýringalaust.
Samkvæmt heimildum
NT taldi RLR sig ekki
geta tekið málið fyrir í
síðara skiptið þar eð ekki
lá fyrir neitt brot af hans
hálfu. Var maðurinn því
látinn laus.
Mokveiði í Laxá
íKjós:
430 laxar
áádögum!
■ Alger mokyeiði hefur
verið í Laxá í Kjós undan-
farna daga og teknir 430
laxar á land á 9 dögum.
Síðasta holl landaði 130
löxum á þrem dögum og
var sá stærsti rúm 20 pund.
Hollið á undan hafði þó
gert enn betur því að á sex
dögum var 300 löxum
mokað upp úr ánni. Stend-
ur heildarveiðin í Laxá í
Kjós nú í 1520 löxum og
er hún langfengsælasta
laxveiðiá landsins þetta
sumarið.
Sjá Veiðihorn á bls. 5
Verður settur þrýstingur á I íf eyrissjóðina:
100 milljóna vanskil
til Húsnæðisstofnunar
Bókagerðarmenn:
Allsherjaratkvæði
um verkfallsheimild
■ Allsherjaratkvæða-
greiðsla fer nú fram hjá 900
félögum í Félagi bókagerð-
armanna um verkfallsheim-
ild til stjórnar félagsins,
en bókagerðarmenn hafa
nýlega lagt fram kröfur stnar
til Félags íslenska prentiðn-
aðarins um 30% kauphækk-
un hinn 1. september n.k.
Innan Félags bókagerðar-
bindarar, offsetprentarar og
ófaglært fólk er vinnur í
prentiðnaði. Bókagerðar-
menn geta, eins og allir sem
falla undir lög um stéttarfé-
lög og vinnudeilur, boðað til
verkfalls með sjö daga fyrir-
vara. Félag þeirra er utan
Alþýðusambands íslands.
■ Rösldega 100 milljónir vant-
aði upp á að lífeyrissjóðirnir í
landinu hefðu staðið skil á þeim
400 milljónum sem þeim bar að
greiða til Húsnæðisstofnunar í
formi skuldabréfakaupa fyrir
júlOok. Til greina kemur að
Húsnæðisstofnun greiði ekki
vexti og afborganir af eldri lán-
um meðan þetta ástand varir.
„Það er ekki hægt að gefa
neitt slíkt upp núna“ sagði Alex-
ander Stefánsson félagsmála-
ráðherra aðspurður um hvort
slíkur þrýstingur yrði settur á
sjóðina. Alls eiga lífeyrissjóð-
irnir að standa húsnæðislána-
kerfinu skil á 700 milljónum á
árinu í formi skuldabréfakaupa.
Þeir höfðu hins vegar aðeins
keypt fyrir 38% af heildarupp-
hæðinni fyrir júlílok, í stað
55%, og eru það röskar 100
milljónir sem upp á vantar.
Alexander sagði að þessi mál
skýrðust væntanlega á næsta
fundi með lífeyrissjóðunum, en
nauðsynlegt væri að ganga
þannig frá málum að lánsfjár-
áætlun þessa árs stæðist og eins
yrðu málin skoðuð m.t.t. stefn-
unnar á næsta ári.
„Það verður að minnsta kosti
reynt að fá betri tryggingu fyrir
því að staðið verði við það sem
samið verður um“ sagði ráð-
herra þegar hann var spurður
um það hvort reynt yrði að fá
meira fjármagn frá lífeyrissjóð-
unum til húsnæðiskerfisins
næsta ár, en í þá átt hnigu m.a.
tillögur ríkisstjórnarinnarfrá sl.
sumri.
Þau „fíluðu“ Reagan
■ Repúblikanar hafa fíla í miklum heiðri og
einkennistákn þeirra er fíll. Þessi mynd var tekin á
flokksþingi þeirra þar sem hægt var að kaupa ýmiss
konar gerðir af fílstáknum. Eins og búast mátti við
staðfesti þingið í gær einróma að Ronald Reagan
verði frambjóðandi flokksins í komandi forseta-
kosningum.