NT - 23.08.1984, Blaðsíða 2
Fimmtudagur 23. ágúst 1984 2
Eyfirðingar mótmæla stóriðju:
„Hlýtur að verða
tekið tillit
til óska okkar“
- segir Erlingur Sigurðarson tals-
maður Starfshóps gegn álveri
■ „Það er engin ástæða til að
hætta þessu starfi nú. Því verður
haldið áfram á meðan hug-
myndir eru uppi um að reisa
álver við Eyjafjörð,“ sagði Er-
lingur Sigurðarson, talsmaður
Starfshóps gegn álveri, í gær,
eftir að Steingrími Hermanns-
syni forsætisráðherra höfðu ver-
ið afhentar undirskriftir 3289
Eyfirðinga gegn álveri þar
nyrðra.
Erlingur sagði það skoðun
hópsins, að stóriðjustefnan
hefði gengið sér til húðar, og
heldur ætti að leita nýrra leiða í
atvinnumálum og efla þær
greinar, sem fyrir væru. Starfs-
hópurinn nefnir í því sambandi
rafeindaiðnað, lífefnaiðnað,
frekari úrvinnslu matvæla og
fiskirækt. Rökin gegn byggingu
álvers eru efnahagsleg, atvinnu-
leg, félagsleg og náttúrufræði-
leg.
Erlingur Sigurðarson var
spurður hvort þeir væru bjart-
sýnir um að tekið yrði tillit til
sjónarmiða hópsins.
„Við hljótum að vera það.
Þetta er. það mikill fjöldi, að
það hlýtur að verða tekið tillit
til óska hans,“ sagði Erlingur.
Steingrímur Hermannsson
sagði það skoðun sína, að ekki
ætti að þröngva stóriðjuveri upp
á einn eða neinn.
„Það er alveg Ijóst, að þessar
undirskriftir hafa sín áhrif og
þær gætu orðið til þess, að álveri
yrði kannski frekar valinn stað-
ur annars staðar,“ sagði Stein-
grímur. „En mér skilst, að það
séu ýmsir aðrir, sem vilja fá
álver.“
Undirskriftalistarnir verða
kynntir ríkisstjórninni í dag.
■ Steinullarverksmiðjan mjakast upp, en Drangey breytist ekkert.
Sauðárkrókur:
Mynd: ÁBJ
Steinullarkrónurnar
teknar ad rúlla inn
-10 milljónir í kynningarstarfsemi
Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra tekur við undir-
skriftarlista andstæðinga álvers við Eyjafjörð. Fulltrúar norðan-
manna eru Erlingur Sigurðsson, Bjarni Guðleifsson og Gunnhiidur
Bragadóttir. NT-raynd: Róbert
■ Steinullarverksmiðjan á
Sauðárkróki er þegar orðin
búsílag fyrir bæjarfélagið og í
sumar hafa 40-50 iðnaðar-
menn starfað við byggingar-
framkvæmdir og miðar verkinu
vel áfram.
Þetta er þó einungis byrjunin
á ævintýrinu, en í gær var frétta-
mönnum boðið flugleiðis
norður til Sauðárkróks á blaða-
mannafund stjórnar Steinullar-
íslenskir
aoalverk
takar:
Segja upp 70
starfsmönnum
- og 30 í viðbót gætu misst vinnuna
■ Um70mannshjáíslenskum
Aðal verktökum hefur verið sagt
upp störfum frá og með 1.
október og hugsanlegt er að um
30 manns í viðbót verði sagt upp
störfum um svipað leyti. Ekki
eru þetta allt þó fastráðnir
starfsmenn, sem hér um ræðir,
því inn í þessum tölum eru
einnig sumarstarfsmenn.
Að sögn Ólafs Thors, starfs-
mannastjóra hjá fyrirtækinu, er
Íiað árviss viðburður hjá
slenskum aðalverktökum sem
öðrum byggingafyrirtækjum að
starfsfólki sé sagt upp störfum á
haustin, þegar framkvæmdir
dragast saman. „Við sjáum ekki
fram á næg verkefni til að brúa
þetta bil fram á vor, en auðvitað
vonumst við til að geta gengið
þannig frá málum að það sé
hægt að nýta þennan mannskap
í vetur," sagði Ólafur Thors.
„Þetta er hlutur sem við erum
búnir að hafa miklar áhyggjur
af í sumar, en hvort allir
missa vinnuna veit maður ekki
fyrr en fer að líða fram á
haustið," sagði Sigurbjörn
Björnsson, hjá Verkalýðs- og
sjómannafélagi Keflavíkur.
„Ef allar uppsagnirnar
koma til framkvæmda þá er
þetta náttúrlega skelfilegt því
undanfarin haust hefur verið
mjög slæmt atvinnuástand hér
frá nóvember og fram í febrúar.
Kannski gætu einhverjir kom-
ist í vinnu annars staðar en stór
hluti mundi fara á atvinnuleysis-
skrá.
„f fyrra var starfsmönnum
einnig sagt upp um haustið en
enginn fastráðinn starfsmaður
missti þá vinnuna. Sumarfólkið
fór hins vegar allt,“ sagði Sigur-
björn Björnsson.
Formaður Norræna
fjárfestingabankans
■ Jón Sigurðsson, forstjóri
Þjóðhagsstofnunar, hefur verið
kjörinn formaður stjórnar Nor-
ræna fjárfestingabankans, til
tveggja ára. Er hann fyrsti ís-
lendingurinn sem gegnir þessari
stöðu.
Norræni fjárfestingabankinn
hefur starfað í átta ár, en Jón
hefur átt sæti í stjórn hans, sem
annar fulltrúi íslands. frá upp-
hafi.
Jón Sigurðsson mun, að því
er hann tjáði NT í gær, halda
áfram að gegna störfum
sínum fyrir Þjóðhagsstofnun
eins og ekkert hafi í skorist.
verksmiðjunnar þar sem m.a.
kom fram að stjórnin hyggst
eyða 10 milljónum á næstu
tveim árum til auglýsinga og
kynningarstarfsemi.
Gera forsvarsmenn verk-
smiðjunnar sér vonir um að ná
70-75% af innlenda einangrun-
armarkaðinum á næstu þrem
árum og ef að líkum lætur mun
gjaldeyrissparnaður verða veru-
legur. Innflutningur á steinull
-------------------------------
...og komin
með börn...
■ Viðtöl við frægt eða merki-
legt fólk eru með vinsælla efni
íslenskra blaða og ævinlega
hægt að hífa upp söluna á góðu
nafni. Þetta er enda oft fróð-
legasta og skemmtilegasta
lesning. Þannig hafa margir
orðið til að punga út þrjátíu og
fimmkallinum fyrir Helgar-
póstinum til þess að berja aug-
um viðtal við hina öldnu
kempu Tryggva Emilsson. Og
verður ekki annað sagt en að
spjall þetta sem blaðamaður
tók á heimili Tryggva sé eitt
hið eftirminnilegasta.
En ekki fyrir það sem
Tryggvi sagði. Hann er nú
orðinn gamall og hefur sjálf-
sagt lítið komist að fyrir ungum
upprennandi ritara sem hvort
sem er hafði lesið skruddurnar
eftir karlinn og vissi því nóg
um ævi hans. Blaðamaður tók'
sér því það göfuga verkefni á
hendur að koma ævisögu
Tryggva Emilssonar yfir á
styttra og betra mál sem hæfir
nútímamanninumn. „Um tví-
tugsaldurinn veiktist Tryggvi
af berklum, þá giftur Steinunni
Guðr. Jónsdóttur sem nú er
látin, og komin með börn, en
sá sjúkdómur hrjáði hann
lengi. Fram að því hafði hann.
stundað búskap en flyst brátt
til Akureyrar..." Afhverju
ekki bara flytjaðist og hvernig
var konugreyinu eiginlega
mun leggjast af og draga mun
verulega úr innflutningi glerull-
ar. Einnig mun innflutningur á
hráefnum til framleiðslu á einan-
grunarplasti dragast verulega
saman.
Framkvæmdir ganga sam-
kvæmt áætlun og að sögn Þor-
steins Þor'steinssonar fram-
kvæmdastjóra verður steypu-
vinnu lokið í enduðum þessum
mánuði og gert ráð fyrir að
Spegill,
spegill..
húsið komist undir þak um
mánaðamótin nóvember og des-
ember. Vélakostur verksmiðj-
unnar kemur til landsins í des-
ember. Framleiðslugeta verk-
smiðjunnar verður um 6.000
tonn en ekki verður nýttur nema
hluti hennar til að byrja með.
Heildarkostnaður við verk-
smiðjuna er um 250 milljónir.
Gert er ráð fyrir að Steinullar-
verksmiðjan taki til starfa að
ástatt að vera með börnin í
gröfinni. Og hvort ætli Tryggvi
hafi nú „hrjáðst“ af börnum,
konuleysi eða kannski
berklum. Og þetta er aðeins
dæmi.
Lesandinn skilur smám sam-
an hversvegna ritsnillingurinn
hefur verið fámáll við þann
ambögusmið sem HP sendi
útaf örkinni...
WlOlílK
■ Sælir eru hógværir... sagði
Kristur í Fjallræðunni forðum
daga, og hafa margir reynt að
fara eftir þeim orðum, með
misjöfnum árangri þó. Kvik-
myndagagnrýnandi Morgun-
blaðsins er einn þeirra, sem
greinilega hafa ekki hlýtt orð-
um frelsarans, því að hann
telur sig hafa komist að endan-
legum sannleik um síðustu
kvikmynd Ingmars Bergman,
Fanny og Alexander, sem sýnd
er í Regnboganum um þessar
mundir. Fer gagnrýnandinn
mörgum hástemmdum orðum
um myndina í tveimur lang-
hundum, sem birtust í blaðinu
í þessari viku og endar þann
síðari á þeirri skoðun sinni, að
hann hafi „leitt lesendur um
hinn sálræna, félagslega, trúar-
lega og listræna heim, sem
birtist í Fanny og Alexander,
að svo miklu leyti, sem sú för
verður farin með hjálp ritmáls-
ins.“
Hverju svaraði spegillinn í
ævintýrinu?
Þátturíalheims-
samsæri?
■ Þeir sem eta kjöt og kart-
öflur, reykja og drekka eiga
ekki upp á pallborðið hjá
þessari ríkisstjórn frekar en
þeir sem stunda verslun og
viðskipti. Á meðan almennt
vöruverð hefur aðeins hækkað
um 8 prósentustig síðan í
febrúar hafa kjötvörur hækkað
um 21%, kartöflur um 73%,
áfengi um 17% og tóbak um
22%. Til þess að kóróna allt
saman hefur svo heilbrigðis-
þjónusta hækkað um 37%, en
eins og allir vita.þurfa þeir
sem neyta ofangreindra vöru-
flokkameira álæknisþjónustu
að halda en aðrir. Það er
greinilegt að ríkisstjórnin vinn-
ur kerfisbundið að því að því
að útrýma vissum þjóðfélags-
hópum, m.a. blaðmönnum.