NT - 23.08.1984, Síða 3
Gefur Mikligarður út
eigin greiðslukort?
„Sú leið er opin“ segir Snævar Guðmundsson, aðstoðarframkvæmdastjóri
■ „Það var töluvert hugleitt
þegar við opnuðum að gefa út
eigið greiðslukort, þannig að
við vitum hvað í því felst, en
það hefur engin ákvörðun ver-
ið tekin núna um hvort það
verður gert,“ sagði Snævar
Guðmundsson, aðstoðarfram-
kvæmdastjóri Miklagarðs, í
samtali við NT í gær.
Nær fullvíst er talið að yfir
50 matvöruverslanir á höfuð-
borgarsvæðinu hætti afgreiðslu
fyrir Visa og Eurocard nú um
mánaðamótin: Snævar sagði
of stuttan tíma vera til stefnu
til að útgáfa nýs korts smylii
saman við afgreiðslustoppið á
stóru kortunum. „En þessi leið
er opin," bætti hann við.
Gísli Blöndal hjá Hagkaupi
og Stefán Friðfinnsson í Vöru-
markaðinum kváðu sín fyrir-
tæki ekki hafa áhuga á að gefa
út eigin kort.
Fimmtudagur 23. ágúst 1984
Póstbíllinn
fuðraði upp
Bíll brann til kaldra
kola þegar verið var að
draga hann í gang í Hró-
arstungum í gær. Bíllinn,
sem notaður er til póst-
flutninga, hafði drepið á
sér af einhverjum ástæð-
um og var gripið til þess
ráðs að kippa í hann eins
og sagt er. Varð ökumað-
ur þess þá var, að bjarma
brá fyrir undir bílnum.
Þegar hann athugaði mál-
ið nánar, sleiktu logarnir
hliðar bílsins. Brá öku-
maðurinn skjótt við og
stökk út úr bílnum með
póstpokana, í fórum
sínum. Manninn sakaði
ekki og pósturinn reyndist
heill þegar að var gáð,
hinsvegar mun bíllinn
gjörónýtur að undan-
skyldu öðru afturdekkinu.
Að sögn lögreglunnar á
Egilsstöðum þá er það enn
hlulin ráðgáta hvernig gat
kviknað í bílnum við þess-
ar aðstæður.
Mokveiði í Laxá í Kjós
Alger mokveiði hefur verið í
Laxá í Kjós og hafa verið teknir 430
laxar á land á síðustu 9 dögum.
Síðasta hollið var þrjá daga í ánni
með 10 stangir og mokuðu á land 130
löxum. Var sá stærsti rúm 20 pund og
yfirleitt var fiskurinn mjög vænn,
milli 10 og 15 pund.
Hollið á undan var í sex daga í ánni
og fékk 300 laxa og var sá stærsti 23
pund.
Að sögn Ólafs H. Ólafssonar veiði-
varðar voru komnir 1.520 laxar á land
á hádegi í gær og er Láxá í Kjós lang
fengsælsta laxveiðiá landsins í sumar.
Til marks um hvað takan var góð í sex
daga hollinu, sagði Ólafur að maður
sem hefði verið á fremsta svæðinu,
svokölluðum Þrengslum, og sett í stór-
an lax en hann hefði slitið. Því miður
var hann ekki með fleiri sökkur
þannig að veiðinni var lokið þann
daginn. En morguninn eftir fóru
menn í sama hylinn og fyrsti laxinn
sem veiddist var sá hinn sami og
maðurinn hafði misst daginn áður,
því hann var enn með krókinn í
kokinu.
Stærsti lax sumarsins í Laxá í Kjós
var 23 pund og veiddist hann 12.
ágúst sl. á svartan „streamer“ sem
Jón Pálsson í veiðihúsinu hannaði og
kallar hann gripinn „Eary Jolly“ nr.
8. Hinn fengsæli fiskimaður var Þór-
unn Hafstein og tók það hana klukku-
tíma og fimmtán mínútur að landa
boltanum og var það mikil barátta.
Hefur ekki veiðst eins stór lax í Laxá
í Kjós síðan 1970.
Nú eru 18 dagar eftir af veiðitíma-
bilinu og getur áin hæglega farið í
1.800 til 2.000 laxa. Þannig að útlitið
er gott þar.
Laxá í Leirársveit
Það er búin að vera sæmilegasta
veiði í Laxá í Leirársveit undanfarið
og eru komnir á land hátt í 600 laxar
og er megnið af honum veitt á flugu.
Þetta er betri veiði en á sama tíma í
fyrra enda er töluverður lax í ánni og
að öllu jöfnu vænn fiskur. Stærsti
laxinn er 18 pund og einnig eru
komnir tveir 17 punda á land.
Eliiðaárnar standa
fyrir sínu
Alveg skínandi veiði er búin að
vera í Elliðaánum að undanförnu og
1.114 laxar höfðu veiðst þar 21. ágúst
s.l. Má því segja að litla áin í
höfuðborginni standi sig vel og komu
17 laxar á land þann 20. s.l., mest
smálax.
Anrnrs flohfts
íanéafqöt
er fyrsta floftks
imtar'
Lambakjöti er skipt í flokka
eftir þyngd. í öðrum flokki
eru dilkar 9 til 11 kg.
Annars flokks kjötið er jafn
bragðgott og yfirleitt
fituminna en kjöt úr þyngri
flokkum.
Og svo er það
ódýrara!
Framleiðendur
AUGLÝSINGAPJÓNUSTAN