NT


NT - 23.08.1984, Síða 5

NT - 23.08.1984, Síða 5
Fimmtudagur 23. ágúst 1984 5 Börn að 4 ára aldri algengustu fórnarlömb slysa í heimahúsum Aðilar sem vinna að slysavörnum á íslandi hittast í fyrsta sinn á ráðstefnu til að samræma aðgerðir ■ Þrátt fyrir að börn undir fjögurra ára aldri séu aðeins 8.4 prósent íbúa landsins, eru börn á þessum aldri rúmlega 30 prós- ent þeirra sem slasast í heima- húsum. Þetta kemur fram í skýrslu sem Eiríka A. Friðriksdóttir hagfræðingur og Ólafur Ólafs- son landlæknir hafa tekið saman um slys í heimahúsum og kynnt var á ráðstefnu um slysavarnir í gær. Landlæknir boðaði til ráð- stefnunnar og í dagskrá hennar segir, að vonast sé til að niður- stöður ráðstefnunnar geti orðið í formi áætlunár um slysavarnir á íslandi. „Þetta er í fyrsta sinn sem við náum öllum þessum stofnunum og félögum samat;“, sagði Ólaf- ■ Haraldur Henrýsson,' forseti Slysavarnafélags Islands. NT-mynd Sverrir ur Ólafsson, landlæknir við NT í gær. Ólafur sagði að stefnt væri að samræmdum aðgerðum til slysa- varna á íslandi. „Ef þeir hópar sem vinna að slysavörnum hér á landi, sam- ræma aðgerðir sínar, má búast við að betri árangur náist,“ sagði Haraldur Henrýsson, for- seti Slysavarnafélags Islands á fundinum í gær. „Þessi ráð- stefna er almenns eðlis, til að kanna leiðir til að auka sam- vinnuna." „Að sjálfsögðu fylgjumst við með því sem fram kemur á þessari ráðstefnu, en mér finnst lítið efni koma fram varðandi slys á sjó,“ sagði Óskar Vigfús- son, formaður Sjómannasam- bands íslands. „Slys á.sjó eru algengust slysa í nokkurri atvinnugrein hér á landi," sagði Óskar. Örn Sigurðsson, ritari um- ferðalaganefndar, er einn af fulltrúum dómsmálaráðuneytis- ins á ráðstefnunni. Hann sagði að sjálfsagt væri þörf á breyting- um á löggjöfinni, enda væri verið að endurskoða öll umferð- arlögin. Ráðstefnan er tvíþætt. í gær voru kynntar ýmsar kannanir varðandi hvar slys gerast og hvernig, en í dag er rætt um hvað sé til ráða. Síðdegis í gær sagði landlækn- ir að störf ráðstefnunnar hefðu gengið mjög vel og að hann vonaðist til að niðurstöður lægju fyrir um hádegi í dag. ■ Salome Þorkelsdóttir alþingismaður og Bjarni Torfason læknir. NT-mynd Sverrir Öll slys tíð hér á landi - segir Bjarni Torfason læknir ■ Meðal þátttakenda á ráðstefnunni eru þau Sa- lome Þorkelsdóttir, forseti efri deildar Alþingis, og Bjarni Torfason læknir. Salome sagði að fyrir- byggjandi aðgerðir gegn slysum væri áhugamál hennar. Hún sagði að það hefði sýnt sig að slíkar aðgerðir borguðu sig, eins og t.d. notkun bílbelta. Salome sagði einnig að hún hefði lagt fram frum- varp um lögleiðingu öku- ljósa allan ársins hring. „Notkun ökuljósa hefur aukist á síðustu árum vegna fræðslustarfsemi Umferðarráðs, sem er mjög gagnleg stofnun,“ sagði Salome. Bjarni, sem m.a. hefur unnið skýrslu um umferð- arslys og afleiðingar þeirra, sagði að öll slys væru tíða á íslandi. „í fyrra fækkaði umferðar- slysum marktækt," sagði Bjarni. „Það stafaði lík- lega af aukinni umræðu, samfara samnorræna um- ferðaröryggisárinu.“ Komum til að deila reynslu - ekki til að kenna, segja fulltrúar WHO ■ Frá vinstri Jackson, Hazarli og Jones. Öll fulltrúar WHO á ráðstefnunni um slysavarnir. NT-mynd Svemr ■ Á ráðstefnunni um Slysavarnir eru m.a. fjórir fulltrúar Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinn- ar. „Við komum ekki hing- að til að kenna, heldur til að deila reynslu og hlusta á íslendinga," sagði Dr. R.H. Jackson, sem starfar hjá WHO, en einnig hjá Children Accident Pre- vention Trust í Englandi. „Þetta er annað landið sem heldur svona ráð- stefnu," sagði Dr. J. Jones, sem starfar á skrif- stofu WHO í Kaupmanna- höfn. Hann sagði einnig að mikilvægast væri að auka skilning og samstarf allra aðila sem geta haft áhrif á slysavarnir. Þeir Jones og Jackson bentu á að slys í heimahús- um eru algengustu slysin og ódýrt að koma í veg fyrir þau. Jackson sagði að frá því að farið var að setja öryggislok á aspirín- hylki, hefði tilfellum aspir- ín-eitrana barna fækkað úr 7000 í 3000 í Englandi. Þá er einnig á ráðstefn- unni PrófessorG. Hazarli, tyrkneskur skurðlæknir, sem vinnur að könnun á faraldursfræði slysa. I Grunn- Verðbóta- Vextir Árs- vextir þáttur alls ávöxtun á ári á ári á"ari Innlán: 1) Almennar sparisjóðsbækur 5,0% 12,0% 17,0% 17,0% 2) Sparireikningar með 3ja mánaða uppsögn 8,0% 12,0% 20,0% 21,0% 3) Sparireikningar með 6 mánaða uppsögn 11,5% 12,0% 23,5% 24,9% 4) Heimilislánareikningar a) sparnaður 3-5 mánuðir 8,0% 12,0% 20,0% 21,0% b) sparnaður 6 mánuðir og lengur 11,0% 12,0% 23,0% 24,3% 5) Verðtryggðir sparireikningar a) 6 mánaða binding 5,0% b) 3ja mánaða binding 0,0% 6) Hlaupareikningar 12,0% 12,0% 7) Innlendir gjaldeyrisreikningar a) i bandarikjadollurum 9,5% b) í sterlingspundum 9,5% c) í vestur-þýskum mörkum 4,0% d) í dönskum krónum 9,5% 8) Sparisjóðsskírteini 11,0% 12,0% 23,0% 24,3% Útlán: 1) Víxlar (forvextir) 11,0% 12,0% 23,0% 2) Hlaupareikningar 10,0% 12,0% 22,0% 3) Skuldabréfalán og afborgunarlán 13,5% 12,0% 25,5% 4) Verðtryggð lán a) lánstími allt að 2Vi ár 8,0% b) lánstími minnst 2Vi ár 9,0% Ofangreind vaxtaákvörðun gildir frá og með 17. ágúst 1984, en vaxtabreyting er varðar hlíiiiníirpiLrninoíi t#»Lrnr oiIHi frá r»o mprS áotíct 1QSJ.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.