NT - 23.08.1984, Page 14
Fimmtudagur 23. ágúst 1984 14
Rokkrásin
- Skáldsaga um ævi Bobby
Browns í tónlistarformi
■ Rokkrásin er á dagskrá á
Rás 2 í dag. Peir Skúli og‘
Snorri munu breyta nokkuð út
af hefðbundnu umfjöllunar-
efni þáttarins, sem er auglýst í
prentaðri dagskrá sem kynning
á þekktri hljómsveit eða
hljómlistarmanni.
Þessi þáttur verður í léttum
dúr og í skáldsöguformi. Þeir
félagar fá lánaða persónu hjá
Frank Zappa, Bobby Brown,
sem Zappa söng um á plötunni
Sheik Yerbouti sem kom út á
seinni hluta 8. áratugarins.
Hjá þeim Skúla og Snorra
lendir þessi persóna í alls kon-
ar ævintýrum út frá lögunum
sem verða spiluð í þættinum.
Þetta eru gömul og ný lög,
mörg þeirra gömul uppáhalds-
lög þeirra félaga. Meðal þeirra
listamanna sem eiga lög í
þættinum má nefna Marianne
Faithfull, Sioxsie & The Bans-
hees, Jethro Tull og Boom-
town Rats.
„Við munum reyna að hafa
þetta í mjög léttum dúr, en
lífshlaup Bobby Browns verð-
ur enginn dans á rósum. Ann-
ars er kannski bara best að
kveikja á tækinu kl. 4 og
hlusta," sagði Skúli.
■ Gunnar Gunnarsson rithöfundur
Brúðkaup við Vegarbrún
- Nýtt íslenskt útvarpsleikrit
■ í kvöld verður flutt í út-
varpinu nýtt íslenskt útvarps-
leikrit, „Brúðkaup við vegar-
brún“ eftir Gunnar Gunnars-
son.
Leikurinn segirfrá miðaldra
hjónum sem eru á leið til
brúðkaups sonar síns úti á
landi ásamt vinafólki sínu. Far-
arskjótinn er nýjasti bíll'fyrir-
tækisins, tölvuvæddur og með
pottþéttan öryggisbúnað.
Gamanið fer þó að kárna þegar
smáóhapp hendir við vegar-
brún nokkra og í ljós kemur að
hinn tölvuvæddi öryggisbúnað-
ur er ef til vill einum of full-
kominn.
Leikendur eru:
Sigurður Karlsson, Margrét
Guðmundsdóttir, Steinunn
Jóhannesdóttir og Harald G.
Haralds.
Tæknimaður er Áslaug
Sturlaugsdóttir en leikstjóri
Benedikt Árnason.
Tvíund
- Þáttur fyrir söngelska hlustendur
■ Á eftir Rokkrásinni verður
Bertram Möller með þáttinn
Einu sinni áður var, og kynnir
þarlög áranna 1955-1962.
Þegar haft var samband við
hann var hann ekkert farinn að
plana þáttinn, sagðist ekkert
vera farinn að skoða hvað væri
til.
„Ég er búinn með 17 þætti,
ég hef leitað allt aftur til ársins
1952, og það er orðið ansi
erfitt að finna ný og ný lög, án
þess að spila það sem áður
hefur komið. Það er farið að
síga á seinni hlutann hjá mér.
Ég á sjálfur dágott plötusafn
frá þessum árum og hef einnig
notið aðstoðar kunningja. Ég
á eftir að kynna mér nánast allt
sem er til á útvarpinu af þessu
efni, og það er töluvert mikið
sýnist mér at' því litla sem ég
hef litið yfir það. Maður er
búinn að gleyma hlutum sem
þar eru, og þarf að rifja upp
nöfn á listamönnum og
plötum.
Ég hef trú á að ég geti haldið
þessu áfram nokkuð lengi
enn.“
Hvað er þitt uppáhald frá
þessum árum?
„Það er margt, ég var í
þessari músík sjálfur og söng
margt af þessu efni. Platters
voru fínir, einnig Lloyd Bryce,
Fats Domino og Little
Richard."
■ Bertram Möller.
sem hann hefur sungið eftir
Rakhmaninoff.
Frederica Von Stade er tæp-
iega fertug. Hún hóf feril sinn
árið 1969, við Metropolitan
óperuna í New York. Hún
hefur sungið víða í óperum og
haldið marga sjálfstæða tón-
leika.
Frederica kom snemma
fram á sjónarsviðið, og segja
má að frami hennar hafi verið
vaxandi æ síðan. Hún hefur
m.a. sungið mikið með vin-
konu sinni Judith Blegen.
í þættinum í kvöld mun
Frederica syngja tónlist eftir
franska tónskáldið Gabriel
Fauré, og aríur eftir Mozart og
fleiri góða menn.
Tvíundarþáttunum fer nú
að fækka, þetta er þriðji síðasti
þátturinn.
■ Þær Jóhanna V. Þórhalls-
dóttir og Sonja B. Jónsdóttir
verða með þáttinn Tvíund í
útvarpinu í kvöld. Þetta er
þáttur fyrir söngelskt fólk, þar
sem kynntir eru ungir og efni-
legir söngvarar úti í heimi.
1 kvöld verða kynnt þau
Frederica Von Stade frá
Bandaríkjunum, sem er
mezzosopransöngkona, og
Robert Tear tenórsöngvari frá
Bretlandi.
Robert Tear er orðinn 45
ára gamall. Hann fékk sína
söngmenntun í hinum hefð-
bundnu ensku kórskólum, en
fór síðan að syngja með Enska
óperuhópnum og hefur mikið
gert af því að syngja ensk lög,
t.d. lögeftirBenjamin Britten.
Jóhanna og Sonja munu spila
eitthvað af því, og einnig lög
■ Sonja B. Jónsdóttir og Jóhanna V. Þórhallsdóttir.
Útvarp kl. 20.30:
Útvarp kl. 23.
Rás2 kl. 16.
Rás2 kl. 17.
Einu sinni
áður var
Bertram Möller kynnir lög
áranna 1955*1962
Fimmtudagur
23. ágúst
7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. I
bitið. 7.25 Leikfimi.
8.00 Fréttir. 8.15 Veöurlregnir.
Morgunorð Bjarni Sigurðsson talar
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna:
„Eins og ég væri ekki til“ eftir
Kerstin Johansson Sigurður
Helgason les þýðingu sina (8).
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar.
Tónleikar. Þulur velur og kynnir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. For-
ustugr. dagbl. (útdr.). Tónleikar.
11.00 „Ég man þá tíð“ Lög frá
liðnum árum. Umsjón: Hermann
Ragnar Stefánsson.
11.30 „Dagbók vanskapnaðarins",
smásaga eftir Kristmann Eric-
son Höfundur les.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynning-
ar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til-
kynningar. Tónleikar.
14.00 „Við biðurn" eftir J.M. Coutz-
ee Sigurlina Davíðsdóttir les þýð-
ingu sina (12).
14.30 Á frívaktinni Sigrún Siguröar-
dóttir kynnir óskalög sjómanna.
15.30 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður-
fregnir.
16.20 Síðdegistónleikar a. Visions
fugitives op. 22 eftir Sergej Proko-
fjeff. David Rubinstein leikur á
pianó. b. Trió fyrir klarinettu, fiðlu
og pianó eftir Aram Katsjatúrian.
Gen/ase de Peyer, Émanuel
Hurwitz og Lamar Crowson leika.
17.00 Fréttir á ensku
17.10 Síðdegisútvarp Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
Daglegt mál Eirikur Rögnvalds-
son talar.
19.50 Við stokkinn Stjórnandi:
Gunnvör Braga.
20.00 Sagan: „Júlía og úlfarnir"
eftir Jean Graighead George
Geirlaug Þorvaldsdóttir les þýð-
ingu Ragnars Þorsteinssonar (6).
20.30 Leikrit: „Brúðkaup við vegar-
brún" eftir Gunnar Gunnarsson
Leikstjóri: Benedikt Árnason. Leik-
endur ': Sigurður Karlsson, Mar-
grét Guðmundsdóttir, Steinunn
Jóhannesdóttirog Harald G.
Haralds.
21.10 Tónleikar í útvarpssal Martin
Berkofsky leikur Píanókonsert nr.
4 í g-moll op 40 eftir Sergej
Rakhmaninoff meö Sinfóniuhljóm-
sveit islands; Páll P. Pálsson
stjórnar.
21.40 „Shakespeare á erindi við
nútimann“ Jakob S. Jónsson
ræðir við sænska leikhúsmanninn
Göran O. Eriksson um Leikhús
Élisabetartimans, leikhústilraun
Borgarleikhússins i Stokkhólmi.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Ðagskrá
morgundagsins. Orð kvöldsins
22.35 Vestra far“ Jenna Jensdóttir
les ný Ijóð.
22.50 „Fyrsta ástin“, smásaga eftir
Halldór Stefánsson Knútur R
Magnússon les.
23.00 Tvíund. Þáttur fyrri söng-
elska hlustendur. Umsjónar-
menn: Jóhanna V. Þórhallsdóttir
og Sonja B. Jónsdóttir.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
Föstudagur
24. ágúst
19.35 Umhverfis jörðina á áttatíu
dögum. 16. Þýskur brúðumynda-
flokkur. Þýðandi Jóhanna Þráins-
dóttir. Sögumaður Tinna Gunn-
laugsdóttir.
19.45 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 Á döfinni. Umsjónarmaður
Karl Sigtryggsson. Kynnir Birna
Hrólfsdóttir.
20.45 Grínmyndasafnið. Skop-
myndasyrpa frá dögum þöglu
myndanna með Larry Semon f
aðalhlutverki.
21.00 Alaska. Þýsk heimildamynd
umlandogsögu, náttúru og dýralíf
í þessu nyrsta og stærsta ríki
Bandarikjanna. Þýðandi Kristrún
Þórðardóttir.
21.50 Skrifstofustúlkurnar. Banda-
rísk sjónvarpsmynd. Leikstjóri Ted
Post. Aðalhlutverk: Barbara Eden,
David Wayne, Susan St. James
og Penny Peyser. Þrjár ólikar
stúlkur hefja samtímis störf hjá
stórmarkaði í Houston i Texas. Á
þessum fjölmenna vinnustað er
samkeppnin hörð og hefur hver
sína aðierð til að komast til met-
orða hjá fyrirtækinu. Þýðandi
Ragna Ragnars.
23.25 Fréttir í dagskrárlok.