NT - 23.08.1984, Qupperneq 20
la
Fimmtudaqur 23. ágúst 1984 20
Norðmenn:
Senda Líbýumönnum
harðyrt mótmælaskjal
Honduras:
Styðja Bandaríkja-
menn sauðaþjófa?
- vegna pyntinga á sjómönnum
Teguciagalpa-Reuter
■ Herinn í Honduras
hefur liafið rannsókn á
sannleiksgildi frétta um
gripdeildir hægri sinnaðra
skæruliða sem berjast
gegn stjórnvöldum í Nic-
aragua og hafa bækistöðv-
ar í Honduras.
íbúar í héruðum nálægt
landamærum Nicaragua
hafa kvartað yfir hegðun
skæruliðanna sem studdir
eru af Bandaríkja-
mönnum. f>eir segja að
skæruliðarnir ógni bænd-
um á þessu svæði og steli
frá þeim mat, kvikfénaði
og skartgripum.
Osló-Reuter
■ Norðmenn hafa sent Líbýu-
mönnum harðyrt mótmæli
vegna meintra pyntinga á norsk-
um sjómönnum í Trípóli og
hafa krafist þess að þeir sem
bera ábyrgðina á dauða eins
sjómannsins verði sóttir til saka
og þeim refsað.
Norska utanríkisráðuneytið
sendi mótmælaskjal til Líbýu á
mánudaginn og þar var þess
krafist að líbýsk yfirvöld rann-
saki þegar í stað meðferðina á
áhöfn norska flutningaskipsins
Germa Lionel eftir að skipið
lagðist að bryggju í Trípólí
þann 11. maí s.l.
Skipstjórinn, Sigurd Dahl,
bar fyrir rétti fyrr í þessum mán-
uði að Björn Pedersen háseti
hefði verið barinn til dauða af
tollvörðum neðan á yfirheyrslu
stóð þann 13. maí.
Norðmenn hafa fordæmt
meðferðina á sjómönnunum og
krafist skaðabóta til handa nán-
ustu ættingja Pedersen, og bóta
vegna þjáninga sem aðrir áhafn-
armeðlimir skipsins urðu fyrir.
Þá hafa Norðmenn einnig áskil-
ið sér rétt til að krefjast skaða-
bóta vegna þess fjárhagslega
skaða sem skipið og eigendur
þess urðu fyrir.
Með mótmælaskjalinu fylgdi
skýrsla frá rannsóknarnefnd í
Noregi, en framburður áhafnar-
innar staðfesti norskar lögreglu-
skýrslur um að sjómennirnir,
sem hafðir voru í varðhaldi í
nokkrar vikur, hefðu verið
pyntaðir. Björn Iver Johansen,
fyrsti stýrimaður, bar að hann
hefði verið sleginn í andlitið og
sparkað í maga hans og nýru.
Líbýumenn sökuðu Johansen
um að hafa smyglað fíkniefnum
til Líbýu og Germa Lionel
hefði verið að senda Ijósmerki
til lands. Pessum ásökunum var
staðfastlega neitað af áhöfninni.
Að sögn Dahl skipstjóra
sögðu tollverðir honum að Ped-
ersen hefði látist við að stökkva
út úr bíl á ferð, þann 21. maí.
Líbýumenn breyttu síðan sögu
sinni og sögðu að Pedersen hefði
látist eftir að hafa stokkið niður
í lest skipsins.
Germa Lionel fékk loks að
fara frá Líbýu í síðasta mánuði
eftir að eigendur skipsins og
iíbýskir embættismenn skrifuðu
undir samkomulag, þar sem far-
ið var fram á það við Norðmenn
að þeir skýrðu ekki opinberlega
frá því sem gerðist og spilltu
ekki sambandi Líbýu og
Noregs.
í mótmælaskjalinu segjast
Norðmenn vona að Líbýumenn
bregðist við á þann hátt að
Norðmenn þurfi ekki að óttast
um öryggi sitt í líbýskum
höfnum. Að öðrum kosti segjast
Norðmenn taka málið upp á
alþjóðlegum vettvangi.
86 ára gamall maður:
Drap 99 hunda með eitri
Hannover, V-Þýskalandi-Reuter
■ Lögregla hefur handtekið
áttatíu og sex ára gamlan ellilíf-
eyrisþega sem grunaður er um
að hafa drepið 99 hunda með
eitri.
Að sögn lögreglunnar var
maðurinn handtekinn eftir að
hann sást dreifa eitruðum kjöt-
snúðum í almenningsgarði í
Hannóver. Mikið magn af skor-
dýraeitri fannst síðar á heimili
hans.
Maðurinn neitar að svara
spurningum lögreglu. Nafnlaus
bréf höfðu borist til dagblaða í
borginni þar sem sagt var að
hundarnir hefðu verið drepnir
vegna þess að þeir svínuðu út
göturnar.
Dýravinir í Garbsenhverfi í
Hannóver höfðu sett á stofn
eftirlitssveitir en undanfarið ár
hafa 99 hundar drepist eftir að
liafa étið eitraða kjötsnúða.
■ FÁ TÍÐINDI hafa vakið
meiri athygli að undanförnu
en sú tilkynning þeirra Hassans
Marokkókonungs og Gaddaf-
is, einvalda Libýu, sem birt var
14. þ.m., að þeir hefðu orðið
sammála um að stofna til ríkja-
bandalags Marokkós og Líb-
ýu. Fyrst um sinn verður þetta
bandalag fólgið í samvinnu á
sviði efnahagsmála, varnar-
mála og mengunarmála, og
mun sérstakt ráð, skipað full-
trúuin beggja ríkjanna, hafa
þetta samstarf með höndum.
Bandalagið mun taka strax
til starfa, þegar þjóðarat-
kvæðagreiðsla hefur farið fram
um það í báðum löndunum og
niðurstaðan orðið jákvæð.
Þessi yfirlýsing kom mjög á
óvart vegna þess, að Marokkó
hefur verið talið í röð hófsam-
ari Arabaríkja og haft m.a.
nánari samskipti við ísrael en
flest eða öll önnur Arabaríki.
okkó og Máritaniu, að Vestur-
Sahara skiptist milli þeirra.
Þetta' skyldi þó áður borið
undir íbúana í þjóðaratkvæða-
greiðslu.
Sú þjóðaratkvæðagreiðsla
hefur aldrei farið fram. Meðal
íbúanna reis strax sú krafa, að
Vestur-Sahara fengi sjálfstæði.
Margir þeirra mótmæltu skipt-
ingunni með því að flýja til
Alsír og hafa síðan hafst þar
við.
Jafnhliða reis upp sérstök
sjálfstæðishreyfing, .sem ber
nafnið Polisario. Hún hóf
skæruhernað gegn bæði yfir-
völdum Marokkós og Máritan-
íu, einkum þógegn yfirvöldun-
um í Máritaníu, því að þar
voru veikastar varnir. Þessum
átökum lauk á þann veg, að
ineð sérstökum samningi, sem
gerður var í Alsír 1979, afsal-
aði Máritania sér öllum völd-
um í Vestur-Sahara og afhenti
Þcrarinn Þórarinsson,
ritstjóri, skrifar
miklu leyti hálend eyðimörk,
og því vel fallið til skyndiárása
og fyrirsáta.
Utgjöld Marokkós vegna
þessa hernaðar erusvo mikil,
að óvíst þykir að ríkið geti
risið undir þeim til lengdar,
þótt Saudi-Arabia styðji Mar-
okkó með fjárframlagi.
Gaddafi og Hassan
Polisario hef ur neytt Hassan
til bandalags við Gaddafi
Líklegt að Hassan tapi samt styrjöldinni í Vestur-Sahara.
Þá er samvinna Marokkós og
Bandaríkjanna allnáin. Undir
stjórn Gaddafis hefur Líbýa
verið talið það ríki, sem stæði
fjærst Bandaríkjunum og ísra-
el.
Það var vitað, að Gaddafi
hafði að undanförnu sóst eftir
því við mörg Arabaríki að
stofna til bandalags við þau og
fá þannig viðurkenningu á því,
að hann væri ekki eins öfgafull-
ur og illræmdur og af er látið
yfirleitt.
ÞAÐ VORU fyrstu við-
brögð margra fréttaskýrenda
við þessum tíðindum, að
bandalag þetta hefði komist á
fyrir frumkvæði Gaddafis og
hann gert Hassan einhver sér-
stök gylliboð, sem hafi freistað
hans.
Það er nú komið í Ijós, og
byggt á frásögn Hassans sjálfs,
að hann hafi haft frumkvæði
að stofnun þessa bandalags og
gert það í skeyti, sem hann
sendi Gaddafi 13. fyrra mánað-
ar. Gaddafi hafi tekið tilboð-
inu ekki aðeins vel, heldur
boðist til að bandalagið stofn-
aði efnahagsþróunarsjóð, sem
Líbýumenn fjármögnuðu með
olíugróða sínum.
Það er þó ekki þessi þróun-
arsjóður, sem mun hafa ráðið
endanlega ákvörðun Hassans
heldur styrjöldin við þjóðfrels-
ishreyfinguna í Vestur-Sahara,
Polisario.
Vestur-Sahara var áður
spænsk nýlenda, sem ekki þótti
eftirsótt fyrr en þar fundust
auðugar fosfatnámur á sjötta
áratugnum. Þá hófu bæði Mar-
okkó og Máritanía að gera
tilkall til hennar, þó einkum
Marokkó.
Árið 1975 áréttaði Hassan
konungur þessa landakröfu
sína með því að efna til 300.000
■ Uppdráttur, sem sýnir styrjaldarsvæðið í Vestur-Sahara
(merkt með dökkum lit). Marokkomenn ráða yfir helstu borgum
í Vestur-Sahara og verða að flytja nær flestar nauðsynjar þangað,
m.a. vatn, eftir flutningaleiðum, sem eru undir stöðugum árásum.
manna göngu til landamær-
anna og gekk hann sjálfur í
fararbroddi.
Franco, einvaldur Spánar lá
þá banaleguna og taldi ráðleg-
ast að láta Vestur-Sahara af
hendi, ef það gæti tryggt frið
um tvær litlar nýlendur Spán-
verja á Miðjarðarhafsströnd
Marokkós, Ceuta og Melilla. '
Nokkru áður en Franco dó,
samdi liann um það við Mar-
Polisario öll yfirráð í sínum
landshluta.
Marokkó neitaði að viður-
kenna þetta samkomulag og
sendi her inn á það landssvæði,
sem hafði heyrt undir Máritan-
íu, og hernam alla helstu staði
þar.
Polisario svaraði með því að
hefja styrjöld við Marokkó og
naut til þess stuðnings stjórnar-
valda í Alsír, Túnis og Márit-
aníu, en þessi ríki hafa myndað
bandalag til stuðnings Polisar-
io. Meira en fimmtíu ríki hafa
viðurkennt yfirráð Polisario,
og bæði Sameinuðu þjóðirnar
og Einingarsamtök Afríku
hafa lagt til að deilan verði
leyst með þjóðaratkvæða-
greiðslu, en hins vegar staðið í
vegi þess, að hún kæmi til
framkvæmda.
Með tilstyrk áðurgreindra
þriggja ríkja hefur Polisario
haldið uppi vaxandi skæru-
hernaði í Vestur-Sahara og
gert her Marokkós margvísleg-
ar skráveifur. Landið er vel
fallið til skæruhernaðar, að
ÞAÐ ER undir þessum
kringumstæðum, sem Hassan
hefur leitað sér liðveislu Gadd-
afis, enda þótt það sé ólíklegt
til að reynast honum mikill
styrkur, þegar til lengdar
lætur.
Þetta er nefnilega a.m.k.
sjötti bandalagssamningur
Gaddafis. Árið 1970 samdi
hann um stQfnun bandalags-
ríkis við Egyptaland og
Sýrland, árið 1974 við Tunis,
árið 1980 við Sýrland, árið
1981 við Cad og Máritaníu og
árið 1982 við Alsír og Sýrland.
Allar þessar bandalagstilraunir
hafa nær samstundis farið út
um þúfur.
Ekki er ósennilegt, að hin
nýja bandalagstilraun fari
sömu leiðina. Hún gerir ekki
heldur hlut Hassans betri.
Líklegustu sögulok eru þau,
að styrjöld hans í Vestur-Sa-
hara verði unnin fyrir gýg,
enda þótt hann hafi lagt mikið
fjármagn í ýmsa uppbyggingu
þar í þeirri von að vinna fylgi
íbúanna, sem eftir eru.